4. maí 2019 09:19
Fullbókað var á fund á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og framtíðarfræði um áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft.
Hér má nálgast glærur af fundinum
Það var framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Heimir Fannar Gunnlaugsson sem fór yfir áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.
Allt sem fólk upplifir í umhverfinu og fólk á samskipti við kallar Microsoft „Edge“. Stefna Microsoft er að ná utan um þessi samskipti í gegnum „ský“. Næsta skref í upplýsingatækni er óumflýjanlega „Skýið“. Sími allra er t.d. alltaf tengdur við skýið. Í dag standa allir með ákveðið tækifæri í höndunum og allir ættu að spyrja sig: „Hvernig get ég haft áhrif sem einstaklingur á mitt samfélag“. Í þeim aukna hraða sem er í dag þarf að taka fleiri ákvarðanir. Við þetta ræður maðurinn ekki og þannig kemur gervigreindin til sögunnar sem stuðningur við það sem við erum að gera.
En hvað er gervigreind? Það eru ákveðnir hlutir sem við vitum að við vitum og annað sem við vitum að við vitum ekki en það er það sem við vitum ekki að við vitum ekki sem sem veldur áhyggjum og þar kemur gervigreindin inn. Gervigreind bætir miklu við hvernig við tökum ákvarðanir. Myndbandið „Alfa“ á netinu sýnir hvernig gervigreindin kom með hugmyndir hvernig á að spila ákveðinn leik.
Heimir tók dæmi um bíla, þegar fyrstu bílarnir komu á markaðinn þá var manneskja látin ganga á undan honum til að ýta öðru fólki frá og passa upp á að enginn yrði fyrir slysi. Nú eru komnir bílar sem taka ákvarðanir sjálfir og hraðasektir munu úreldast. Ætti borgarlínan ekki að vera keyrð áfram af rafrænum 10 manna bílum sem eru sjálfkeyrandi? En gervigreind fylgja einnig ákveðnar áhættur. Gervigreindin hjálpar okkur að taka ákvarðanir út frá gögnum sem við gátum undir engum kringumstæðum haft aðgang að áður. Heimir tók dæmi um nokkur verkefni sem liggur fyrir að leysa: 1. Hvernig getum við hreinsað saltvatn og gert það drykkjarhæft 2. Hvernig er hægt að hjálpa fólki að verða ekki fyrir ótímabærum veikindum? Amazon spáir t.d. fyrir með gervigreind hvaða vörur hver þjóð ætlar að kaupa fyrir næstu jól – þeir sjá í dag fyrir hvað hver og einn ætlar að kaupa út frá ákveðnum auglýsingum.
En hver er raunveruleg staða í dag? Hvaða gögn er ég með og hvernig get ég gert eitthvað úr þeim? Að lokum kemstu á það þroskastig að þú færð niðurstöðu. 80% fyrirtækjastjórnenda telja að gervigreind muni hafa áhrif á þeirra rekstur. 4% þeirra eru núna að nota gervigreind til að einfalda sér lífið. Gríðarlega margt mun gerast á næstu árum. 20% stjórnenda fyrirtækja telja að fyrirtækin þeirra muni ekki verða fyrir áhrifum gervigreindar sem er ótrúlegt að mati Heimis. Gervigreindin mun stytta tíma allrar vinnslu og þar með lækka kostnað á allri þjónustu til viðskiptavinarins. Teningar eru í dag forneskja því þeir lýsa ástandi sem er ákúrat núna en gervigreindin hjálpar okkur að sjá hvað koma skal.