Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi. Eiðistorg, Reykjavik, Ísland
Stefnumótun og árangursmat,
Farið verður yfir grunnhugmyndir að samræmdum upplýsingum sem skýra hlutverk og árangur opinberra stofnana og verkefna.
Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu og Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnandi hjá Sjúkratryggingum Íslands, ræða hugmyndir sínar. Þau hafa bæði langa reynslu sem stjórnendur og ráðgjafar hjá hinu opinbera.
Opin umræða verður um hugmyndirnar. Við leitum að svari við spurningunni: "Hver er eðlileg og nauðsynleg krafa til opinberra aðila um samræmdar upplýsingar um hlutverk og árangur til að hægt sé að meta hversu vel eða illa verið er að nýta opinbert fé út frá lögboðnu hlutverki?"
Meðfylgjandi undir "ítarefni" er skýrsla Þorvaldar um "Samræmt yfirlit um hlutverk og árangur í ríkisrekstri". Á fundinum verður sérstaklega ræddar hugmyndirnar um yfirlitið, sbr. bls. 6-12."