Click here to join the meeting
Helga Hlín Hákonardóttir fjallar um helstu verkefni í fyrirtækjarekstri í kjölfar krísuástands, það sem fyrirtæki þurfa að endurskoða, endurskilgreina og aðlaga. S-in þrjú: stefna, skipulag og stjórnarhættir
Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, er lögmaður og ráðgjafi stjórna, fjárfesta og opinberra aðila og sinnir ráðgjöf, m.a. við endurskoðun á stefnu, skipulagi og stjórnarháttum fyrirtækja og opinberra aðila. Hún hefur annast lögfræðilega ráðgjöf við alþjóðlega samningagerð, skráningu á markað, fjármögnun, yfirtökur og samruna. Helga Hlín er héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur starfað í stjórnum um árabil, m.a. við innleiðingu góðra stjórnarhátta.