Fjarfundur
Stefnumótun og árangursmat, Stjórnun viðskiptaferla (BPM),
Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/88432123018?pwd=QkNhSnZsc2ZaY0dTOWhNV3h1NzcvZz09
Meeting ID: 884 3212 3018
Passcode: N94GGK
H. William Dettmer kynnir Logical Thinking Process aðferðafræðina
Logical Thinking Process er aðferð við úrlausn vandamála, byggð á hugmyndafræði Eli Goldratt, en margir kannast eflaust við metsölubók hans „The Goal“. Aðferðafræðin grundvallast á heildrænni hugsun (Systems Thinking) og nýtist einkar vel til að leysa falin en afdrifarík undirliggjandi vandamál og árekstra í fyrirtækjum og stofnunum.
H. William Dettmer er fremsti sérfræðingur heims í Logical Thinking Process og það er okkur mikil ánægja að fá hann til liðs við okkur á þessum fundi. Dettmer mun kynna aðferðafræðina, fjalla um ávinning sem má ná með notkun hennar, og segja frá áratuga reynslu sinni á þessu sviði. Dettmer var um árabil samstarfsmaður Eli Goldratt og er höfundur grundvallarritsins „The Logical Thinking Process – A Systems Approach to Complex Problem Solving“.
Á eftir erindi Dettmers fer Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur í Logical Thinking Process, stuttlega yfir raunhæft dæmi úr bók sinni „From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“.
Í lokin verða umræður og verður hægt að senda inn spurningar á fundinn.
Hér má sjá gagnlegt kynningarefni sem ágætt er að skoða fyrir fundinn:
Myndband þar sem Dettmer útskýrir aðferðafræðina í stuttu máli: https://youtu.be/ekzUe6JGcNU
„From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“ eftir Þorstein Siglaugsson (klukkutímalesning): https://www.amazon.com/dp/B084X3XM61?