Click here to join the meeting
Bjarni Snæbjörn Jónsson fjallar um mikilvægi og áhrifamátt menningar þegar innleiðing stefnu eða breytinga er annars vegar.
Fyrirtæki búa orðið við hraðar breytingar í umhverfi sínu og munu gera í vaxandi mæli eftir því sem á líður. Samspil menningar og innleiðingar mun því skipta sífellt meira máli.
Bjarni Snæbjörn er einn þekktasti og reyndasti stefnumótunarráðgjafi landsins og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins DecideAct sem skráð er í Nasdaq-kauphöllinni í Danmörku.
Tinni Jóhannesson mun þá fjalla um leiðir til að staðsetja vinnustaðamenningu og vinna markvisst að því að leiðrétta eða styrkja hana í samræmi við stefnu eða markmið.
Tinni Jóhannesson er partner og ráðningarstjóri Góðra samskipta. Áður starfaði hann hjá Capacent og Waterstone Human Capital í ráðningum og ráðgjöf. Hjá Capacent þróaði Tinni ásamt öðrum ráðgjöfum aðferðafræði til að staðsetja vinnustaðamenningu fyrirtækja og stofnana.