Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat, ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði, Leiðtogafærni,
ÞÚ ERT AÐ BÓKA ÞIG Á TEAMS VIÐBURÐ:
Click here to join the meeting
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.
Vinsamlega athugið að einungis er boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams.