Hús atvinnulifsins, Borgartúni 35 - 4. hæð
Stefnumótun og árangursmat,
Davið Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, fjallar um stefnumótun og innleiðingu stefnu - forsendur - eftirfylgni og árangur. Mikill fjöldi fyrirtækja innan SI hafa nýtt aðferðir Davíðs sem eru í senn hraðvirkar og árangursríkar.
.
Davíð hefur leitt stefnumótunarstarf Samtakanna um langt árabil og komið að stefnumótun í miklum fjölda ólíkra starfsgreina, allt frá hágreiðslu, tæknifyrirtæki og öðrum þjónustugreinum yfir í framleiðslugreinar s.s. í matvælaiðnað, mannvikjagreinum og áliðnaði. Þá hefur hann komið að stefnumótum á ýmsum fag- og samstarfssviðum sem tengjast starfsemi SI s.s. á sviðum nýsköpunar, klasa, skapandi greinum, ferðaþjónustu og hjá opinberum stofnunum og félagastarfsemi sem vinna í tengslum við iðnaðinn. Mikill fjöldi fyrirtækja innan SI, þar á meðal hraðvaxandi fyrirtæki á tæknisviðum, hafa einnig nýtt aðferðir Davíðs sem eru í senn hraðvirkar og árangursríkar.
.
Davíð er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hann er B.Sc í véla- og iðnaðarverfræði frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet. Davíð starfaði sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og upplýsingatækni hjá KPMG í Kaupmannahöfn um fimm ára skeið, hefur síðan starfað í íslenskum iðnaði fyrst hjá FÍI og síðan hjá Samtökum iðnaðarins frá stofnun þeirra 1993. Davíð hefur skipulagt og haldið fjölda fyrirlestra meðal annars um þróunarmál og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja, gæðastjórnun, straumlínustjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Auk þess hefur Davíð komið að námskeiðahaldi um gæðastjórnun á vegum Endurmenntun Háskóla Íslands þriðja áratug sem njóta stöðugra vinsælda.