Stefnumótun út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið 65 undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart öllum 17 yfirmarkmiðunum. Hér gefst tækifæri til þess að kynnast stefnumótun og aðferðafræði stjórnvalda þegar kom að því að velja forgangsmarkmið og hvernig sú vinna getur gagnast fyrirtækjum og stofnunum til að innleiða Heimsmarkmiðin.

Nánari bakgrunnsupplýsingar má finna á: heimsmarkmidin.is.

Fyrirlesarar: Fanney Karlsdóttir frá forsætisráðuneytinu og Herdís Helga Schopka frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

 

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Búum til betri heim fyrir alla

Faghópar um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja buðu Stjórnvísifélögum í Innovation House í morgun þar sem umræðuefnið var „Stefnumótun út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna“.  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið 65 undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart öllum 17 yfirmarkmiðunum. Tilgangur fundarins var að gefa félögum tækifæri til þess að kynnast stefnumótun og aðferðafræði stjórnvalda þegar kom að því að velja forgangsmarkmið og hvernig sú vinna getur gagnast fyrirtækjum og stofnunum til að innleiða Heimsmarkmiðin. Nánari bakgrunnsupplýsingar um Heimsmarkmiðin er að finna á: heimsmarkmidin.is. Fyrirlesarar voru Fanney Karlsdóttir frá forsætisráðuneytinu og Herdís Helga Schopka frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Fanney sagði markmiðin snúa m.a. að menntun fyrir alla, góðan hagvöxt o.fl.  Markmiðin hafa samverkandi áhrif og einnig mótverkandi. Búið er stofna verkefnastjórn um heimsmarkmiðin en hana skipa aðilar frá öllum ráðuneytum, Hagstofunni, SÍS og einnig er ungmennaráð.   Nýja menntastefna Íslands er tengd Heimsmarkmiðunum sem og umhverfisstefnan.  Kópavogsbær skilgreinir sig algjörlega í samræmi við Heimsmarkmiðin sem og Snæfellsnes.  Skátarnir setja fram allt sitt efni í samræmi við Heimsmarkmiðin.  Isavia og Mannvit eru dæmi um fyrirtæki sem máta Heimsmarkmiðin við núverandi markmið og mælikvarða.  Ábyrg ferðaþjónusta er einnig að tengja sig við Heimsmarkmiðin.  Fanney sagði að allir ættu að geta innleitt Heimsmarkmiðin. 

Herdís Helga Schopka ræddi hversu mikilvægt er að byrja á verkefnum sem snúa að rótinni t.d. fátækt og jafnrétti.  Umhverfis-og auðlindaráðuneytið var ráðlagt að skoða hvert og eitt markmið fyrir sig og máta það við ráðuneytið.  Áður en byrjað er að taka ákvarðanir þá voru skilgreind viðmið.  Þau eru ekki að forgangsraða yfirmarkmiðunum 17 heldur undirmarkmiðum.  Hægt er mæla undirmarkmið í átt að aðalmarkmiðum og þannig sjá hvernig gengur.  Ef ekki er hægt að mæla er ómögulegt að sjá hvernig gengur. Notuð var SMART aðferðin. Mikið var um fyrirspurnir bæði á meðan fundi stóð og eins í lokin. Fundurinn var einstaklega upplýsandi og áhugaverður. 

 

Tengdir viðburðir

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

Eldri viðburðir

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu

Join the meeting now

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands

Hlekkur á viðburð  

Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Ath! breytt tímasetning Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

🚨BREYTT TÍMASETNING: Vinnustofa með Lisu Bloom 6. febrúar
Kæru þátttakendur á vinnustofunni með Lisu Bloom,
Veðrið er hverfult og máttugt á Fróni og nú hefur yfirvofandi stormur haft áhrif á ferðatilhögun Lisu til landsins.
Hún átti að koma seinni partinn í dag en flugið hennar var fellt niður þannig að hún kemur ekki fyrr en á morgun. Eins og málin standa núna göngum við út frá því að það muni ganga samkvæmt áætlun, en við þurfum að byrja vinnustofuna kl.18 í stað 16 eins og auglýst var.
Vinnustofan fer fram í stofu M215 í Opna háskólanum í HR.
Boðið verður upp á samlokur, drykki, kaffi og nasl svo við höfum orku til að sitja og læra með Lisu frameftir kvöldi.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?