Fundur á vegum faghóps um mótun og framkvæmd stefnu
Hlutverk áætlanagerðar í framkvæmd stefnu + aðalfundur
Eggert Oddur Birgisson, ráðgjafi hjá Capacent, ræðir um ýmis hagnýt atriði varðandi áætlanagerð og hlutverk áætlana í markvissri framkvæmd stefnu. Hann fjallar um tegundir áætlana, kosti þess að útbúa ítarlegar áætlanir (margvíðar áætlanir byggðar á kostnaðarvöldum), og helstu annmarkar á hefðbundinni áætlanagerð fyrirtækja og stofnana. Farið yfir helstu úrræði með áherslu á hlutverk áætlunar í markvissri framkvæmd stefnu fyrirtækisins.
Um kl. 9:45 verður örstuttur aðalfundur þar sem kosin verður ný stjórn hópsins.
Fundarstaður
Háskóli Íslands, Gimli, stofa 102 (Gimli er á milli Háskólatorgs, Lögbergs og Odda).