Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu. (Aðalfundur faghóps stefnumótunar og árangursmats)

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting? Hvers vegna ættu fyrirtæki að taka aðferðafræðina upp? Hvað þarf að vera til staðar til að árangur náist?

Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf., lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallar lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Á þessum fundi ætlar Axel að segja okkur frá rannsókninni og gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Aðalfundur faghópsins verður haldinn eftir fyrirlesturinn.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu.

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting var yfirskrift fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats hjá Össur í morgun.

Fyrirlesari var Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf.  Axel Guðni lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallaði lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Í erindi sínu sagði Axel frá rannsókninni og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Rannsóknina má nálgast á Skemmu.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Axel nefndi að gott dæmi um fyrirtæki sem hefur fundið taktinn sinn væri Ölgerðin sem gerir upp 3svar á ári þ.e. eftir árstíðunum sínum.  Axel kynnti módelið sem byggist á 12 grunngildum 1.tilgangur 2.gildi 3.gegnsæi, 4.skipulagning 5.sjálfsæði 6.viðskiptavinurinn 7.taktur 8.markmið 9.áætlanir og spár 10.auðlindir 11.frammistöðumat og 12.umbun.

Í rannsókn sinni leitaðist Axel við að svara spurningunni: Hver eru einkenni skipulagsheilda sem hafa innleitt Beoynd budgeting að fullu? Beyond budgeting er meira en stjórnunarlíkan, heldur frekar hugtak.  Aðferðafræðin er stjórnunarlíkan sem byggir á aðlögunarfærum rekstrarferlum sem eru í samræmi við valddreifð leiðtogagrunngildi.  Í Beyond Budgeting er allt mjög sýnilegt.  Þau fyrirtæki sem vinna með allt módelið eru að standa sig mjög vel.  Valddreifing er megin forsendan. Módelið hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir og það er hugarfar stjórnandans sem oftast hindrar góða innleiðingu.  Hugarfarið á toppnum verður að vera rétt. Goritex er dæmi um fyrirtæki þar sem starfsmenn kjósa sér forstjóra og engin eining má verða stærri en 300 starfsmenn. Þar sem fyrirtæki eru mjög ólík þarf að hanna ferlin í samræmi við fyrirtækin sjálf ekki einungis fara eftir grunngildunum.  BB telst innleitt þegar skipulagsheild hefur hafið vegferð að ákveðnu hugarfari og samræmi er á milli þess hugarfars og þeirra rekstrarferla sem skipulagsheildin notar.  Niðurstöður Axels varðandi innleiðingu var sú að í fyrsta lagi átti leiðtogar sem hafa áttað sig á að þau vandamál við stjórnun skipulagsheildar sem þeir eru að reyna að leysa eru í raun einkenni stærra vandamáls, skoða þarf alltaf orsakir vandamála fyrst.  Í öðru lagi að æðstu stjórnendur séu þátttakendur.  Til að breyta hegðun fólks eru þrjár aðferðir þekktar: 1. Beita valdi 2. Sannfæra 3. Hjálpa fólki að upplifa breytingar og með því mælir aðferðafræðin.   Annað sem kom í ljós var að stjórnkerfið sem sett er upp hefur áhrif á menninguna.  Persónuleg hugarfarsbreyting stjórnenda er risastórt atriði við BB innleiðingar en lítið sem ekkert minnst á það í fræðunum. Innleiðing á BB er ekki áfangastaður heldur vegferð og aðferðir/ferlar sem eru sífellt að breytast á meðan aðferðafræðin sjálf helst óbreytt. 

Tengdir viðburðir

Samkeppnisaðgreining á fjármálamarkaði

Nánar síðar.

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Eldri viðburðir

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Ath! breytt tímasetning Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

🚨BREYTT TÍMASETNING: Vinnustofa með Lisu Bloom 6. febrúar
Kæru þátttakendur á vinnustofunni með Lisu Bloom,
Veðrið er hverfult og máttugt á Fróni og nú hefur yfirvofandi stormur haft áhrif á ferðatilhögun Lisu til landsins.
Hún átti að koma seinni partinn í dag en flugið hennar var fellt niður þannig að hún kemur ekki fyrr en á morgun. Eins og málin standa núna göngum við út frá því að það muni ganga samkvæmt áætlun, en við þurfum að byrja vinnustofuna kl.18 í stað 16 eins og auglýst var.
Vinnustofan fer fram í stofu M215 í Opna háskólanum í HR.
Boðið verður upp á samlokur, drykki, kaffi og nasl svo við höfum orku til að sitja og læra með Lisu frameftir kvöldi.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Þjónustumiðstöð Almannavarna: hin stöðuga hringrás stefnumótunar

Streymi frá viðburði.

Þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað sem valda mikilli samfélagslegri röskun stofnar ríkislögreglustjóri tímabundið þjónustumiðstöð Almannavarna. Það er gert samhliða rekstri samhæfingarstöðvar sem stýrir samhæfingu almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og í samræmi við viðeigandi viðbragðsáætlun.

Verkefni þjónustumiðstöðvarinnar fela í sér tímabundinn stuðning við þau sem þurfa að takast á við afleiðingar tiltekins atburðar eða áfalls, hvort sem það eru íbúar, sveitarstjórnir eða starfsfólk sveitarfélaga. Hin stöðuga hringrás stefnumótunar þarf að eiga sér stað í samstarfi þjónustumiðstöðvarinnar við fólk á áhrifasvæðinu sem sinnir stuðningi við íbúa, bæði til lengri og skemmri tíma. Óvissuþátturinn er stór, sér í lagi þegar náttúruhamfarir standa yfir í lengri tíma með tilheyrandi áhrifum og regluleg þarfagreining því mikilvæg til að viðhalda yfirsýn. Kynnt verður starfsemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga sem leiddu til rýmingar Grindavíkurbæjar 10. nóvember fyrir rúmu ári síðan.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir fagstjóri endurreisnar og fræðslu mun fara yfir með okkur hvernig Almannavarnir vinna sína stefnumörkun, mæla árangur og draga lærdóm af viðbrögðum síðustu ára. 

Staðfundurinn er í fundarherberginu Sölvhólsvör á 1. hæð innviðaráðuneytisin, Sölvhólsgötu 7, gengið inn frá Ingólfsstræti. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?