Innviðaráðuneytinu, Krummaskuði, 1. hæð Sölvhólsgata 7, Reykjavík
Stefnumótun og árangursmat,
ATH. ekki verður streymt frá fundinum, eingöngu er um staðfund að ræða.
Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallar um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. Jafnframt sýnir hún frá því hvernig óhefðbundið skipurit og verklag ráðuneytisins styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti.
Agile hugmyndafræðin spratt úr hugbúnaðargeiranum í upphafi aldarinnar og hefur náð þar sterkri fótfestu. Áherslan er á samskipti, samvinnu, endurgjöf og að afurðin þurfi ekki að vera fullbúin við afhendingu hennar. Hugmyndafræðin og aðferðir henni tengdar hafa á síðari árum smitast út í aðra þætti rekstrar, þar á meðal stefnuvinnu. Til einföldunar byggir Agile í grunninn á að meta skuli:
- einstaklinga og samskipti framyfir ferla og tól
- nothæfa afurð fram yfir ítarlega skjölun
- samstarf við viðskiptavini fram yfir samningaviðræður
- viðbrögð við breytingum framyfir að fylgja fyrri áætlunum