Click here to join the meeting
Dagskrá:
09:00-09:05 Sigurður Arnar Ólafsson stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum sem verður á Teams.
09:05-09:35 Friðrik G. Guðnason frá Landsbankanum segir frá því hvernig staðið var að gerð stefnunnar „Landsbanki nýrra tíma“ árið 2020 en ekki síður hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í kjölfarið. Hann mun kynna ýmsar praktiskar aðferðir, verklag og lausnir tengdar breytingastjórnun sem Landsbankinn hefur nýtt sér til að innleiða stefnuna á sem skilvirkastan hátt í sinni starfsemi. Um er að ræða mjög áhugaverða nálgun og spennandi að sjá hvað af þeim aðferðum sem Landsbankinn nýtir geta gagnast okkur í faghópnum, jafnvel strax, við breytingastjórnun í okkar fyrirtækjum.
09:35 – 09:45 Umræður og spurningar
Um fyrirlesarann:
Friðrik G. Guðnason er í dag aðstoðarmaður bankastjóra Landsbankans ásamt því að sinna starfi sem forstöðumaður Stefnumótunar og ferla. Hann hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2006, fyrstu árin sem verkefnastjóri en frá 2013 sem forstöðumaður ólíkra eininga sem allar hafa það sammerkt að tengjast breytingastjórnun á einn eða annan hátt. Síðast var hann forstöðumaður Högunar en þar var hann í forsvari fyrir ferlastjórnun, gæðastjórnun, verkefnastofu, tæknihönnun, skjalastjórnun og samningastjórnun bankans.
Áður en Friðrik hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Hugviti/GoPro 1998-2006, fyrst við hugbúnaðargerð og síðar sem hópstjóri sérlausna, deildarstjóri veflausna og síðustu árin sem þróunarstjóri.