Landsnet Gylfaflöt 9, Reykjavík
Stefnumótun og árangursmat,
Hlekkur á viðburðinn er hér. "Culture eats strategy for breakfast" sagði hinn þekkti stjórnunarhugsuður Peter Drucker á sínum tíma, en þessi orð má túlka þannig að fyrirtækismenningin sé ávallt veigameiri áhrifaþáttur í árangri fyrirtækja, og að ef ekki er hugað að henni, þá séu stefnumótunarverkefni dæmd til að mistakast. Samt sem áður er það enn svo að menningin mætir yfirleitt afgangi þegar farið er í stefnumótun.
Hjá Landsneti var ákveðið að fara aðra leið og sameina menningu og stefnumótun og búa til nýja nálgun, þar sem menning er grundvallarþáttur í innleiðingu og leiðir stefnuna.
Þau Einar Snorri Einarsson og Maríanna Magnúsdóttir, sem leiða stefnumótun Landsnets segja okkur frá þessu spennandi verkefni.
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Landsnets, en honum verður einnig streymt gegnum fjarfundabúnað. Hlekkur á viðburðinn er hér.