Skúlagata 4, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðun
Stefnumótun og árangursmat, ÖÖ: óvirkur: Opinber stjórnsýsla, Verkefnastjórnun,
Breytt og bætt verklag í Stjórnarráðinu
Stefnumótun - áætlanagerð - verkefnastjórnun - undirbúningur lagasetningar
Í lok ársins 2013 voru kynntar tvær nýjar handbækur um verklag í Stjórnarráði Íslands. Tilgangurinn með þeim er að bæta og samhæfa verklag starfsmanna.
Handbækurnar eru samræmdar að uppbyggingu og eiga að nýtast við skipulag ólíkra viðfangsefna. Þær eru ætlaðar til leiðbeiningar fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins og lagaðar að vinnuumhverfi þess en sú aðferðafræði sem þær endurspegla getur jafnframt nýst utan Stjórnarráðsins.
Um er að ræða handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð, handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið og nú er unnið að þeirri þriðju; handbók um lagasetningu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrri hluta árs 2014.
Héðinn Unnsteinsson, Sif Guðjónsdóttir og Steinunn Halldórsdóttir sérfræðingar í forsætisráðuneytinu ræða handbækunar, samhengi þeirra, tilurð og mögulega notkun fyrir félagsmenn og aðra áhugasama.
Staðsetning: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - fyrirlestrasalur jarðhæð - Skúlagötu 4
Nánari upplýsingar
Sjá frétt á vef forsætisráðuneytisins um nýjar handbækur um verklag http://www.forsaetisraduneyti.is/utgafur/handbaekur/
.