13. september 2019 10:24
Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í dag fjölmennan fund í ISAVIA þar sem þeir Pálmi Freyr Randversson og Brynjar Vatnsdal fjölluðu um þróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar til framtíðar og áætlanir sem unnar eru til lengri og styttri tíma. Einnig hvernig stefnumótun Isavia endurspeglast í þróunar- og uppbyggingaráætlunum Keflavíkurflugvallar og hvernig áætlanir flugvallarins hafa áhrif á stefnumótun félagsins.
Gildi ISAVIA eru öryggi, samvinna og þjónusta og snerti ISAVIA 10 milljónir farþega sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll 2018. ISAVIA er í samkeppni við aðra flugvelli í Evrópu og er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Fjórtán hundruð manns starfa hjá ISAVIA þar af 280 hjá dótturfélögum. ISAVIA er með starfsstöðvar um allt land og halda utan um alla flugvelli á Íslandi. Ísland er með eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims 5,4milljónir ferkílómetra. Árið 2018 voru yfir 700 þúsund farþegar árið 2018 innanlands. Starfsemi hefur vaxið gríðarlega á síðasta ári. Heildarfjöldi beinna starfa tengt Keflavíkurflugvelli eru 8000, fyrir hverja 10% aukningu í flugtengingum eykst þjóðarframleiðsla um 0,5%. Um 19.700 störf eru tengd flugvöllum á Íslandi. ISAVIA gaf út þróunaráætlun, masterplan fyrir flugvöllinn 2014 sem er breytt í takt við stækkun flugvallarins. Árið 2014 var farið í hönnunarsamkeppni sem hjálpar til við að mæta auknum fjölda farþega og leggur línurnar fyrir að flugstöðin stækki á allan hátt þ.e. flugbrautir o.fl. Einnig var unnin umhverfisáætlun til framtíðar um sjálfbæra þróun flugvallarins. Með þróunaráætlun til 2040 er búið að leggja línurnar og allir vita í hvaða átt er verið að fara. Alltaf er verið að horfa til lengri tíma og valkosti innan þróunaráætlunarinnar.Mikil vinna hefur verið unnin í að skilgreina stefnu ISAVIA í hönnun þar sem sett er stefna um hvernig hönnun, stemming og upplifun flugstöðin á að halda. Nýjar reglugerðir kalla á stækkun flugvallarins á biðsvæðum.