22. nóvember 2018 14:22
Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í Innovation House þar sem kynnt var Social Progress Imperative aðferðafræðin. Tækifæri leynast í SPI aðferðafræðinni þegar horft er til stefnumótunar sveitarfélaga og atvinnugreina út frá öðrum viðmiðum en fjárhagslegum. SPI eða Social Progress index - sem útleggst á íslensku sem vísitala félagslegra mælikvarða - er leið þar sem hægt er að skoða félagslega og umhverfislega þætti þegar kemur að innviðum samfélaga. Vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs. Farið var yfir einkenni verkfærisins og hvernig það nýtist í stefnumótun sem og hvernig hægt er að nýta það til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Fyrirlesarar voru þau Rósbjörg Jónsdóttir og Gunnar Haraldsson sem koma frá SPI á Íslandi (www.socialprogress.is /.org).
Við erum vön að mæla útgjöld í stað eiginlegrar útkomu. T.d. hversu miklu er varið til menntamála en ekki útkomuna. Maður mælir ekki til að mæla heldur mæla til að gera eitthvað. Hvernig er mælingin notuð?
Grunnþarfir: Hafa íbúar landsins nægilega fæðu og greitt aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu?
Grunnstoðir velferðar: Hafa allir aðgengi að menntastofnunum?
Tækifæri: Borgaraleg réttindi.
Mikil fylgni er milli efnahagslegrar velferðar og félagslegra framfara, sum lönd gera samt betur en önnur. Eftir því sem lönd eru ríkari eru félagslegar framfarir yfirleitt betri undantekning er þó Arabía. Costa Rica er einnig undantekning í hina áttina. Norðurlönd koma vel út. Árlega er þessi vísitala reiknuð út og mælikvarðainn frábær til að sjá stöðu á viðkomandi svæði. Þetta vekur hugmyndir að úrbótaverkefnum og mælikvarðinn styður við heimsmarkmið SÞ. Ríki hafa verið tekin út í USA og Indland. Gögnin eru sótt í sameiginlega pott og alltaf sami samanburðargrunnur. Fyrirtæki hafa nýtt mælitækið og Deloitte nýtir það til að fá mat á samfélögum.
Þegar farið er af stað í stefnumótun er mikilvægt að vita hver staðan er og forgangsraðað. Með heimsmarkmiðum SÞ er búið að forgangsraða.