8. september 2016 21:16
Faghópar um breytingastjórnun, stefnumótun og árangursmat, þjónustu og markaðsstjórnun héldu sameiginlegan fund í morgun í OR sem bar yfirskriftina „Hver ertu?“Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur
Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR sagði frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015. Sigrún fjallaði um undanfarann, vinnuferlið og þær áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Endurmörkun er í sjálfu sér áhættusöm, kostnaðarsöm, erfið ákvörðun, engin ein töfraformúla er til að gera þetta, mikil vinna og úthald. Þannig að það er mikilvægt að það sé full ástæða til. Vinnan hófst í raun 2013 og af krafti 2014. Fyrst var gerð greining á stöðu OR og því merki sem notað hafði verið í 15 ár. Könnun var gerð meðal auglýsingastofa og samstarfsaðili valinn Hvíta húsið. Stýrihópur verkefnisins var stofnaður, breyting á gamla OR merki skoðuð. Síðan hófst greiningarvinna og hönnun. Verkefnishópur var stofnaður í ágúst 2015 og síðan voru hugmyndir kynntar fyrir stjórn OR. Verkefnið var samþykkt á stjórnarfundi í maí 2015 og kynnt starfsmönnum í nóvember sama ár. Opinber kynning var í desember 2015.
OR vill standa fyrir gildin sín; framsýni, hagsýni og heiðarleika. Í málaefnagreiningunni var farið yfir hluti eins og hver er ímynd OR, fyrir hvað vill OR standa, hvaða hlutverk hefur OR í kynningar-og markaðsmálum samstæðunnar, á að skipta um merki, hvaða nafn á að nota, hver er kjarninn í vörumerkinu og lykilloforð? „Í góðri sátt - til framtíðar“. OR er ekki í beinum samskiptum við viðskiptavininn.
Dótturfélag OR er Veitur. Á hvaða grunni byggja Veitur, eru Veitur með sama merki og OR, fyrir hvað vilja Veitur standa, hvaða nafn á að nota, í hvaða tón talar vörumerkið, hver er kjarninn í vörumerkinu, hvert eru lykilloforðin? Þetta var ótrúlega áhugaverð og skemmtileg vinna sagði Sigrún. Stærstu hagsmunafélögin eru sveitarfélögin. Mikil ábyrgð fylgir því að vera í geira sem er í sérleyfisstarfssemi. Veitur sjá um allan sérleyfisrekstur rafveita, hitaveita, vatnsveita og fráveita. Kjarninn í vörumerkinu Veitur: „Í góðu sambandi - til framtíðar“. Lykilloforð: Í sambandi - alla daga. Litir gegna hlutverki í vörumerki fyrir Veitur, hitaveita=rauð, rafveita=græn, vatnsveita=blá og fráveita=svört. Við þetta tengdu starfsmenn vel. Áhugavert myndband er á heimasíðu Veitur. www.veitur.is Dæmi um markaðsefni sem varð til er spjaldið „Dagur vatnsins“ sem segir hvernig þú ferð með vöruna.
Þegar öll undirbúningsvinna er búin þá hefst hönnun og framleiðsla. Undirverkefni í hönnun og framleiðslu voru mörg; stjórn endurmörkunarverkefnis (halda fundargerðir), hönnun og skráning merkja, samskipta og kynningarmál, kynningarefni, merkingar fasteigna, bifreiða og vinnufatnaðar, vefmál og birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum. Búa þurfti til tvo vefi or.is og veitur.is Birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum.
Gróft verkefnayfirlit var gert. Það var alveg á hreinu að innleiðingin yrði gerð án flugeldasýningar. Rýnihópar í upphafi greiningarvinnu, upplýst að verið væri að endurskoða merkið. Kynningarfundir voru með stjórnendum samstæðunnar í ágúst 2014, starfsmannafundir hjá Veitum og OR. Í lokin var haldin blaðamannafundur og sendar út fréttatilkynningar. Búin var til samskiptaáætlun þar sem útfyllt var skjal sem sýndi hvað ætti að gera og hvenær.
Í ágúst var gerð vitundarkönnun, send út netkönnun í spurningavagni. Handahófskennt úrtak Íslendinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR, niðurstöður leiddu í ljós að kynna þarf þjónustu OR og Veitna mun betur.