Háskólinn í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat, ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun, Stjórn Stjórnvísi ,
Eins og þeir hafa uppgötvað sem kannað hafa samfélagsmiðilinn LinkedIn undanfarið, hefur notkun hans af hálfu íslenskra aðila stóraukist undanfarin ár. Gildir þá einu hvort það varðar starfsráðningar, öflun og viðhaldi tengsla, þekkingaröflun o.s.frv.
Í erindinu mun Jón Gunnar fara lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notaður, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans.
Að erindi loknu verður gert ráð fyrir umræðum en þá mun Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi taka þátt í umræðum og greina frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.
Jón Gunnar Borgþórsson er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, cand oecon í viðskiptafræði og er alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi. Hann er með víðtæka reynslu og hefur sinnt stjórnar og stjórnunarstörfum í fyrirtækjum, opinberum stofnunum og félagasamtökum. Stundað kennslu og leiðbeinendastörf, m.a. innan HÍ, HR, í endurmenntun HÍ, einkaskólum, og innan fyrirtækja og félagasamtaka.