Stefnumótun og árangursmat

Stefnumótun og árangursmat

Markmið hópsins er að auka þekkingu á öllum þáttum stefnumótunar með því að miðla fræðilegri þekkingu og reynslu fyrirtækja og stofnana. Stefnumótun er allt það ferli sem snýr að mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingum. Stefnur eru ólíkar varðandi innihald, formlegheit, framsetningu og hve ítarlegar þær eru. Umfjöllunarefni faghópsins verður því hin stöðuga hringrás stefnumótunar sem miðar að auknum árangri og samkeppnishæfni fyrirtækja, stofnana og samfélagsins í heild.

Faghópurinn fær fyrirlesara eða stendur fyrir heimsóknum til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari fjallar um afmarkað efni, segir frá aðferðum og reynslu sinni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn stendur einnig fyrir morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða virta aðila utan Stjórnvísi. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana, fólk í stjórnum fyrirtækja, millistjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á stefnumótun og árangursstjórnun.

Viðburðir á næstunni

Þjónustumiðstöð Almannavarna: hin stöðuga hringrás stefnumótunar

Þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað sem valda mikilli samfélagslegri röskun stofnar ríkislögreglustjóri tímabundið þjónustumiðstöð Almannavarna. Það er gert samhliða rekstri samhæfingarstöðvar sem stýrir samhæfingu almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og í samræmi við viðeigandi viðbragðsáætlun.

Verkefni þjónustumiðstöðvarinnar fela í sér tímabundinn stuðning við þau sem þurfa að takast á við afleiðingar tiltekins atburðar eða áfalls, hvort sem það eru íbúar, sveitarstjórnir eða starfsfólk sveitarfélaga. Hin stöðuga hringrás stefnumótunar þarf að eiga sér stað í samstarfi þjónustumiðstöðvarinnar við fólk á áhrifasvæðinu sem sinnir stuðningi við íbúa, bæði til lengri og skemmri tíma. Óvissuþátturinn er stór, sér í lagi þegar náttúruhamfarir standa yfir í lengri tíma með tilheyrandi áhrifum og regluleg þarfagreining því mikilvæg til að viðhalda yfirsýn. Kynnt verður starfsemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga sem leiddu til rýmingar Grindavíkurbæjar 10. nóvember fyrir rúmu ári síðan.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir fagstjóri endurreisnar og fræðslu mun fara yfir með okkur hvernig Almannavarnir vinna sína stefnumörkun, mæla árangur og draga lærdóm af viðbrögðum síðustu ára. 

Staðfundurinn er í fundarherberginu Sölvhólsvör á 1. hæð innviðaráðuneytisin, Sölvhólsgötu 7, gengið inn frá Ingólfsstræti. 

 

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

Samkeppnisaðgreining á fjármálamarkaði

Nánar síðar.

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Fréttir

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Stjórn

Soffía Haraldsdóttir
Verkefnastjóri -  Formaður - First Class
Bjarki Jóhannesson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Bravo
Einar S Einarsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Landsnet
Hanna Dóra Hólm Másdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Innviðaráðuneytið
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?