FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft Ísland leiðir okkur í allan sannleika um það hvernig tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í höfuðstöðvum Microsoft á Íslandi í Borgartúni.  Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft fjallaði á hressilegan hátt um hvernig  tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Ragnhildur hóf fyrirlestur sinn á því hvað allir væru uppteknir í að klára verkefni dag frá degi og síðan bíður heimilið og annað og því gleymum við stundum að líta á mikilvæga hluti sem eru að breytast.   Sama hversu öflug og gáfuð við erum þá megum við ekki gleyma að aðlagast. Tæknibyltingin er óumflýjanleg, ætlarðu að vera með eða ekki?.  Ef horft er á mannkynssöguna þá höfum við þróast hægt en stöndum nú á brún þar sem ógnvænleg breyting mun eiga sér stað. Margir vilja ekki horfast í augu við þetta en meira og minna allir eru með öpp og eru að fá upplýsingar um t.d. hve mörg skref við höfum gengið, hvar hundurinn okkar er og búið er að framleiða ísskapa sem vita hvað er til í þeim og geta pantað það sem vantar í þá.  Ragnhildur sýndi stutt myndband:  „What is digital transformation?“.  Könnun PWC frá 2 árum síðan sýnir að það sem er mest aðkallandi í þeirra fyrirtækjum að huga að er að vera í takt við tímann og fylgja stafrænni byltingu.  Tæknin er það sem flestir segja að skipti öllu máli, óháð atvinnugeira.  Allar atvinnugreinar eru að fjárfesta verulega í stafrænni byltingu.  Í dag sætta viðskiptavinir sig ekki við langan biðtíma, ekkert lengra en 2 vikur.  Skýið er jafn óumflýjanlegt og að þessi tæknibylting sé að eiga sér stað.  Með tilkomu skýjalausna mun verða 30% lækkun kostnaðar vegna bættra ferla.  Þúsaldarkynslóðin er alin upp við að vera alltaf tengd tækninni en þetta eru þeir sem eru 35 ára og yngri.  Þau eru alltaf tengd tækninni og tæknideild ekki alltaf búin að samþykkja þá tækni sem þau eru að nota.  Þessir starfsmenn tilheyra 2x fleiri vinnuteymum nú en þeir gerðu fyrir fimm árum.   41% starfsmanna segjast nota smáforrit í símanum sínum til að vinna vinnuna sína.  En hverju þurfa fyrirtæki að huga að?  Hjálpa samvinnu innan fyrirtækja og auðvelda aðgengi gagna.  Gervigreind er að koma inn að fullu.  En hvernig er Microsoft að huga að framtíðinni? Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar á undanförnum 4 árum.  Forstjóri Microsoft er búinn að leiða þá breytingu sem búin er að eiga sér stað.  Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki þá er markmiðið að efla alla.  Hann á son sem er fatlaður og hann vill að allir geti nýtt sér tæknina.  Microsoft er með þá stefnu að ráða a.m.k. 1% allra starfsmanna sem eru fatlaðir.  Til að geta þjónað viðskiptavininum vel þá þurfa starfsmenn að endurspegla viðskiptavininn.  Öll fyrirtæki og stofnanir viða að sér gríðarlegu magni upplýsinga.  Einungis 1% er verið að greina af öllum þessum upplýsingum.  Allar þessar upplýsingar t.d. upplýsingatæknirekstur, viðskiptamenn, starfsmenn, einungis 1% er greint.  Enginn hefur tíma til að greina upplýsingarnar.  Það sem mun skera úr um hverjir muni skora fram úr í framtíðinni eru þeir sem greina gögnin sín.

Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar.  Búið er að skipta niður öllu sem þarf að gera til að ná raunverulegum árangri í stafrænni byltingu.  Það þarf að efla starfsfólk og vera í góðu sambandi við viðskiptavini til að nýta þær upplýsingar til hagsbóta. Það þarf að hagræða í rekstri og það er engin ein leið til að byrja.  Hvað getum við gert fyrir okkar starfsfólk til að þeim gangi betur.  Office 365 er gríðarlega vannýtt.   Flestir eru einungis að nota ritvinnsluna og skjalavinnsluna.  Fæstir að nota skjalavistun og utanumhald, samskipti, netspjall, fundi og greiningu gagna. 

Microsoft setur öryggi og friðhelgi einkalífsins sem forsendu í öllu sem þeir gera.  Microsoft er með gríðarlegan fjölda notenda í skýjalausnum.  Hvað þýðir það?  Að hægt er að greina ákveðin mynstur.   Að lokum tók Ragnhildur dæmi um nokkur fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Microsoft t.d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Íslandsstofu, Meniga, SS og Bláa Lónið.  SS er með frumkvæði í að koma ákveðnum vörum til viðskiptavinarins jafnvel áður en hann biður um það.  Þannig er hagrætt í rekstri og viðskiptavinurinn verður ánægðari.   

Til þess að ná árangri í stafrænni byltingu þá verður starfsfólkið að vera með. Það þarf að fá starfsfólkið til að skilja að þetta er til að auðvelda þeim vinnuna og allir stjórnendur verða að vera með. Ef Office 5 er innleitt þá þarf að skoða hvort verið er að nýta alla lausnina með mælingu.  Fjárfestingar í nýsköpun skila aukinni framleiðni fólks, ef það er fjárfest í þjálfun starfsfólks þá gengur þetta upp.  Það þarf að hjálpa starfsfólki að byrja að nota lausnina.  

Tengdir viðburðir

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Hindranir í vegi aukins árangurs og betri ákvarðana liggja nánast undantekningarlaust í huga okkar, hvort sem um er að ræða rangar og oft ómeðvitaðar forsendur, gallaða mælikvarða, sálrænar hömlur eða skaðlegar reglur eða ferla. Til að brjótast út úr stöðnuðu umhverfi er nauðsynlegt að finna og uppræta þessar hindranir. Eitthvert öflugasta tólið til þess er röklegt umbótaferli (Logical Thinking Process) og með tilkomu gervigreindarinnar er notkun þess nú aðgengileg langtum fleirum en áður.

Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og les valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Röklegt umbótaferli er kerfismiðuð aðferð til að taka vandaðar ákvarðanir og greina og leysa erfið og viðvarandi vandamál innan fyrirtækja og stofnana með skýra röklega hugsun að vopni.

Þessi bók er að miklu leyti byggð á fyrri bók Þorsteins, „From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“ sem kom út árið 2020. Um þá bók segir Jón Torfi Jónasson prófessor emeritus við H.Í.: „Ritið vísar stjórnendum til skynsamlegra lausna í glímu við vandamál sem í fyrstu virðast ill-leysanleg. Þorsteinn lýsir vel öguðu þrepskiptu verkferli röklegrar greiningar sem dregur fram eðli vandans hverju sinni. Góð tengsl við raunhæf dæmi í megintexta og viðauka gagnast lesanda í stjórnunarstarfi afar vel. Nálgun Þorsteins er bæði frumleg og skýr og jafnframt raunhæf og spennandi.“

Í bókinni rekur Þorsteinn ýmis dæmi um beitingu röklegs umbótaferlis og síðasti hluti bókarinnar er helgaður gervigreindinni og því hvernig beita má henni til að hraða og bæta ákvarðanatöku.

 

Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 
Um staðfund er að ræða. Ekki verður streymt frá fundinum.

„Allt annað líf!“ - Vegferð SÁÁ að stefnumiðaðri stjórnun

Í þessu erindi mun Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, fjalla um hvernig stefnumörkun með samvinnu grasrótar og heilbrigðisstarfsmanna hefur leitt þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni á undanförnum árum.

SÁÁ eru almannaheillasamtök sem reka heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra.  Samtökin eru grasrótarsamtök og byggðu upp lífsnauðsynlega þjónustu á tímum þar sem lítil sem engin þekking , áhugi eða þjónustuframboð var fyrir fólk með fíkn.  Á undanförnum árum hefur SÁÁ farið í gegnum mikið umrót og kynslóðaskipti  á sama tíma og tekist hefur verið á við miklar breytingar í samfélaginu varðandi neyslu áfengis og vímuefna og ákalli um meiri, aukna og fjölbreyttari þjónustu.  

Fjarfundur, tengill væntanlegur.

Þjónustumiðstöð Almannavarna: hin stöðuga hringrás stefnumótunar

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir fagstjóri endurreisnar og fræðslu mun fara yfir með okkur hvernig Almannavarnir vinna sína stefnumörkun, mæla árangur og draga lærdóm af viðbrögðum síðustu ára.

Þjóðskrá Íslands - breytingastjórnun

Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands fer yfir verkefni stofnunarinnar síðustu misserin og þá breytingastjórnun sem ráðast hefur þurft í. 

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

Samkeppnisaðgreining á fjármálamarkaði

Nánar síðar.

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Eldri viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

GOOD GOOD markmiðasetning, teymisvinna og strategía unnin í OKR's (objective & key results) umhverfinu - innblásið af Intel og Google

Join the meeting now

GOOD GOOD er íslenskt vaxtafyrirtæki með 16 starfsmenn, þ.a. 7 í Bandaríkjunum. Á örfáum árum hefur GOOD GOOD hasslað sér völl sem eitt mest ört vaxandi smyrjufyrirtæki í Bandaríkjunum og fást verðlaunaðar og annálaðar vörur fyrirtækisin í um 6000+ verslunum þar í landi. Í þessu erindi mun Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri GOOD GOOD, fjalla um hvernig markmið og stefnumörkun GOOD GOOD hafa verið knúin áfram með OKR's þar sem starfsólk, tekur virkan þátt í mótun á snjöllum markmiðum og mælanlegum árangri.

Saman á nýrri vegferð

Tengill á streymi 
Fjallað verður um mikilvægi samspils stefnu og fyrirtækjamenningar með áherslu á menningarvegferð Isavia s.l. tvö ár. Uppbyggileg fyrirtækjamenning þar sem hreinskiptin samskipti,  traust og góð samvinna ríkir er nauðsynleg forsenda þess að stefna nái fram að ganga, þannig eru stjórnendur og starfsfólk samstíga um að ná þeim árangri sem ætlað er að ná. 

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar- og sjálfbærni hjá Isavia, mun kynna vegferð Isavia í átt að stefnumiðaðri stjórnun. Hvernig fyrirtækið hefur verið að vinna með menninguna til að skerpa grundvöll fyrir því að stefna félagsins nái árangursríkri framgöngu - að “menningin borði ekki stefnuna í morgunmat” eins og Peter Drucker sagði svo vel.

 

Fundurinn er haldinn hjá Isavia að Dalshrauni 3, Hafnarfirði. 
Tengill á streymi 

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?