Háskólinn í Reykjavík - Stofa M215 Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Stefnumótun og árangursmat,
Hvernig nær fyrirtæki betri samkeppnisstöðu með stefnumótun? Magnús Ívar Guðfinnsson viðskiptafræðingur tekst á við þessa spurningu í fyrirlestri sínum. Hann ætlar að sýna fram á mikilvægi stefnumótunar til að viðhalda samkeppnishæfni fyrirtækja og kynnir fimm þrep sem nauðsynleg eru við að setja fyrirtækjum stefnu. Magnús deilir með okkur reynslu sinni og kemur með dæmi af fyrirtækjum sem hafa beitt þessari aðferð.
Árangur fyrirtækja byggir á hæfni stjórnenda í að horfa til framtíðar og hvetja starfsmenn til að ná árangri. Fyrirtæki þurfa sífellt að taka breytingum annars er hætt við að þau verði undir í samkeppninni. Þau fyrirtæki sem skynja mikilvægi stefnumótunar og starfa eftir metnaðarfullri framtíðarsýn eru líklegri en önnur til að byggja upp öfluga liðsheild og fara með sigur af hólmi í samkeppni.
Magnús Ívar er höfundur bókarinnar „Horft til framtíðar - stefnumótun í lifandi fyrirtæki“ sem kom út fyrir rúmum áratug, en þar fjallaði hann um þá strauma og stefnur í stefnumótun fyrirtækja. Frá því bókin kom út hefur bæst í reynslubankann hjá Magnúsi og hann mun deila með okkur nýrri reynslu og nýjum dæmum. Hvað hefur breyst og hvað virkar enn? Hvað greinir fyrirtæki sem ná árangri frá þeim fyrirtækjum sem sitja eftir?