Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík Skógarhlíð, Austurbær Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat, Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Hinrik Sigurður Jóhannesson ráðgjafi hjá Hagvangi heldur erindi um Orkustjórnun og sögð verður reynslusaga frá Endurhæfingargeðdeild Landspítala þar sem aðferðin hefur verið notuð.
Tækniframfarir, aukinn hraði, kreppa og niðurskurður hafa gert það að verkum að kröfur til vinnandi fólks hafa stóraukist undanfarinn áratug. Stundaskrá flestra er fullbókuð, linnulaust áreiti dynur á úr öllum áttum, athyglin hefur tilhneigingu til að vera alls staðar og hvergi og skilin milli vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari.
Orkustjórnun sækir í þekkingarbrunn rannsókna á afburðaframmistöðu, sem koma meðal annars úr sálfræði, lífeðlisfræði, mannauðsstjórnun og íþróttafræði. Hún gengur út á að gera einfaldar en áhrifamiklar breytingar á hegðun og hugarfari til að endurheimta stjórn á lífinu, og bæta þannig frammistöðu í starfi samhliða því að auka svigrúm til að sinna eigin heilsu og velferð.
Kl. 8.30 morgungrautur og hressing
Kl. 8.45 Hvað er eiginlega þessi Orkustjórnun? Hinrik Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Hagvangi
Kl. 9.05 Manda Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild Landspítala
Kl. 9.25 Spurningar og umræður
Kl. 9. 40 Lok