Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík Borgartún, Austurbær Reykjavík, Ísland
Stefnumótun og árangursmat,
"Misstu ekki af þessu einstaka tækifæri þar sem Dr. Runólfur Smári fjallar um það sem er "heitast" í umræðunni um hvernig samspil stefnu og stjórnunar þarf að vera til að viðhalda samkeppnisforskoti".
Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við HÍ, formaður Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni, mun fara yfir það sem efst er á baugi í stefnumiðaðri stjórnun - samspil stefnu og stjórnunar.
Fyrirtæki og stofnanir vinna að mótun og framkvæmd stefnu til að ná sem bestum árangri. Keppikeflið er gott samband við viðskiptavini og forskot á keppinauta. Til að ná árangri þarf skipulagsheildin að vera bæði í takti og í formi. Tala má um „fit“ og „fitness“ í þessu sambandi.
Varðandi stefnuna þá þarf hún að vera skýr, hún þarf að ýta undir virknina í starfseminni og öll framkvæmd og framvinda kallar á góða stjórnun. Stjórnunarhlutverkið skiptir þannig miklu fyrir samspil stefnu og stjórnunar.
Fundurinn verður haldinn í Hofi á 7. hæð í Borgartúni 12 - 14, austurinngangur (húsnæði Reykjavíkurborgar).
Fimmtudaginn 22. nóvember . Boðið verður upp á samlokur og súkkulaði og því allir hvattir til að mæta kl.08:15 og gæða sér á gómsætum veitingum.
kl. 8:15 - 9:45. (fyrirlestur hefst 8:30)