Opni háskólinn í HR - Stofa M220 Menntavegur 1, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat,
FRESTAÐ!!!
Vegna óviðráðanlegra orsaka er nauðsynlegt að fresta þessum viðburði til haustsins.
Biðjumst afsökunar á stuttum fyrirvara.
----------------
Í núverandi árferði reynist mörgum atvinnurekendum sem vinna við vörudreifingu og ferðaþjónustu áskorun að finna og halda góðu starfsfólki. Hafa margir leitað út fyrir landsteinana að meiraprófsbílstjórum til að keyra rútur og flutningabíla.
Sigríður Thors ráðningar- og kennslustjóri ASKO Rogaland AS í Noregi leitar um þessar mundir að íslenskum meiraprófsbílstjórum til að starfa hjá fyrirtækinu í sumar. Hvernig hafa þessar ráðningar gengið og hvernig metur fyrirtækið árangur þeirra sem koma í slíkar tímabundnar stöður? Eru ráðningar sem þessar hluti af mannauðsstefnu ASKO? Um þessi atriði og fleiri ætlar Sigríður að fræða okkur um þann 6. apríl nk.