Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjaví Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík, Ísland
Stefnumótun og árangursmat,
Faghópar um Balanced Scorecard og Stefnu, mótun og framkvæmd verða með sinn fyrsta fund þann 26.október í Háskóla Íslands. Fundurinn verður í Gimli, stofu 102. Gimli er á milli Háskólatorgs og Odda.
Snjólfur Ólafsson verður með erindið: Stefnumótun í allra kvikinda líki.
Á fundinum mun Snjólfur svara ýmsum spurningum á sinn hátt, m.a. þessum:
- Hvað er stefna, stefnumiðuð stjórnun, stefnumótun og framkvæmd stefnu?
- Um hvað snýst stefnumótun og hvernig fer stefnumótun fram?
- Hverjir móta stefnu fyrirtækja?
- Hvað kemur út úr stefnumótun?
Rædd verður sú tillaga á fundinum að sameina þessa tvo faghópa Balanced Scorecard og Stefnu, mótun og framkvæmd. Í framhaldi stendur til að fjölga í stjórn faghópsins og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við gunnhildur@stjornvisi.is
Fjöldatakmörkun er á fundinn.