Veffundur Borgartún, Reykjavík
Stefnumótun og árangursmat, Innkaupa- og vörustýring, Góðir stjórnarhættir ,
Slóð á kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=xxilKROHPMg
Viltu koma með spurningu/-ar til fyrirlesara? Smelltu á þennan hlekk: https://app.sli.do/event/raps0swt og skráðu inn nafn viðburðar: Y361
Útbreiðsla Corona veirunnar (COVID-19) skekur nú heiminn og er áhrifa farið að gæta víða. Mikil óvissa ríkir um þróun næstu vikna og fyrirtæki því farin að undirbúa viðbragðsáætlanir til að vernda starfsfólk sitt og starfsemi. Áskorunin er að sjá fyrir fjárhags-, rekstrar- og heilsufarslega áhættu til að draga úr mögulegum afleiðingum á fyrirtæki og samfélagið í heild sinni.
Hversu djúpstæð áhrif COVID-19 verða er m.a. háð því hversu vel tekst að hemja útbreiðslu veirunnar, en gera má ráð fyrir að áhrifa muni gæta í rekstri flestra fyrirtækja. Til að mynda steðjar veruleg hætta að aðfangakeðjum fyrirtækja sem mikilvægt er að kortleggja, lágmarka þarf líkur á óæskilegum aðstæðum og mögulegum áhrifum og undirbúa félagið í samræmi við það. Til að geta brugðist sem best við óvissum aðstæðum sem þessum er algengt að fyrirtæki leggi mat á áhættu félagsins og geri viðhlítandi viðbragðsáætlanir.
Sigurvin Bárður Sigurjónsson er verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG, með áherslu á áhættustjórnun.
Benoit Cheron er sérfræðingur hjá ráðgjafarsviði KPMG, með áherslu á viðskiptaferla, sjálfbærni, ábyrgarfjárfestingar og áhættustjórnun.
Í ljósi aðstæðna verður þessi fundur haldinn á vefnum. Skráðir þátttakendur fá senda slóð til að tengjast.
Slóð á kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=xxilKROHPMg
Viltu koma með spurningu/-ar til fyrirlesara? Smelltu á þennan hlekk: https://app.sli.do/event/raps0swt og skráðu inn nafn viðburðar: Y361
Þú getur sett inn nafn eða komið með spurninguna nafnlaust. Fyrirlesararnir munu gera sitt besta til að svara spurningunum sem berast.