Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Click here to join the meeting
Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers mun leiða ykkur í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og segja frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

 Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er aðeins boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams.

Click here to join the meeting

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Tengdir viðburðir

Þjónustumiðstöð Almannavarna: hin stöðuga hringrás stefnumótunar

Þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað sem valda mikilli samfélagslegri röskun stofnar ríkislögreglustjóri tímabundið þjónustumiðstöð Almannavarna. Það er gert samhliða rekstri samhæfingarstöðvar sem stýrir samhæfingu almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og í samræmi við viðeigandi viðbragðsáætlun.

Verkefni þjónustumiðstöðvarinnar fela í sér tímabundinn stuðning við þau sem þurfa að takast á við afleiðingar tiltekins atburðar eða áfalls, hvort sem það eru íbúar, sveitarstjórnir eða starfsfólk sveitarfélaga. Hin stöðuga hringrás stefnumótunar þarf að eiga sér stað í samstarfi þjónustumiðstöðvarinnar við fólk á áhrifasvæðinu sem sinnir stuðningi við íbúa, bæði til lengri og skemmri tíma. Óvissuþátturinn er stór, sér í lagi þegar náttúruhamfarir standa yfir í lengri tíma með tilheyrandi áhrifum og regluleg þarfagreining því mikilvæg til að viðhalda yfirsýn. Kynnt verður starfsemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga sem leiddu til rýmingar Grindavíkurbæjar 10. nóvember fyrir rúmu ári síðan.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir fagstjóri endurreisnar og fræðslu mun fara yfir með okkur hvernig Almannavarnir vinna sína stefnumörkun, mæla árangur og draga lærdóm af viðbrögðum síðustu ára. 

Staðfundurinn er í fundarherberginu Sölvhólsvör á 1. hæð innviðaráðuneytisin, Sölvhólsgötu 7, gengið inn frá Ingólfsstræti. 

 

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

Samkeppnisaðgreining á fjármálamarkaði

Nánar síðar.

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Eldri viðburðir

„Allt annað líf!“ - Vegferð SÁÁ að stefnumiðaðri stjórnun

Join the meeting now

Í þessu erindi mun Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, fjalla um hvernig stefnumörkun með samvinnu grasrótar og heilbrigðisstarfsmanna hefur leitt þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni á undanförnum árum.

SÁÁ eru almannaheillasamtök sem reka heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra.  Samtökin eru grasrótarsamtök og byggðu upp lífsnauðsynlega þjónustu á tímum þar sem lítil sem engin þekking , áhugi eða þjónustuframboð var fyrir fólk með fíkn.  Á undanförnum árum hefur SÁÁ farið í gegnum mikið umrót og kynslóðaskipti  á sama tíma og tekist hefur verið á við miklar breytingar í samfélaginu varðandi neyslu áfengis og vímuefna og ákalli um meiri, aukna og fjölbreyttari þjónustu.  

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Fundurinn er haldinn í Innovation House á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Gengið er inn á Eiðistorg - upp á 2.hæð - beint á móti Bókasafni Seltjarnarness er hurð og þar er gengið upp á 3.hæð inn í Innovation House. Hindranir í vegi aukins árangurs og betri ákvarðana liggja nánast undantekningarlaust í huga okkar, hvort sem um er að ræða rangar og oft ómeðvitaðar forsendur, gallaða mælikvarða, sálrænar hömlur eða skaðlegar reglur eða ferla. Til að brjótast út úr stöðnuðu umhverfi er nauðsynlegt að finna og uppræta þessar hindranir. Eitthvert öflugasta tólið til þess er röklegt umbótaferli (Logical Thinking Process) og með tilkomu gervigreindarinnar er notkun þess nú aðgengileg langtum fleirum en áður.

Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og les valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Röklegt umbótaferli er kerfismiðuð aðferð til að taka vandaðar ákvarðanir og greina og leysa erfið og viðvarandi vandamál innan fyrirtækja og stofnana með skýra röklega hugsun að vopni.

Þessi bók er að miklu leyti byggð á fyrri bók Þorsteins, „From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“ sem kom út árið 2020. Um þá bók segir Jón Torfi Jónasson prófessor emeritus við H.Í.: „Ritið vísar stjórnendum til skynsamlegra lausna í glímu við vandamál sem í fyrstu virðast ill-leysanleg. Þorsteinn lýsir vel öguðu þrepskiptu verkferli röklegrar greiningar sem dregur fram eðli vandans hverju sinni. Góð tengsl við raunhæf dæmi í megintexta og viðauka gagnast lesanda í stjórnunarstarfi afar vel. Nálgun Þorsteins er bæði frumleg og skýr og jafnframt raunhæf og spennandi.“

Í bókinni rekur Þorsteinn ýmis dæmi um beitingu röklegs umbótaferlis og síðasti hluti bókarinnar er helgaður gervigreindinni og því hvernig beita má henni til að hraða og bæta ákvarðanatöku.

 

Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 
Um staðfund er að ræða. Ekki verður streymt frá fundinum.

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

GOOD GOOD markmiðasetning, teymisvinna og strategía unnin í OKR's (objective & key results) umhverfinu - innblásið af Intel og Google

Join the meeting now

GOOD GOOD er íslenskt vaxtafyrirtæki með 16 starfsmenn, þ.a. 7 í Bandaríkjunum. Á örfáum árum hefur GOOD GOOD hasslað sér völl sem eitt mest ört vaxandi smyrjufyrirtæki í Bandaríkjunum og fást verðlaunaðar og annálaðar vörur fyrirtækisin í um 6000+ verslunum þar í landi. Í þessu erindi mun Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri GOOD GOOD, fjalla um hvernig markmið og stefnumörkun GOOD GOOD hafa verið knúin áfram með OKR's þar sem starfsólk, tekur virkan þátt í mótun á snjöllum markmiðum og mælanlegum árangri.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?