Stefnumótun og árangursmat, Gæðastjórnun og ISO staðlar, Innkaupa- og vörustýring, Breytingastjórnun, Góðir stjórnarhættir , Leiðtogafærni,
Click here to join the meeting
Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.
‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess.
‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’
Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.
Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.
Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!
Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.