5. desember 2018 19:49
Fjallað var um áhrif menningar á fundi fjögurra faghópa í Össur í morgun. Það var orðið jólalegt um að litast í Össur, fallega skreytt jólatré og boðið var upp á yndælis veitingar. Hjá Össur starfa í dag 3000 starfsmenn í 25 löndum. Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össur og skrifaði nýlega um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu í MPM námi við HR. Rannsóknarspurningarnar voru: Hefur menning áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna? Hver eru áhrif íslenskrar menningar – jákvæð og neikvæð- í alþjóðlegum verkefnum? Í verkefni sínu þurfti Ragnheiður að skilgreina menningu. Fyrirtækjamenning er miklu sterkari en menning þjóðar og einstaklings. Menning fyrirtækja er valdið, skipurit og pólitík. Gífurleg pólitík er í öllum fyrirtækjum. En hvaða áskoranir er Össur að fast við í alþjóðlegum verkefnum? Mismunandi starfsemi er á hverjum stað. Mismunandi kúltúr, tungumál, tímabelti er á hverjum stað. En hvaða eiginleika þarf verkefnastjóri að hafa? Hann þarf að geta skapað sýn sem er sameiginleg, taka ábyrgð og leiða teymið. Rannsóknin var eigindleg. Varðandi niðurstöður þá voru einstaklingar spurðir hvað er menning í þínum huga? Svörin voru gildi einstaklingsins, gildi fyrirtækisins, tungumál, mannleg samskipti, mannleg hegðun, hefðir, siðir, karllæg/kvenlæg samfélög, skipurit og vald. Varðandi menningu Íslendinga; alin upp á eyju, hreinskilnir, sveigjanlegir, opnir fyrir nýjungum, seigla, lausnamiðaðir, aðlögunarhæfni, sjálfsöryggir, óþolinmæði, lítil virðing fyrir skipuriti, skammtímahugsun og óskipulagðir. Teljið þið að verið sé hægt að stjórna menningu? Svarið var að henni er ekki hægt að stjórna en henni má stýra. Hefur áhrif að verkefnið sé leitt af Íslendingum? Það hafði áhrif hvar höfuðstöðvar voru, höfuðstöðvar geta verið hlutlausar ef þær eru ekki með sölu. Annað sem hafði áhrif var að höfuðstöðvarnar tóku yfir. Eitt af því sem er hvað allra erfiðast er að sameina ferla. Lærdómurinn var: að nýta ekki endilega reynslumesta fólkið í að stýra heldur þá sem best tekst upp að eiga við folk. Niðurstaðan er sú að mikilvægt er að gera sér grein fyrir þroskastigi hvers fyrirtækis fyrir sig.