Höfðatorg, Katrínartún 2 - 4. hæð
Stefnumótun og árangursmat,
RB sérhæfir sig í hugbúnaðar- og tækniþjónustu fyrir íslensk fjármálafyrirtæki.
Fyrirtækið hefur á undanförnum misserum farið í gegnum viðamiklar breytingar og má þar helst nefna að í janúar 2011 varð félagið hlutafélag auk þess sem það keypti meirihluta eigna Teris í janúar 2012. Samhliða þessu hefur starfssemin breyst heilmikið með nýjum áherslum, forstjóra og stjórnendum.
Friðrik Þór Snorrason forstjóri mun fara yfir stefnumótun RB, ferlið og áherslurnar. Sigurður Örn Gunnarsson þjónustustjóri RB mun síðan fjalla um innleiðingu stefnu og þá aðferðafræði sem RB hefur tileinkað sér, 4DX eða 4 Disciplines of Execution (frá Franklin Covey).