Kolibri Borgartún 26, 5hæð
Stefnumótun og árangursmat, Breytingastjórnun,
Ef þú vilt gera stjórnendur og starfsmenn í þínu fyrirtæki samstíga, skapa forsendur fyrir valddreifingu og teymisvinnu en halda aga á framkvæmdinni, þá er Objectives & Key Results (OKR) eitthvað sem þú ættir að skoða.
OKR er einfalt kerfi til að setja skýr, sýnileg og mælanleg markmið fyrir fyrirtækið, hópa innan þess og jafnvel einstaklinga.
Á fundinum fjallar Baldur Kristjánsson, ráðgjafi og teymisþjálfari hjá Kolibri um hvernig OKR varð til innan Google, hvernig OKR markmið eru sett, hvernig þau eru innleidd og þeim fléttað inn í dagleg störf fyrirtækis eða stofnunar. Í fyrirlestrinum er farið yfir fjölda hagnýtra ráða og hvað ber að varast.