Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir wil að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. 

Á fundinum munum við ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi.

 

Yfirskrift: Hvernig styðja fyrirtæki við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna?
Tími: 14. mars kl. 8.30-10.00
Staður: ÁTVR Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Fyrir hverja: Stjórnvísi félaga

Dagskrá

Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki
Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í Forsætisráðuneytinu

Vínbúðin og Heimsmarkmiðin
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðfarforstjóri ÁTVR

Landsvirkjun og Heimsmarkmiðin
Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun

Fundarstóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu

 

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Í morgun var haldinn í ÁTVR fundur á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja.  Fundurinn hófst með ótrúlega skemmtilegum gjörningi en það var aðstoðarforstjóri ÁTVR Sigrún Ósk Sigurðardóttir sem setti fundinn og sýndi jógamyndband þar sem allir léku eftir það sem þar fór fram.  Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir til að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. Markmiðið með fundinum var að ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi. Fundarstóri varKetill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og var fundinum streymt á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu var fyrsti fyrirlesari dagsins, erindið hennar nefndist „Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki. Eins og staðan er í dag eru markmiðin 169 og 233 mælikvarðar sem fylgja verkefninu.  Ráðuneytið ætlar að skila skýrslu um forgangsröðun markmiðanna til að skerpa línur og hafa leiðarljós.  Einnig er að fara í loftið kynningarherferð þar sem heimsmarkmiðin verða kynnt fyrir almenningi þ.e. að þau séu til þessi heimsmarkmið, út á hvað þau ganga og hvað almenningur geti gert.  Hin eiginlega eftirfylgni er hjá SÞ í NY þar sem þjóðum gefst tækifæri til 2030 að kynna reglulega verkefni sín.  En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði?  Við stöndum ofarlega en getum samt gert svo miklu betur því einkunnarorð markmiðanna er „Leave no one behing“ því má aldrei gleyma.  En árangur næst ekki án samvinnu milli alþjóðasamfélagsins, stjórnvalda, sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.  Verið er að setja fram ungmennaráð 13-18 ára, sem koma með nýja sýn. Þessir krakkar munu árlega hitta ríkisstjórnina og búa til efni til að setja á samfélagsmiðla.  Einnig er mikilvægt að vera í samvinnu við Festu SA o.fl.  En hvað geta fyrirtækin gert?  Heimsmarkmiðin skapa mikil tækifæri fyrir fyrirtæki t.d. í orkugeiranum og milljónir starfa í þróunarlöndunum.  Fyrirtækin þurfa því að meta virðiskeðjuna sýna. En hvað eru önnur lönd að gera?  Svíar eru að minnka sótspor sýna, berjast gegn spillingu, jafnrétti á vinnustöðum o.fl. Danir segja í sinni skýrslu að markmiðin séu leiðarljós fyrir fyrirtæki.  Með því að vinna með heimsmarkmiðin segja þeir að þau séu alþjóðlegt tungumál í samfélagsábyrgð eða matseðill fyrir það sem þau eru að gera.  En meginmarkmiðið er að fyrirtækin líti inn á við.  Mikil sóknarfæri eru fyrir öll fyrirtæki.  Þess vegna er sköpunargáfa og nýsköpun mikilvæg fyrir innleiðingu markmiðanna.  Niðurstaðan er að fyrirtæki þurfa að fara í naflaskoðun og máta sig við þessi markmið og skoða hvar þau geta lagt sitt af mörkum.  Öll fyrirtæki geta tengt sig við einhver markmið. 

Næsta erindi var frá Vínbúðinni þar sem þau Sigrún Ósk og Sigurpáll kynntu hvað Vínbúðin er að gera og hver eru helstu markmið.  6, 12, 13, 14, 15 og 17 eru markmiðin sem þau völdu að byrja með.   Markmið númer 13 er þeirra aðalmarkmið en það er „Verndun jarðarinnar“s.  Endalausnin er stefnumótunaráætlun í umhverfismálum.  Helsta markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif með stöðugum framförum. Gildin eru: gegnsæ, Ábyrg, Þrautseig.  Verkefnið er gríðarlega stórt og markmiðið er að minnka sótsporið og búa til betri heim.  Gler hefur mikið sótspor og því er núna sett vín í léttgler sem eru einungis á milli 200-300gr.  Þarna er verið að horfa á massann, vín í lægri verðflokk með mikla sölu fari í létt gler.  ÁTVR birtir þyngd á gleri á heimasíðunni sinni.  Þetta hjálpar neytendum að velja vöru sem hefur minna sótspör.  Skýrsla ÁTVR er á heimasíðunni bæði í stuttri útgáfu og í fullri lengd.


Þriðja erindið flutti Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun sagði hún í erindi sýnu að markmið Landsvirkjunar væru birt á vef fyrirtækisins.  Bæði er sagt frá því sem vel gengur og einnig því sem ekki er að ganga eins vel.  Árlega skilar Landsvirkjun inn skýrslu til Global Compact.  Heimsmarkmiðin voru samþykkt 2015.  Ísland hefur opinberlega sagt frá að við styrkjum heimsmarkmiðin og styðjum nr. 5 Jafnfrétti kynjanna, 7 Sjálfær Orka og 13 Verndun jarðarinnar.  Landsvirkjun hefur haldið opinn fund til að kynna hvað þau eru að gera.  Í nýútkominni ársskýrslu kemur fram hvernig Landsvirkjun vinnur að samfélagsábyrgð og þar með heimsmarkmiðunum.  Loftslagsmál eru í raun orkumál.  Landsvirkjun ætlar að verða kolefnislaust fyrirtæki árið 2030.  Jafnréttisskóli SÞ er á Íslandi og hýstur hjá EDDU hugverkasetri í Háskóla Íslands.  Hann er starfræktur í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og SÞ. Jafnrétti kynjanna sem er heimsmarkmið nr.5 er eitt þeirra markmiða sem Landsvirkjun valdi.  Einn mælikvarðanna var laun, annar stjórnunarstöður. Valið var að fara í samstarf við Capacent og vinna heildstæða úttekt á stöðu jafnréttismála ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli go launum heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi.  Gert var 1.stöðumat 2.Hvað á að gera? 3. Eftirfylgni.  Nú er komin aðgerðaáætlun jafnréttismála. Ávinningurinn af heimsmarkmiðunum er 1. Tengir samfélagsábyrgð Landsvirkjunar nánar alþjóðlegu uhverfi 2. Styrkir núverandi áherslur og árangur í lofslagsmálum, breiðari þátttaka með sjálfbæra orku fyrir alla og aukið umfang á vinnu að kynjajafnrétti 3. Getur styrkt samskipt við hluteigendur, innanlands sem erlendis, varðandi málaflokkana 4. Landsvirkjun á meðal fyrstu íslenskra fyrirtækja til að tileinka sér Heimsmarkmiðin.

Tengdir viðburðir

Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Samkeppnisaðgreining á fjármálamarkaði

Nánar síðar.

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Eldri viðburðir

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Þjónustumiðstöð Almannavarna: hin stöðuga hringrás stefnumótunar

Streymi frá viðburði.

Þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað sem valda mikilli samfélagslegri röskun stofnar ríkislögreglustjóri tímabundið þjónustumiðstöð Almannavarna. Það er gert samhliða rekstri samhæfingarstöðvar sem stýrir samhæfingu almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og í samræmi við viðeigandi viðbragðsáætlun.

Verkefni þjónustumiðstöðvarinnar fela í sér tímabundinn stuðning við þau sem þurfa að takast á við afleiðingar tiltekins atburðar eða áfalls, hvort sem það eru íbúar, sveitarstjórnir eða starfsfólk sveitarfélaga. Hin stöðuga hringrás stefnumótunar þarf að eiga sér stað í samstarfi þjónustumiðstöðvarinnar við fólk á áhrifasvæðinu sem sinnir stuðningi við íbúa, bæði til lengri og skemmri tíma. Óvissuþátturinn er stór, sér í lagi þegar náttúruhamfarir standa yfir í lengri tíma með tilheyrandi áhrifum og regluleg þarfagreining því mikilvæg til að viðhalda yfirsýn. Kynnt verður starfsemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga sem leiddu til rýmingar Grindavíkurbæjar 10. nóvember fyrir rúmu ári síðan.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir fagstjóri endurreisnar og fræðslu mun fara yfir með okkur hvernig Almannavarnir vinna sína stefnumörkun, mæla árangur og draga lærdóm af viðbrögðum síðustu ára. 

Staðfundurinn er í fundarherberginu Sölvhólsvör á 1. hæð innviðaráðuneytisin, Sölvhólsgötu 7, gengið inn frá Ingólfsstræti. 

 

„Allt annað líf!“ - Vegferð SÁÁ að stefnumiðaðri stjórnun

Join the meeting now

Í þessu erindi mun Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, fjalla um hvernig stefnumörkun með samvinnu grasrótar og heilbrigðisstarfsmanna hefur leitt þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni á undanförnum árum.

SÁÁ eru almannaheillasamtök sem reka heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra.  Samtökin eru grasrótarsamtök og byggðu upp lífsnauðsynlega þjónustu á tímum þar sem lítil sem engin þekking , áhugi eða þjónustuframboð var fyrir fólk með fíkn.  Á undanförnum árum hefur SÁÁ farið í gegnum mikið umrót og kynslóðaskipti  á sama tíma og tekist hefur verið á við miklar breytingar í samfélaginu varðandi neyslu áfengis og vímuefna og ákalli um meiri, aukna og fjölbreyttari þjónustu.  

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Fundurinn er haldinn í Innovation House á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Gengið er inn á Eiðistorg - upp á 2.hæð - beint á móti Bókasafni Seltjarnarness er hurð og þar er gengið upp á 3.hæð inn í Innovation House. Hindranir í vegi aukins árangurs og betri ákvarðana liggja nánast undantekningarlaust í huga okkar, hvort sem um er að ræða rangar og oft ómeðvitaðar forsendur, gallaða mælikvarða, sálrænar hömlur eða skaðlegar reglur eða ferla. Til að brjótast út úr stöðnuðu umhverfi er nauðsynlegt að finna og uppræta þessar hindranir. Eitthvert öflugasta tólið til þess er röklegt umbótaferli (Logical Thinking Process) og með tilkomu gervigreindarinnar er notkun þess nú aðgengileg langtum fleirum en áður.

Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og les valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Röklegt umbótaferli er kerfismiðuð aðferð til að taka vandaðar ákvarðanir og greina og leysa erfið og viðvarandi vandamál innan fyrirtækja og stofnana með skýra röklega hugsun að vopni.

Þessi bók er að miklu leyti byggð á fyrri bók Þorsteins, „From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“ sem kom út árið 2020. Um þá bók segir Jón Torfi Jónasson prófessor emeritus við H.Í.: „Ritið vísar stjórnendum til skynsamlegra lausna í glímu við vandamál sem í fyrstu virðast ill-leysanleg. Þorsteinn lýsir vel öguðu þrepskiptu verkferli röklegrar greiningar sem dregur fram eðli vandans hverju sinni. Góð tengsl við raunhæf dæmi í megintexta og viðauka gagnast lesanda í stjórnunarstarfi afar vel. Nálgun Þorsteins er bæði frumleg og skýr og jafnframt raunhæf og spennandi.“

Í bókinni rekur Þorsteinn ýmis dæmi um beitingu röklegs umbótaferlis og síðasti hluti bókarinnar er helgaður gervigreindinni og því hvernig beita má henni til að hraða og bæta ákvarðanatöku.

 

Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 
Um staðfund er að ræða. Ekki verður streymt frá fundinum.

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?