Hádegismóum 4 Hádegismóar, Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Þekkingarsamfélagið KOMPÁS hefur byggst upp á síðustu árum og þar er miðlað hagnýtum upplýsingum til að auka framleiðni, hagræðingu og starfsánægju innan skipulagsheilda. KOMPÁS byggir á þeirri staðreynd að þekking verður verðmætari eftir því sem hún er aðgengilegri.
Björgvin Filippusson mun í erindi sínu stikla á stóru um uppbyggingu þekkingarsamfélagsins og segja frá helstu niðurstöðum umfangsmikillar greiningarvinnu sem unnin var í samstarfi við fjölda aðila og liggur að baki KOMPÁS þekkingarsamfélaginu.
KOMPÁS - fræðslu- og þekkingarsamfélagið snýst um faglega stjórnun, miðlun þverfaglegrar þekkingar, samfélagslega ábyrgð og það hvernig ólíkir aðilar innan atvinnulífsins geta notið mikils ávinnings af samstarfi. Aðilar að KOMPÁS geta aukið samkeppnishæfni sína og unnið saman innan þekkingarsamfélagsins þó þeir kunni að vera í samkeppni á öðrum vettvangi. Nálgun KOMPÁS á viðfangsefninu virðist ekki eiga sér hliðstæðu og með virkri þátttöku innan samfélagsins má skapa íslensku atvinnulífi forskot.
Fundurinn verður haldinn í Hádegismóum 4 (sama hús og Morgunblaðið) 17.október frá kl.08:30-10:00