Fjarfundur á Teams
Stefnumótun og árangursmat, Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Click here to join the meeting
Kynning og spjall um Heilsueflandi vinnustað
Gunnhildur Gísladóttir, Vinnueftirlitið
Ingibjörg Loftsdóttir, VIRK
Líney Árnadóttir, VIRK
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, embætti landlæknis
Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa undanfarna mánuði unnið að gerð viðmiða til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi. Verkefnið byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.
Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, auka heilsulæsi, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.
Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks m.a. með að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi. Allir ættu að geta haft hag af heilsueflingu á vinnustöðum og gæti hagur vinnustaðarins falist í minni kostnaði vegna færri fjarvista, veikindadaga og slysa meðal starfsfólks, aukinnar framleiðni og minni starfsmannaveltu.
Ávinningur starfsfólks er færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa og aukin vellíðan og starfsánægja. Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki eingöngu jákvæð áhrif á starfsfólkið heldur geta þeir einnig haft áhrif á fjölskyldu starfsfólks og samfélagið í heild.
Viðmiðin eru í prufukeyrslu eins og er en stefnt er að því að þau verði aðgengileg fyrir alla sem vilja nýta sér þau seinni part næsta árs.
Við ætlum að hafa stutta kynningu á verkefninu en þó aðallega spjall við þátttakendur. Nægur tími mun gefast fyrir spurningar og vangaveltur.