Teams
Stefnumótun og árangursmat, ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun, ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði, ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði,
Click here to join the meeting
Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers mun leiða ykkur í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og segja frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er aðeins boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams.