Capacent, Ármúli 13, 108 Reykjavík Ármúli, 108 Reykjavík, Ísland
Stefnumótun og árangursmat,
Íslensk fyrirtæki eiga samkvæmt rannsóknum langt í land þegar kemur að markvissri innleiðingu stefnumótunar. Þá vill oft gleymast hversu rík áhrif fyrirtækja menningar eru þegar kemur að innleiðingu. Greining og skilningur á þeim viðhorfum á þeirri menningu sem ríkir innan fyrirtækisins er lykilatriði hnökralausrar innleiðingar.
.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir fjallar um niðurstöður rannsókna Capacent á innleiðingu stefnu hjá íslenskum fyrirtækjum og hvaða þættir ráða úrslitum þegar kemur að innleiðingu.
.
Efnisþættir í kynningu:
Forsendur góðrar stefnu
Hvernig tryggjum við að menning fyrirtækisins styðji við stefnuna?
Þátttaka starfsmanna í stefnumótun og eftirfylgni
.
Miðvikudagur 20. nóvember 2013, kl. 8:45 - 9:45 hjá Capacent í Ármúla 13
.
Þórdís er ráðgjafi hjá Capacent, hún hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja. Þórdís hefur verið í stjórnum fyrirtækja í mörgum löndum og einnig verið stjórnarformaður í skráðu félagi. Þá var hún lektor í HR og kenndi m.a. stjórnun og stefnumótun. Þórdís er með MBA frá Vlerick Business School. Meðal sérsviða Þórdísar eru stefnumótun, innleiðing stefnu og breytingastjórnun.
.