Isavía Reykjavíkurflugvöllur, Reykjavík
Stefnumótun og árangursmat, Góðir stjórnarhættir ,
Er framtíðarsýn og stefnumótun fyrirtækis samræmd og samþykkt af stjórn ? Hvernig ætti aðkoma stjórna að vera? Hvað með eftirfylgni?
Faghópur um góða stjórnarhætti ætlar að velta upp og skoða þessa þætti og fleiri til með aðstoð tveggja fagaðila í góðum stjórnarháttum.
Erindi:
Stjórnir og stefnumótun. Fyrirlesari Þröstur Olaf Sigurjónsson dósent í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.
Virðisauki stjórna í stefnumótun. Fyrirlesari Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og meðeigandi Strategíu.
Fundurinn fer fram í Flugstjórnarmiðstöð Isavía (keyrt fram hjá húsinu og beygt til hægri) Reykjavíkurflugvelli (við hliðina á Hótel Natura) og hefst stundvíslega kl. 9:00.