Framtíðarfræði: Liðnir viðburðir

Gervigreind útfrá sjónarhorni reksturs: Hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gervigreind í sínum rekstri

Join the meeting now
Farið verður yfir hvernig Advania nálgaðist gervigreindarbyltinguna. Skoðum hvernig Advania hefur nýtt sér gervigreindina í sínum eigin verkefnum og einnig hvernig þau hafa aðstoðað sína viðskiptavini við að taka fyrstu skrefin í heimi gervigreindar.

 Fyrirlesarinn er starfsmaður Advania Viðar Pétur Styrkársson

Málstofan verður á eftirfarandi vefslóð:

Join the meeting now

Framtíðir – Hringrásarhagkerfið – Árangur eða árangursleysi

Join the meeting now

Fyrirlesari Björgvin Sævarsson, Yorth Group í Bandaríkjunum. www.yorthgroup.com

 Hvernig vitum við fyrir víst hvort aðgerðir og fjárfestingar skili okkur í átt að markmiðunum? Hefur stjórnsýslan (yfirvöld og fyrirtæki/iðnaður) yfirlit yfir aðgerðir og í réttu samhengi? Þetta er ekki raunin skv. okkar reynslu.  Aðgerðir skila sér í einangruðum árangri, t.d. carbon footprint og missa þ.a.l. af möguleikanum til að ná umfangsmeiri árangri sem nær inn á önnur svið. Þrátt fyrir vel meint og stór verkefni og fjárfestingar erum við að sjá að efnahagskerfi verða þyngri og erfiðari með tímanum.

Ástæða þess að við náum ekki settum markmiðum byrjar yfirleitt með því að við skilgreinum árangur ekki rétt. Næst kemur í ljós að aðgerðir og lausnir eru ekki að passa við vandann sem við erum að reyna að leysa. Á endanum er útkoman ekki að skila sér í átt að markmiðunum.

Viðburðurinn verður á þessari vefslóð:

Join the meeting now

Auk þess verður fjallað um eftirfarandi:

•             Höfum við skilgreint rétt til að ná markmiðunum og hlutverk annarra í okkar markmiðum?  T.d. carbon neutrality sem er bara lítill partur af orkufótsporinu og ef við tökum ekki á öllu fótsporinu munum við ekki ná carbon neutrality.

•             Vitum við af hverju við erum ekki að ná markmiðunum? (þetta er stærri spurning en hún lítur út fyrir að vera)

•             Kunnum við að segja frá því af hverju við erum ekki net-zero og á sama tíma segja frá hvernig við munum ná markmiðunum?

•             Hvaða áhrif hafa samskipti og skilaboð á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæði?

 

Nýsköpunarþróttur í byggingariðnaði

Verður til nýsköpunarþróttur í byggingariðnaði þegar ólíkir straumar koma saman?

 Fyrirlesari er Guðjón Erlendsson frá Skipulagsstofnun

Viðburðurinn verður inn á þessari vefslóð:

Join the meeting now

 Í fyrirlestrinum verður  skurðpunkta tölvunar, stærðfræðilíkana og kerfisfræði í byggingariðnaðinum settur samhengi við fjórðu iðnbyltinguna. Rætt verður um hvernig þessi tækni er að móta framtíð arkitektúrs og borgarhönnunar, með áherslu á hönnunarflæði, CNC framleiðslu, hagræðingu hönnunar og samþættingu gervigreindar.

Við munum kanna hvernig notkun á tölvun gera arkitektum og borgarhönnuðum kleift að búa til flókin og nýstárleg mannvirki, um leið og við skoðum áhrif þessara framfara á hvernig við notum vélmenni í byggingarframkvæmdum. Með því að skilja þessi hugtök getum við nýtt möguleika tölvutækninnar og gervigreindar til að gjörbylta hinu byggða umhverfi og skapa skilvirkari, sjálfbærari og fagurfræðilega hönnun.

Mannkynið og framtíðaráskoranir – Alþjóðlegt samtal

Viðburðurinn er skipulagður af The Global Bildung Network. Meðal atriða sem rædd verða eru:

Hvernig geta jarðarbúar unnið betur saman?

Hvernig getum við leyst helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir?

Getum við gert betur?

Taktu þátt í alþjóðlegu samtali 21 september frá kl 14:00 til 22:00. Viðburðurinn er gjaldfrjáls.

Skráning á þátttöku og frekari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð: https://www.globalbildung.net/what-it-means-to-be-human-2024-september-21/?utm_medium=email&_hsenc=p2ANqtz-_V0e9O8axIEyc3TVQq_yBqaDoL0Xqmu8CGOsprReRKFdF0kAaIwSL6LPusLK8GHGkhhR6i3FCT7yOj-W5nTS9mptTCyg&_hsmi=94305301&utm_content=94305301&utm_source=hs_email

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða, með Jerome Glenn

Í tengslum við heimsókn Jerome Glenn þá hefur verið ákveðið að boða til aðalfundar í faghópnum. Um er að ræða hádegisfund næstkomandi mánudag frá kl 12:30 í sal í Kringlukránni.

Jerome verður með stutt innlegg, en síðan ræðum við mótun stjórnar og efnistök á næsta starfsári. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar - Aðalfundur

Dagskrá fundar

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens

Síðasta starfsár

Mótun stjórnar

Önnur mál

Farið inn á vefslóðina fyrir teams: 

Join the meeting now

 

Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí

Framtíðarvika Kanada (Future week) verður dagana 7 og 9 maí næstkomandi. Um er að ræða árlegan viðburð, þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum þar sem rýnt verður í tækifæri og áskoranir, sem geta umbreytt viðhorfum og stöðu okkar.  Eins og fyrr segir er Framtíðarvikan er opin hverjum sem er sem, hvort heldur fólki úr opinbera geiranaum eða úr einkageiranum. Um er að ræða samtal um hvað sé við handan morgundagsins. Skoðið þessa vefslóð og skráið ykkur á þá viðburði sem þið hafið áhuga á.

Futures Week 2024 (canada.ca)

Karl Friðriksson, faghópur framtíðarfræða og gervigreindar.

Dagur framtíðarrýnis þjóða innan OECD – 25 apríl næstkomandi

Um 58 erindi verða flutt, um ólíkar framtíðaráskoranir, á ólíkum sviðum. Markmið ráðstefnunnar er að auka getu þjóða til að takast á við ólíka drifkrafta samfélaga. Skapa sameiginlegan skilning á viðfangsefnum. Auka skilvirkni við stefnumótun, nýsköpun og efla tengslamyndun. Hér að neðan er drög að bráðabirgðadagskrá, nokkuð ruglingslega sett uðð en þau ykkar sem hafa áhuga geta skráð sig á vefslóð hér að neðan. Með því fáið þið uppfærða dagskrá þegar nær dregur.

Þátttakan er gjaldfrjáls. Skráið ykkur hér Meeting Registration - Zoom

Virtual OECD Government Foresight Community Day

PRELIMINARY AGENDA

1. Opening session

9.00 – 9.15 CET | PLENARY

Introduction and opening remarks

• Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of the Strategic Foresight

Unit, OECD

2. Community Exchange

Presentations of findings from recent foresight work, thematic mini-workshops, or opportunities to

share and seek feedback on current plans and priorities for the future.

Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of

the Strategic Foresight Unit, OECD

2.1 Session 1, wave 1

9.15 – 10.00 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Co-Creating value-driven visions of preferred futures: The NISTEP 12th Science and

Technology Foresight Survey. Asako Okamura, Japan’s National Institute of Science and

Technology Policy (NISTEP)

• Exploring the social implications of generative AI through scenarios. Hao Guang Tse, Prime’s

Minister Office, Singapore

• Using aspirational foresight to determine development priorities in Laos. Jan Rielaender,

Country Diagnostics Unit, OECD Development Centre, OECD

• Scenarios of Poland’s development in the national development concept 2050. Karol

Wasilewski and Kacper Nosarzewski, The Futures Literacy Company - 4CF

• Using narrative foresight to depict today's economy from a future standpoint: What if

alternate stories were told? Eeva Hellström, Finnish Innovation Fund Sitra

• Africa’s energy transition to 2050. Jakkie Cilliers, head of African Futures & Innovation,

Institute for Security Studies, Pretoria, South Africa

• Scottish Government Foresight Programme: Analysing Scotland’s key trends, opportunities

and risks 2024-2044. Kirsty McWhinnie, Scottish Government

• Encourager la culture de l’anticipation et de la prospective dans le monde islamique. Kais

Hammami, Islamic World Educational, Scientific and Cultural Organization - ICESCO (French

speaking breakout group)

• APEC STI strategic foresight. Surachai Sathitkunarat, APEC Center for Technology Foresight

Virtual OECD Government Foresight Community Day

2.2 Session 1, wave 2

10.00 – 10.45 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Exploring the World Organisation for Animal Health’s future(s): Participatory foresight

project insights and scenarios. Tianna Brand, World Organisation for Animal Health’s (WOAH)

and Wendy Schultz, Jigsaw Foresight

• Vidas in 2050: Shaping policies for future generations. Luis Díez Catalán, Foresight and

Strategy Office of the Spanish Government

• Who will pay taxes? Taskeen Ali, His Majesty's (HM) Revenue and Customs-HMRC, UK

Government

• Global Trends to 2040: Choosing Europe’s Future. European Strategy and Policy Analysis

System-ESPAS (Presenter to be confirmed)

• Ukraine Scenarios project. Dr. Olaf Theiler, German Bundeswehr

• Use of strategic foresight as a means to better anticipate and manage emerging critical

risks. Jack Radisch, Directorate for Public Governance, OECD

• Integrating foresight into the government’s policy-making process. Tan Shu Ying, Mohd

Nurul Azammi Mohd Nudri and Azmil Mohd Amin, Malaysian Industry-Government Group for

High Technology (MIGHT)

• The global driver of change for higher education: The results of two years of study. Chris

Luebkeman, ETH Zurich

• Digital transformation for a sustainable future – anticipating and mitigating potential

rebound effects systemically. Ullrich Lorenz, Systemic Futures, Germany

10.45 – 11.00 CET | BREAK

2. Foresight Essentials & Methods

Introductory sessions outlining core definitions, methods, and tools for participants in the early stages

of strategic foresight practice in government.

Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of

the Strategic Foresight Unit, OECD

2.1 Round 1

11.00 – 11. 45 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Government Office for Science: New Futures Toolkit. UK Government Office for Science

(Presenter to be confirmed)

• Strategic foresight as a capability. Sensing, making sense, and using the futures for

government. Gabriele Rizzo, United States Space Force

• Systems thinking, turbulence, and paths to adaptive action. Tianna Brand, World

Organisation for Animal Health’s (WOAH) and Wendy Schultz, Jigsaw Foresight

Virtual OECD Government Foresight Community Day

• Dealing with deep uncertainty. Ed Dammers, PBL Netherlands Environmental Assessment

Agency

• Lessons learned in mainstreaming foresight at institutional and think tank level. Ricardo

Borges de Castro, European Policy Centre

• Framing complex domains for foresight analysis. Marius Oosthuizen, Dubai Future Academy,

Dubai Future Foundation

2.2 Round 2

11.45 – 12.30 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Shapeshifting foresight. Taskeen Ali, His Majesty's (HM) Revenue and Customs-HMRC, UK

Government

• Horizon scanning for policy making – with examples from the German Federal Environment

Agency. Sylvia Veenhoff and Katrin Kowalczyk, German Environment Agency and Federal

Ministry for the Environment, Nature Conservation, Nuclear Safety and Consumer Protection

• Measuring the impact of foresight. Catherine Day, UK Cabinet Office

• Why do participatory futures matter? An introduction to participatory practices and their

potential in government foresight. Jéssica Leite dos Santos, Brazilian Naval War College

• Structured forecasting using Delphi – harnessing collective wisdom. Hannah Littler, UK

Environment Agency

• Building scenarios by using the method of Future States. Zsolt Pataki, European Parliament

12.30 – 13.30 CET | BREAK

3. Horizon Scanning Session: What keeps you awake at night?

Horizon scanning session dedicated to emerging signals, disruptions, and concerns being identified by

the foresight community that should be closely followed by policymakers.

13.30 – 14.00 CET | PLENARY

• Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight,

Head of the Strategic Foresight Unit, OECD

• 5-minutes pitch by each facilitator

14.00 – 14.30 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Geoeconomic fragmentation

Facilitated by: Paul Woods, Central Bank of Ireland

• The danger of fractured realities

Facilitated by: Jorg Körner, German Federal Ministry of Education and Research

Virtual OECD Government Foresight Community Day

• Backlash against green political action

Facilitated by: Grzegorz Drozd, European Commission

• From severe storms to severe responses: Climate, insurance and geoengineering solutions

Facilitated by: Trish Lavery, Department of the Prime Minister and Cabinet, Australian

Government

• The convergence of generative AI and synthetic biology

Facilitated by: Jean-Marc Rickli, Geneva Centre for Security Policy (GCSP)

• Grey rhino or grey power – the convergence of ageing and reduced births?

Facilitated by: Mark Robinson, Australian Taxation Office

4. Preparing for the UN Summit of the Future

14.30 – 15.30 CET | PLENARY

The UN Summit of the Future in September 2024 is pivotal for building global momentum behind long[1]term governance and foresight in policymaking.

• Presentation from the UN Futures Lab Network followed by interactive discussion

15.30 – 16.00 CET | BREAK

5. Community Exchange

Presentations of findings from recent foresight work, thematic mini-workshops, or opportunities to

share and seek feedback on current plans and priorities for the future.

Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of

the Strategic Foresight Unit, OECD

5.1 Session 2, wave 1

16.00 – 16.45 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Developing capacity in public sector foresight: Exploring nine essential competencies for

effective government futuring. Zan Chandler, Policy Horizons Canada

• New GOScience foresight project on global supply chains. Jack Snape, UK Government Office

for Science

• Territorial Outlook on tour. Ed Dammers, PBL Netherlands Environmental Assessment Agency

• Global Trends 2045: The precipice of transformation change, or more of the same? Steve

Scharre, U.S. ODNI/NIC Strategic Futures Group

• Learn how horizon scanning can help shape EU policy and discuss recent signals of change.

Maciej Krzysztofowicz and Maija Knutti, EU Policy Lab

• Establishing and embedding strategic foresight in central banking. Paul Woods, Central Bank

of Ireland

Virtual OECD Government Foresight Community Day

• Embedding strategic foresight with a multi-level perspective. Peter de Smedt, Government

of Flanders

• Fit for future: Trade unions’ experiences with strategic foresight. Rafael Peels, Bureau for

Workers’ Activities, International Labour Organisation

5.1 Session 2, wave 1

16.45 – 17.30 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Governing Artificial General Intelligence (AGI) could be the most complex and difficult

problem humanity has ever faced. How can we do it? Jerome Glenn, The Millennium Project

• Spotting annual patterns in data, whole-government horizon scanning, and preparing for

elections. James Ancell, Harry Hand, Rachel Joiner and Eduarda Giffoni, UK Cabinet Office

• Space futures with the US Space Force and European Parliament. Gabriele Rizzo and Zsolt

Pataki, United States Space Force and European Parliament

• The AI Generation: Exploring the potential impacts of AI on youth. Martin Berry, Policy

Horizons Canada

• Showcasing the Welsh approach to futures through the Well-being of Future Generations

Act, with examples of practical tools and case studies. Marie Brousseau-Navarro and

Petranka Malcheva, Office of the Future Generations Commissioner for Wales

• 2023 EU Strategic Foresight Report: how & what? Kathrine Jensen and Daniel Torrecilla

Fernandez, European Commission

• Out of the box participative foresight in defence. Capt. (R) Claudio Correa, visiting researcher

Universidade Lusófona and Jéssica Leite, Visiting researcher King's College London

• Transformations in the future of public employment: From white collar to digital collar.

Gustavo Edgardo Blutman, Public Administration Research Center - School of Economics -

Buenos Aires University

• Fostering a desired future for the Ecuador-Peru border integration zone: The role of

academia in shaping tomorrow’s landscape. Kevin Jimenez, Universidad Nacional de Loja

Áhættumat á hugsanlegum hörmungum gervigreindar

Hvernig ættum við að bregðast við fullyrðingum um að nýjar útgáfur af gervigreindum feli í sér mannlegan harmleik?

Á þessari málstofu, sem verður á netinu og gjaldfrjáls, mun David Wood, stjórnarformaður London Futurists, segja frá erindi sínu sem hann hélt nýlega á ráðstefnu í Panamaborg. Þetta erindi var lýst af fjölda þátttakenda sem „besta erindi allra“ meðan aðrir sögðu að það væru „mistök að gefa efninu eða sjónarhorninu svo mikla áherslu“.

Erindið hefur verið endurskoðað verulega í ljósi viðbragða sem fengust á framangreindri ráðstefnu. Farið inn á vefslóðina hér að neðan. Njótið ef þið hafið tíma og áhuga.

Assessing the risks of AI catastrophe, Sat, Mar 16, 2024, 4:00 PM | Meetup

Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.

Á föstudaginn fyrsta mars mun Millieinum Project og fimm önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa, í ellefta sinn, hin árlega dag framtíða. Um er að ræða einstakt 24 tíma samtal á netinu um allan heim þar sem hægt er að eiga samtal um allan heim um sameiginlega framtíð okkar.

Dagurinn hefst klukkan 12 á Nýja Sjálandi og færist vestur umhverfis jörðina klukkutíma fyrir klukkutíma og lýkur 24 tímum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að koma, hvenær sem er, til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig hægt er að búa til betri morgundag með framtíðarfræðingum og leiðtogum á sviði stjórnunar um allan heim.

 „Á þínu tímabelti geturðu dregið upp sýndarstól og tekið þátt í samtalinu á Zoom,“ sagði Jerome C. Glenn, forstjóri Millennium Project. „Fólk kemur og fer eins og það vill og deilir innsýn með alþjóðlegum leiðtogum um framtíðina og framtíðaráskoranir

Umræðan getur verið um áhrif greindgreindar. Hugleiðingar um að búa í geimnum, finna upp framtíðarstarfið, draga úr loftslagsbreytingum, veita lifandi plánetu réttindi, berjast gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi, þróa framtíðarform lýðræðis, vinna gegn upplýsingastríði og ræða siðferði við ákvarðanatöku, og að bera kennsl á og framfylgja öryggisstöðlum fyrir tilbúna líffræði. Enginn veit hvaða skapandi málefni koma upp eða sjónarmið í samtalinu.

Jerome bendir sérstaklega á að netbrautryðjanda Vint Cerf komi með innlegg í samtalið klukkan 13:00 Eastern Time USA.

 Viðburðurinn mun hefjast með minningarorðum til heiðurs Theodore J. Gordon, sem lést nýlega. Gordon var meðstofnandi Millennium Project og lagði meira af mörkum til framtíðarrannsóknaaðferða en nokkur framtíðarfræðingur í sögunni.

Farið inn á vefslóðina og takið þátt: https://zoom.us/j/5524992832?pwd=dVdubUtlUnliQUpsR1ArdE9DVkhGZz09

 Þú getur líka deilt hugmyndum þínum á samfélagsmiðlum: #worldfuturesday og #WFD.

 Samhliða þessu mun hliðarviðburður sem kallast World Futures Day - Young Voices, sem Teach the Future skipulagði sama dag í samvinnu við The Millennium Project ásamt öðrum samstarfsaðilum og vinum, tryggja að ungt fólk verði einnig með í alþjóðlegu samtal um framtíð okkar. Tengiliður: Lisa Giuliani lisa@teachthefuture.org.

 

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélags Íslands og Framtíðarsetur Íslands

Föstudagurinn 23 febrúar, kl 14:00 í húsakynnum Versló

Framtíðarvinnustofa um framtíð kynlífs og nándar árið 2052, skoðar heim þar sem skömm hefur verið útrýmt – sérstaklega skömm sem tengist kynlífi, nánd og samböndum.

Þessi upplifunarframtíð er hluti af námskrá Clear River High School árið 2052, á sviði Social Emotional Xcellence (S.E.X)

Vinnustofan ögrar rótgrónum en oft órannsökuðum viðhorfum og skoðunum, og á að vera ákall til okkar allra að læra og njóta ólíkra viðhorfa á þessu sviði frekar en að jaðarsetja þau og þar með skapa okkur vanlíðan. Umræðan á vinnustofunni  þjónar sem vettvangur til að auðvelda íhugun um hugsanlegar afleiðingar núverandi þróunar, og samfélagsþróunar næstu 30 ár.

Þátttaka er gjaldfrjáls – Skráning

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScd1wkHvXzuk1PXTDFtDdgsV3l9Awf3lEKlItUvgSEmI61_Yw/viewform?usp=sf_link

Vinnustofan er haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu Framtíðarsetur Íslands og Alþjóðasamband framtíðarfræðinga (WFSF), um framtíðarþróun lýðræðis. Hægt er að skrá sig á vinnustofuna í gegnum vef ráðstefnunnar undir Side Event. Þar er einnig lýsing á vinnustofunni á ensku.

Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis, Futures Democracies, á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), sjá nánar á vefnum https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/

Bætum samfélagið með virkri þátttöku við að móta æskilegasta form lýðræðis.

Eftirfarandi er grein sem birtist fyrir stutt sem kynnir viðfangsefnið að hluta.

Er lýðræðið meira berskjaldaðar nú en áður?

Bent hefur verið á að lýðræðið sé eins og hvert annað mannanna verk, þarf endurmat og sífelldrar umræðu, til að það sé skilvirkt og þjóni samfélögum, í takt við væntingar á hverjum tíma. Alþjóðleg ráðstefna Framtíðarseturs Íslands, og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), Futures of Democarcies, dagana 21. til 23. febrúar næstkomandi er ætlað að vera vettvangur slíkra umræðna.

Lýðræðið er ekki sjálfgefið

Sagan segir okkur að lýðræðið eigi oftar en ekki erfitt uppdráttar. Lýðræði getur breyst í einræði, og er þannig ekki sjálfgefið eins og við viljum stundum halda. Í dag eru blikur á lofti um að lýðræðisleg þróun sé stöðnuð og eigi erfitt með að takast á við breyttar framtíðaráskoranir.

Sem dæmi um áskoranir má nefna:

  • Breytt fjölmiðlaumhverfi og skautun í stjórnmálaumræðu
  • Samfélagslega þreytu, þegar fólk upplifir áhrifaleysi
  • Ásælni í auðlindir og misskipting auðs
  • Vanhæfni við að takast á við langtímaþróun svo sem á sviði umhverfismála og grænna umskipta
  • Stigvaxandi tækniþróun, svo sem þróun gervigreindar, erfða- og líftækni
  • Skort á að takast á við ný viðhorf er tengjast siðferði og félagslegum breytingum

Samkvæmt The Global State of Democracy 2023, virðist lýðræði á fallanda fæti í næstum helmingi ríkja heims þó svo mörg landanna eigi langa lýðræðishefð. Í þessu sambandi hefur verið bent þróun stjórnmála í Bandaríkjunum, breyttar áherslur í mörgum Evrópuríkjum þegar kemur að réttingum fjölmiðla og dómstóla og síðan ekki síst nýlega þróun í mörgum Afríkuríkjum.

Lýðræðið er margskonar

Á alfræðivef er lýðræðið skilgreint sem vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá þegnum þess. Lýðræðisleg þátttaka er lagskipt. Rætt er um lýðræði á sveitarstjórnarstigi, og svo lýðræði við kosningar á þjóðþing þjóða. Rætt er um fulltrúalýðræði og svo beint lýðræði. Einnig má nefna ólíka kjördæmaskipun og kosningarfyrirkomulag ásamt lýðréttindi í stjórnaskrám og framkvæmd þeirra, svo dæmi séu tekin.

Þannig eru hugmyndir samfélaga ólíkar, um hvað er átt við þegar rætt er um lýðræði og hlutverk þess. Í mörgum tilvikum er lýðræði sambærilegt í mörgum Evrópuríkjum en ólíkt þegar þau eru borin saman við framkvæmd lýðræðis í Bandaríkjunum. Kína og Rússland, telja sig til lýðræðisríkja, þó svo lýðræðið þar sé ekki eins og mörg okkar myndu sætta sig við.

Hefðir og hagsmunir hindra

Á vettvangi framtíðarfræða hefur umræðan um lýðræðislega þróun orðið umfangsmeiri síðustu misseri. Sama má segja um umræðuna meðal fræðimanna og ýmissa hópa samfélagsins. Það er nokkuð ljóst að augljósir vankantar á lýðræðislegri þróun deyfa áhuga fólks. Einnig er nokkuð ljóst að hægt er að grípa til ákveðinna umbóta til að auka hróður lýðræðis, en þá er oftar en ekki hefðir og hagsmunir í vegi slíkra samfélagsbreytinga.

Þessir liðir og fjölmargir fleiri athygliverðir þættir munu verða ræddir með virku samtali innlendra og erlendra aðila á ráðstefnunni 21.-23. febrúar næstkomandi.  Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er að finna á vefsíðunni www.framtidarsetur.is

Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Við viljum vekja athygli á málstofu framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigreind á morgun, föstudaginn 16 febrúar kl. 10:30 Sjá nánar á vefslóðinni: https://www.facebook.com/events/902436878285786/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22your_upcoming_events_unit%22%2C%22surface%22%3A%22bookmark%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D

Einnig viljum við koma á framfæri upptöku af morgunfundi í vikunni hjá Advanía. Fróðleg erindi þar. Bendi meðal annars á fyrirlestur Láru Herborgu Ólafsdóttur, Lex, þar sem hún fjallar um hugsanlegt regluverk Evrópusambandsins um gervigreind.

Sjá vefslóðina:  Hagnýt gervigreind: Nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar | Velkomin

 

Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir

Örfyrirlestrar í samstarfi við Framtíðarsetur Íslands. Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Gjaldfrjáls viðburður.

 Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki

Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ

 Tækni sem ræktar framtíðir

Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur

 Að hugleiða um framtíðir

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

 F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs

Rúna Magnúsdóttir

 Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla

Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun

 

Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Erindi frá Jose Cordeiro framtíðarfræðingi og Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar ásamt eldheitum umræðum um ódauðleikann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Enginn aðgangseyri. Sjá nánar: https://utmessan.is/heildardagskra/laugardagur.html

Jose Cordeiro

Futurist and author of the international bestseller "The Death of Death". 

Kári Stefánsson
Geneticist, founder and CEO of deCODE genetics. A student of human diversity.

 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

2 febrúar, Eldborg kl. 8:45 -9:03 Harpa

Einn af aðalfyrirlesurum á UTmessunni er José Cordeiro sem mörg okkar kannast við. Erindið hans nefnist: The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity. Ekki missa af þessum viðburði. José, verður síðan á ráðstefnunni að árrita á nýlega bók sína Death of the Death.

Frekari upplýsingar, skráning og greiðsla ráðstefnugjalds, sjá hér:

https://utmessan.is/heildardagskra/fostudagur.html

Hér er greinarkorn til fróðleiks. Gert af fingrum fram :)

Ástríðan fyrir ódauðleikanum

José Cordeiro, einn af aðalráðumönnum á UTmessunni.

Stutt lýsing – Að fingrum fram

José Cordeiro er vel þekktur og virtur innan senu framtíðarfræða, og þá ekki síst, að vera einn of megintalsmönnum þeirra sem telja að það sé ekki langt í það að maðurinn nái að lækna dauðan, samanber nýjustu bók hans og David Wood, The Death of death. Jose, tilheyrir vaxandi fjölda fræðimanna á þessu sviði, en líklega er Ray Kurzweil, þróunarstjóri Google, þeirra þekktasti. Hann og José hafa starfað að framþróun þessarar hugmyndafræði, sérstaklega innan Singularity háskólans í Silicon Vallay, í Bandaríkjunum.

Innan framtíðarfræða, eins og öðrum greinum, eru ólíkir aðilar með ólíkar áherslur. Á meðan hinn hefðbundni framtíðarfræðingur vinnur að að stoða fyrirtæki og samfélög að greina framtíðaráskoranir þá eru aðrir að vinna af ástríðu og skapa æskilega framtíð, að þeirra mati. José Cordeiro og félagar að lækna dauðann, Elon Musk, að gera Mars að hýbýli manna.

En er hugmyndin að lækna dauðann, hugmyndafræði eða raunverulegur möguleiki? Vísindarannsóknir á þessu sviði fleygir fram. Nokkuð ljóst er að líftími okkar hefur lengst. Einnig hefur verið sýnt fram á að hægt er að draga úr öldrun, plantna og dýra, og að einhverju leiti mannsins. Eldri menn þurfa ekki að vera eins og menn voru vanur að vera! Vegna rannsókna á sviði læknavísinda, þá getur maður verið með ígrædd líffæri af ólíkustu tegundum. Örtæki til að aðstoða grunnatriði lífs, eins og öndun, hjartslátt og notkun lyfja, svo eitthvað sé nefnt. Þessi þróun hefði þótt vísindaskáldskapur fyrir nokkrum áratugum síðan. Að undanförnu hefur orðið veldisvöxtur í tækniframförum á sviði erfða-og líftækni. Sama má seiga um önnur tæknisvið, eins og efna- og nanótækni, eða stafrænar þróunar, eins og á sviði gervigreindar.

Færumst við nær ódauðleikanum? Erum við að nálgast það sem nefnt hefur verið transhúmanisma, þar sem vél og maður sameinast og gerir okkur ódauðleg? Margar vísbendingar er um að slíkt sé í þróun, og þá sérstaklega á sviði erfðarþróunar og þeirra þróunar sem á sér stað á sviði -líftækni og taugalækninga.

Hvaða afleiðingar mun slík þróun hafa? Margir þeir sem vinna að þessari vegferð, hafa ekki áhyggjur af afleiðingum þróunarinnar og benda á að maðurinn hafi hingað til leyst þau viðfangsefni sem fylgja þróun mannsins.

Aðrir gagnrýna þessa viðleitni og benda meðal annars á eftirfarandi:

  • Breyting á manninum, erfðafræðilega, eða með öðru inngripi, hafi verulegar siðferðislegar afleiðingar.
  • Ódauðleik mannsins, ef slíkt gæti raungerst, yllu verulegum samfélagslegum breytingum, á öllum stigum þjóðlífs.
  • Allar líkur eru á að slík þróun myndi skapa óreiðu milli ólíkra þjóðfélagshópa. Ójöfnuð í samfélögum og frekari misskiptingu  á auði.
  • Það að gera tilraunir í þessa veru séu ekki hluta af mannlegu eðli og gæti alið af sér óskapnað.

Margir hafa gagnrýnt þróunina að ódauðleika. Bent hefur verið á að slík þróun þjóni ríkjandi valdastétt, auðjöfrum sem sækjast eftir ódauðleikanum. Á meðan við getum ekki læknað sjúkdóma eins og krabbamein, þá sé fé varið í slík verkefni, til óþurftar. Slíkri gagnrýni hefur verið svarað meðal annars á þann hátt og ef við læknum dauðan, þá læknum við flesta sjúkdóma, þar sem flestir sjúkdómar komi í kjölfar öldrunar.

https://www.humanityplus.org/

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists

Áhugaverður viðburður á morgun hjá London Futurist um áskoranir á næsta ári og lengra fram í tímann, Gjaldfrjáls viðburður á netinu. Sjá vefslóð:

Visions for 2024 and beyond, Sat, Dec 9, 2023, 4:00 PM | Meetup 

Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting
Til að taka allan vafa þá er nýja bókin hennar Sigríðar Hagalín Deus, ekki skálduð af gervigreind heldur kemur gervigreind inn í skáldskap hennar á skemmtilegan hátt.

Við þekkjum Sigríði af skjánum, sem fréttamaður Rúv. En Sigríður er einnig löngu búinn að vinna sér sess í skáldsagnagerð. Hugleiðingar hennar um framtíðaviðburði hafa vakið athygli.

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur. Stuttu eftir að skáldsagan kom út hófust jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum. Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Komum okkur í jólaskap og hlustum og spjöllum við Sigríði Hagalín, um bók hennar og annað sem okkur dettur í hug. Gleðilega aðventu.

 

Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar

Click here to join the meeting
Við höfum fengið góðan fyrirlesara til að ræða við okkur lagalegar áskorandir sem þróun gervigreindar hefur og getur hugsanlega haft í för með sér. Eiginlega skyldurmæting næsta fimmtudagsmorgun :)

Thelma Christel Kristjánsdóttir er fulltrúi í tækni, hugverka- og gervigreindarteymi BBA//Fjeldco, með málflutningsréttindi á Íslandi og væntanleg málflutningsréttindi í Kaliforníu. Hún sinnir einnig stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og er útskrifuð með LL.M. í tæknirétti frá UC Berkeley.

Vefslóðin er: 

Click here to join the meeting

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum

Næstkomandi mánudag, 21 ágúst kl 15:00 mun Gert Leonhard kynna nýtt myndband, Líttu up, gervigreind á krossgötum (LookUpNow). Eftir myndbandið er hægt að fylgjast með og taka þátt í umræðu um myndbandi og þróun gervigreindar. Hér á eftir kemur tilkynningin frá Gerd og þær vefslóðir sem nauðsynlegt er að fara inn á til að upplifa efnistökin og taka þátt. Góða skemmtun.

Greetings fellow futurists, speakers, thinkers, researchers, colleagues and friends

 On Monday August 21st at 5pm CET, 4pm UK, 11 am EST, 8am PST, 7pm Dubai, 8.30 pm India... my new film LookUpNow will premiere on Youtube: https://youtu.be/mEr9MDyMfKc (this URL is showing the trailer right now, but will change to livestream the entire film on Monday at 5pm). We will watch the film together and answer questions via YT as well as on LinkedIn (just click to sign up). The film is 24 minutes long, and afterwards we will be switching to Zoom for a live discussion and debate - it would be great to have many of you there as well - feel free to sign up at https://www.futuristgerd.com/LuNZoom (registration is required for this Zoom event). This is an invite-only session that will also livestream on YT.

 

Thanks for your kind attention and I look forward to seeing you there!

Gerd Leonhard

 

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Click here to join the meeting

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Sýningin Beyond Barcode var opnuð við Intercultural Museum í Osló þann 30. mars síðastliðinn. Á sýningunni má finna sjö framtíðarsviðsmyndir Oslóar skapaðar af ungu fólki búsett í austurhluta borgarinnar. Í þessu erindi mun Dr. Bergsveinn Þórsson, einn af sýningastjórum og hugmyndasmiður sýningarinnar, segja frá sýningargerðinni og þeim aðferðum sem beitt var við vinnslu sviðsmyndanna sem og ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar. Við undirbúning og gerð sýningarinnar var stuðst við aðferðir framtíðarfræða í bland við vísindaskáldskap og skapandi samvinnu við ólíka hönnuði og listamenn. Markmið sýningarinnar er að hvetja til þess að horfa með margbreytilegum hætti til framtíðar og ígrunda hvernig ólíkar forsendur framtíðarhugsunar geta leitt af sér fjölbreyttar mögulegar framtíðir.

 Fyrirlesarinn

Bergsveinn Þórsson er dósent og fagstjóri opinberrar stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Hann kennir námskeið við sama háskóla í menningarstjórnun og opinberri stjórnsýslu, og stýrir reglulega námskeiðum í framtíðarhugsun fyrir ólíkar stofnanir og háskóla erlendis. Rannsóknir hans snúa að loftslagsmiðlun, sjálfbærni og framtíðarlæsi menningarstofnanna þar sem hann hefur undanfarið unnið að því að móta aðferðir framtíðarlæsis meðal annars í gegnum sýningargerð og skipulagi styttri námskeiða í framtíðarhugsun og sviðsmyndagerð. Hann er hluti af alþjóðlega rannsóknarteyminu CoFutures sem er staðsett við Háskólann í Osló.

Allir velkomnir í hádeginu í dag: Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs. Aðalfundur

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða.

Við hefjum aðalfundinn með áhugaverðu erindi þeirra Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Matthiasar Sveinbjörnssonar frá Icelandair. 

Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs.

Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og Forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu          Kristínu Ólafsdóttur Framkvæmdastjóra Þjónustu og markaðsviðs munu ræða strauma og stefnu í flugi og velta fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum.

Eftir erindi þeirra ræðum við skipun stjórnar faghópsins og hugsanlega viðburði á næstunni. Endilega gefið kost á ykkur í stjórn faghópsins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Léttur hádegisverður er í boði Stjórnvísi. Næg gjaldfrjáls bílastæði eru til staðar.

 

 

Spunagreind | Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Click here to join the meeting

Spunagreind | Generative AI: 

Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Vangaveltur innblásnar af framförum á sviði Generative AI eða spunagreindar. 

 Vélvæðing ruddi sér til rúms á Íslandi á 20. öldinni. Þá var það einkum vöðvaaflið sem vélarnar leystu af hólmi og juku um leið afköst og verðmætasköpun í atvinnulífinu.

Nú er að koma fram annars konar tækni, gervigreind, sem hermir ýmsa mannlega eiginleika með sífellt betri og jafnvel ískyggilega góðum árangri.

Vélar með mannlega eiginleika leysa í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust aðkomu okkar og munu eins og áður auka afköst og verðmætasköpun.

Það er saga til næsta bæjar.

 Um er að ræða tækni sem á ensku kallast large language models eða LLMs og eru þekktar úrfærslur slíkra líkana t.d. GPT4 og ChatGPT frá OpenAI og BERT frá Google. 

Sú fyrrnefnda hefur þegar lært íslensku og mun líklega leika stórt hlutverk hér á landi á næstu misserum.  

 Það er engum blöðum um það að fletta að hér er á ferðinni tímamótatækni sem breytir leiknum fyrir einstaklinga, atvinnulíf og samfélagið í heild sinni.

 Og á þessum tímapunkti hefur tæknin líklega vakið fleiri spurningar en hún hefur svarað:

Hvaða verkefni mun þessi tækni leysa af hólmi á 21. öldinni? Eða bara árið 2023?

Hver verða áhrifin á okkur og samfélagið, í leik og starfi?

Hvað á okkur að finnast um þessa þróun? Hvernig eigum við að bregðast við?

Og síðast en ekki síst, hvernig berum við okkur að ef við viljum prófa og nýta þessa tækni til að bæta rekstur og þjónustu?

Brynjólfur Borgar er stofnandi DataLab og hefur sl. 25 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að hagnýta gagnatækni til að bæta rekstur og þjónustu.

Hann hefur fylgst með gagnatækninni þróast frá línulegum aðhvarfsgreiningum í SPSS yfir í djúp tauganet í skýinu og núverandi birtingarmynd tækninnar, t.d. í ChatGPT. 

Og allt þar á milli. 

 

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Mannkynið, fyrir og eftir gervigreind?

Mannkynið, fyrir og eftir gervigreind?

Málstofa á vegum London Futurist. Farið inn á vefslóðina til að skrá ykkur og til að fá frekari upplýsingar:

https://www.meetup.com/London-Futurists/events/291717948/?utm_medium=email&utm_source=braze_canvas&utm_campaign=mmrk_alleng_event_announcement_prod_v7_en&utm_term=promo&utm_content=lp_meetup

Hvernig lítur framtíð mannkyns út með ört vaxandi gervigreind og AGI við ystu sjónarrönd?

Hvernig lítur framtíðin út fyrir siðmenningu í aðdraganda róttækrar breytingar og innleiðingar umbreytandi gervigreindar?

Pawel er hollenskur frumkvöðull og þverfaglegur rannsakandi, sem starfar í Hollandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Kína. Helstu áhugamál hans eru almenn gervigreind, grundvallaratriði í vísindum og heimspeki, með áherslu á hugræn vísindi.

Loftslagsbreytingar og hlutverk staðla í baráttunni gegn þeim

Click here to join the meeting

Loftslagsbreytingar hafa nú þegar áhrif á líf milljóna manna um allan heim og ef við grípum ekki til aðgerða strax verða áhrif þeirra sífellt alvarlegri. En góðu fréttirnar eru þær að við höfum tæki og tækni til að hafa áhrif og staðlar gegna lykilhlutverki í þeirri baráttu. Staðlar veita sameiginlegt tungumál, leiðbeiningar og mælikvarða til að mæla framfarir í átt að sjálfbærari framtíð. Staðlar munu skapa heim þar sem loftið er hreinna, vatnið hreinna og jörðin heilnæmari fyrir komandi kynslóðir.

Haukur Logi Jóhannsson hjá Staðlaráði Íslands mun vera með erindið. Í umræðuþráðum framtíðarfræðingar hefur verið bent á að framlag staðla í baráttunni við loftslagsvána sé ómetanlegt.

Haukur er umhverfis- og auðlindafræðingur að mennt og starfa sem verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands á vettvangi umhverfismála. Þriggja barna faðir í Laugardalnum en upprunalega að norðan og gætir því stundum fyrir norðlenskum hreim. Ég hef komið víða við, starfað lengi í ferðaþjónustu og sinnt hjálparstarfi áður en ég hófst handa við að bjarga loftslaginu.

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Tveir áhugaverðir fyrirlestrar hjá London Futurist. Borgarlaun/Upplýsingaóreiða

Tveir áhugaverðir fyrirlestra hjá London Futurist. Borgarlaun/Upplýsingaóreiða

Fyrri fyrirlesturinn verður laugardaginn 21 janúar og fjallar um horfur eða þróun á hugmyndafræðinni um borgarlaun. Fyrirlesarinn er Scott Santens, höfundur bókarinnar Let there be money. Báðir fyrirlestrarnir hefjast kl 16:00.

Hér er vefslóð sem gefur frekari upplýsingar, þar sem einnig er hægt að skrá sig til þátttöku, til að taka þátt í fyrri fyrirlestrinum The prospects for Universal Basic Income, with Scott Santens, Sat, Jan 21, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

Seinni fyrirlesturinn verður laugardaginn 4 febrúar, og fjallar um á hvern hátt röngum upplýsingum sé drift eða komið á framfæri (How misinformation spreads). Professorinn Cailin O'Connor mun fjalla um viðfangsefnið á grundvelli bókar þeirra James Weatherall The Misinformation Age: How False Beliefs Spread.

Hér er vefslóð sem gefur frekari upplýsingar, þar sem einnig er hægt að skrá sig til þátttöku  How misinformation spreads, Sat, Feb 4, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

Fyrirtækja heimsókn hjá Gagarin nk fimmtudag

Fyrirtækja heimsókn hjá Gagarin - Bókið sem fyrst, takmarkaður fjöldi - Eingöngu staðarfundur

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín er eitt af athyglisverðustu fyrirtækjum hér á landi á sínu sviði. Margverðlaunað fyrir hönnun á alþjóðavettvangi á undanförnum árum. Sjá nánar https://gagarin.is/

Gagarín er framsækið og framtíðardrifið fyrirtæki, í tengslum við þær lausnir sem það þróar. Við fáum kynningu á starfsemi þess, auk þess fáum við að sjá verkefni sem það hefur verið að vinna í tengslum við þróun loftslagsmála.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Click here to join the meeting

FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Tvö stutt erindi um innviði til að takast á við framtíðaráskoranir, ásamt hugleiðingum um áherslur Sameinuðu þjóðanna, til að takast á við „Svörtu fílanna“ við sjóndeildarhringinn. Staðarfundur með kaffi og smá veitingum.

Alþjóðlegar ógnanir, ráð og stefnukostir

     Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands

Þjóðaröryggisráð Íslands. Hlutverk og starfsemi

     Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs

 

Hvað er djúptækni og hvernig hefur hún áhrif?

Click here to join the meeting

Djúptækni er svið þar sem beitt er vísindalegri og verkfræðilegri nálgun, oft þverfaglegri, við þróun lausna.  Til sviða í djúptækni teljast m.a. efnistækni, eðlisfræði, verkfræði, líftækni,raunvísindi, læknisfræði,hönnun, listsköpun sem og og tengsl við tölvunarfræði, gervigreindarþróun og fjölmörg önnur tæknisvið

Í fyrirlestrinum mun Hans Guttormur Þormar ræða um djúptækni og tengsl hennar við fjórðu iðnbyltinguna og þýðingu fyrir þekkingaruppbyggingu í samfélaginu.

Hans Þormar, er líffræðingur og hefur komið að mörgum frumkvöðlaverkefnum, og hefur verið framarlega í umræðunni um róttæka nýsköpun og tækifæri sem í henni leynast.

 

24 nóv. kl 9:00 Fenjamýri

Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP, bíður faghóp framtíðarfræða á morgunfund. Þar ætlar hann að fjalla um áhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli og þau framtíðaratriði sem geta haft áhrif á þá þróun. Gunnar þekkir vel íslenskan atvinnumarkað og er reynslumikill þegar kemur að hæfni starfa.

Fundurinn verður á skrifstofur CCP Games í Grósku (Bjargargata 1), 3ja hæð. Gengið upp stiga í miðrými eða lyftur beint fyrir aftan hann

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Fróðleikur frá Dubai

Málfundur á vegum London Futurist

Ráðstefna Dubai Future Forum mun fara fram dagana 11. og 12. október, í skapandi umhverfi Framtíðarsafnsins sem er í hjarta viðskiptahverfis Dubai. Fyrir nokkru var sett inn frétt um þessa ráðstefnu á vef Stjórnvísi. Þann 15 október nk mun David Wood fara yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni. Skráið ykkur inn á viðburðinn í gegnum þessa vefslóð:

https://www.meetup.com/London-Futurists/events/288930299/?response=3&action=rsvp&utm_medium=email&utm_source=braze_canvas&utm_campaign=mmrk_alleng_event_announcement_prod_v7_en&utm_term=promo&utm_content=lp_meetup

Vel yfir 400 af fremstu framtíðarsinnum heims, frá 15 framtíðarsamtökum, þar á meðal Íslandi, eru meðal þátttakenda, en Framtíðarsetur Íslands mun eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Markmiðið er að, skiptast á hugmyndum, deila innsýni, sjá fyrir áskoranir, huga að nýsköpunarlausnum, sem valda eða koma af stað breytingum.

Framtíðir í skapandi höndum - Manifestó um framtíðir dreifbýlis

Framtíðir í skapandi höndum

Manifestó um framtíðir dreifbýlis, nefnist fyrsti fyrirlesturinn í nýrri röð fyrirlestra sem Háskólinn á Bifröst stendur fyrir í samstarfi við Framtíðarsetur íslands ásamt Hafnar.haus undir yfirskriftinni Framtíðir í skapandi höndum.

Streymt verður frá viðburðinum á FB síðu háskólanshttps://www.facebook.com/events/5484137304973148/ 

Í þessum fyrsta fyrirlestri mun ítalski fræðimaðurinn og sýningarstjórinn Leandro Pisano segja frá lista- og rannsóknarverkefni sínu Manifesto of Rural Futurism. Um er að ræða þverþjóðlegt verkefni sem dregur fram rammpólitískt vistkerfi dreifbýla og afskekktra landsvæða. Verkefnið rýnir með gagnrýnum hætti í staðhæfingar nútímans sem ýta gjarnan dreifbýlum út í jaðarinn. Í gegnum hljóð- og myndlist er varpað ljósi á flókinn og lifandi heim ólíkra landsvæða.

Leandro Pisano er sýningarstjóri, rithöfundur og sjálfstætt starfandi fræðimaður sem vinnur á mótum lista, hljóðs og tæknimenningar. Leandro er með doktorsgráðu í menningar- og eftirnýlendufræðum við Háskólann í Napólí. Hann er framkvæmdastjóri, og stofnandi, Interferenze new arts Festival (2003) og tekur reglulega þátt í verkefnum, ráðstefnum og sýningum á raf- og hljóðlist. 

Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Framtíðarseturs Íslands og Háskólans á Bifröst þar sem sjónum er beint að fjölbreyttum og skapandi leiðum við að ímynda sér framtíðina og setja saman framtíðarsýnir. Markmið fyrirlestrarraðarinnar er að opna og leysa upp mörk fræðasviða, skapandi greina og vísinda, varpa ljósi á hreyfiafl ímyndunaraflsins og hugarfluga.

Á tímum loftslagsvár, stríðsbrölts, misskiptingu veraldlegra gæða og uppgangs öfgahyggju getur verið erfitt að sjá fyrir sér jákvæða og sjálfbæra framtíð. Framtíðir í skapandi höndum stefnir að því að sameina gagnrýna, skapandi og skipulagða leit af mögulegum framtíðum og draga fram það mikilvæga starf sem á sér nú þegar stað innan skapandi greina. Hvort sem það er vísindaskáldskapur, borgarþróun, hönnun eða listræn túlkun þá eiga fyrirlesarar raðarinnar það sameiginlegt að eiga erindi inn í það mikilvæga verkefni að huga að róttækri umbreytingu samfélagsins, umhverfisins og plánetunnar.

 

Getum við framleitt kjöt án þess að drepa dýr?

Fyrirlesarinn er Dr. Björn Örvar hjá Bioeffect/Orf. Dr. Björn er vel þekktur frumkvöðull og vísindamaður innan sviði líftækninnar.

Hérna er linkur á fundinn. 

Hugmyndir manna um að geta framleitt kjöt í verkssmiðjum án þess að slátra þurfi dýrum er ekki ný af nálinni. Þróun slíkrar tækni hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum og nú hillir undir að slíkt „vistkjöt“ verði að veruleika innan 10 ára. Þessi þróun er annars vegar hvött af framförum í stofnfrumurannsóknum, og hins vegar af mikilvægi þessa að draga úr umhverfisáhrifum hefðbundinnar kjötframleiðslu, auk aukinnar meðvitundar um mikilvægi dýravelferðar í landbúnaði. En hvar erum við stödd í dag og hvers má vænta?

Fordæmalaust tap sprotafyrirtækja. Er ekki rými á mörkuðum fyrir nýja tækni? Hvers vegna?

Áhugaverður fyrirlestur hjá London Futurist

Fyrri vefslóð hefur brotnað. Afritið eftirfarandi vefslóð, skráið ykkur á vefslóðinni og njótið:  https://www.meetup.com/London-Futurists/events/288180308/?chapterContext=true

Sprotafyrirtæki í dag hafa orðið fyrir áður óþekktu tapi, mun meira en fyrri kynslóðir slíkra fyrirtækja. Í þessari kynningu fjallar ráðgjafinn Jeffrey Funk um viðfangsefnið. Tilheyrandi lækkun hlutabréfaverða og minnkandi markaðsvirði. Hann veltir fyrir sér ástæðunum fyrir þessu vandamáli, svo sem skorti á byltingarkenndri tækni...

Notkun á gervigreind á nokkrum sviðum - Stutt málstofa

Málstofa á vegum London Futurist

Frekari upplýsingar er hægt að fá á vefslóðinni: Gervigreind

Málstofa London Futurist heitir Real Life Machine Learning 2022. Ráðstefnan er ókeypis og er ætlað þeim sem vilja fræðast um hvernig beita á gervigreindarlausnum í mismunandi atvinnugreinum. Þrír fyrirlestar, frá mismunandi atvinnugreinum, fjalla um viðfangsefnið úr frá ólíkum sjónarhornum. Þátttakendur geta beint fyrirspurnum til fyrirlestranna og komið með athugasemdir í pallborðsumræðu.

Um er að ræða veflæga málstofu eða örráðstefna. Eins og fyrr segir er málstofa ókeypis.

Aðlögunarhæfni veitingageirans í Covid-19 og notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð

Click here to join the meeting

Faghópur um breytingastjórnun heldur viðburð með blönduðu formi, þar sem byrjað verður á stuttri fræðslu um breytingastjórnun og svo er veitt áhugaverð innsýn í breytingar úr atvinnulífinu. 

Dagskrá:

09:00 – 09:05: Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og dagskrá fundarins.

09:05 – 09:20: Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á Íslandi, talar um sviðsmyndir í stefnumótun og áætlanagerð.

09:20 – 09:50: Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri hjá SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, fjallar um hvaða tæki og tól breytingarstjórnunar veitingahúsageirinn þurfti að tileinka sér í Covid-19, aðgerðum sem takmörkuðu aðgang og breyttu þjónustu veitingahúsa og áhrif aðgerðanna til langframa. ​

09:50 – 10:00: Umræður og spurningar

 

Finnland og framtíðarfræðin/Aðalfundur

Við byrjum hádegisfundinn með áhugaverðu erindi frá Önnu Sigurborgu Ólafsdóttur, framtíðarfræðingi Framtíðarnefndar Alþingis. Hún er nýkomin frá Finnlandi, þar sem nefndarmenn Framtíðarnefndar voru að kynna sér starf Framtíðarnefndar finnska þingsins sem var sett á laggirnar 1993. Finnar eru mjög framarlega á sviði framtíðarfræða og mun Anna fara yfir það sem er efst á baugi í Finnlandi. Síðar hefjum við aðalfundastörf, en við miðum við að þessi dagskrá rúmist innan klukkustundar. 

Boðið verður upp á súpu Bókasamlagsins að Skipholti 19. Mættum sem flest og höfum áhrif á starfsemi faghópsins. 

Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI - Viðskiptalífið og samfélög.

Framhaldsumræða frá málstofunni 24 mars um um afleiðingar þróunarinnar á AGI á einstaklinga, samfélög, stjórnvöld, fyrirtæki og efnahagslíf almennt.

Á málstofunni mun Rohit Talwar frá Fast Future og David Wood, stofnandi London Futurists, fjalla um lykilniðurstöður nýlegrar alþjóðlegrar könnunar á þróun og áhrifum AGI. Fram koma áhugaverðar niðurstöður sem gefa innsýn og hjálpa til við að draga fram forgangsröðun við undirbúum á þeim breytingum (straumhvörfum) sem AGI munu hafa.

Þátttaka okkar (Íslendinga) var nokkuð góð í þessari könnun.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefnum https://fastfuture.com/events/

Viðburðirnir eru gjaldfrjálsir.

Eins og fram kemur hefjast málstofunnar kl 09.00-09.45 UK/GMT (10.00-10.45 CST) Þær verða endurteknar kl 14.00-14.45 UK/GMT (15.00-15.45 CET / 09.00-09.45 EST). Ein skráning gildir fyrir alla tímasetningar og hverja málstofu.

Fyrir frekari upplýsingar um AGI er bent einnig á vefslóðina  https://bit.ly/MPAGI.

Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI

Tvær málstofur. Fyrsta 24. mars 09.00-09.45 / 14.00-14.45, síðari 31 mars. Skráning á báðar málstofunar eru á vefslóðinnni https://fastfuture.com/events/

Á málstofunum mun Rohit Talwar frá Fast Future og David Wood, stofnandi London Futurists, fjalla um lykilniðurstöður nýlegrar alþjóðlegrar könnunar á þróun og áhrifum AGI. Fram koma áhugaverðar niðurstöður sem gefa innsýn og hjálpa til við að draga fram forgangsröðun við undirbúum á þeim breytingum (straumhvörfum) sem AGI munu hafa.

Þátttaka okkar (Íslendinga) var nokkuð góð í þessari könnun.

Fyrsta málstofan er 24. mars, eða næstkomandi fimmtudag. Þar verður fjallað um hvenær og hvernig áhrifanna munu hugsanlega koma fram? Hvar það gæti verið leiðandi aðila í þróuninni komið fram, og mikilvægustu jákvæðu og neikvæðu áhrifin hennar.

Á málstofunni þann 31. mars mun verða lögð áhersla á að fjalla um hugsanlegar afleiðingar þróunarinnar fyrir einstaklinga, samfélag, stjórnvöld, fyrirtæki og efnahagslíf almennt.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefslóðinni https://fastfuture.com/events/ 

Viðburðirnir eru gjaldfrjálsir.

Eins og fram kemur hefjast málstofunnar kl 09.00-09.45 UK/GMT (10.00-10.45 CST) Þær verða endurteknar kl 14.00-14.45 UK/GMT (15.00-15.45 CET / 09.00-09.45 EST). Ein skráning gildir fyrir alla tímasetningar og hverja málstofu.

Fyrir frekari upplýsingar um AGI er bent einnig á vefslóðina  https://bit.ly/MPAGI.

Kísildalurinn, fjórða iðnbyltingin og breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði faghóps um breytingastjórnun fáum við innsýn í einn af risunum í Kísildalnum þar sem sjónum verður beint að tækni, gervigreind, verðmæti gagna, fjórðu iðnbyltingunni, framtíðinni sem við þurfum að búa okkur undir og auðvitað breytingum.

Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus, segir frá áskorunum við innleiðingar gagnadrifinnar menningar og hvernig aldur vinnustaða hefur sterk áhrif á aðlögunarhæfni í átt að slíkum breytingum. Þannig mun hann velta upp hvernig rótgrónar starfsaðferðir standa gjarnan í vegi fyrir mikilvægum umbótum og hvernig nauðsynlegt er fyrir vinnustaði að taka skref í átt að fjórðu iðnbyltingunni

Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA, mun ræða um framtíðarsýn fyrirtækisins og sér í lagi þær breytingar sem hann hefur innleitt með starfsmönnum nýverið. Breytingarnar hafa verið til að undirbúa fyrirtækið fyrir byltingu á vinnumarkaði þar sem gervigreind og vélmenni koma m.a. við sögu. NVIDIA er eitt verðmætasta gervigreindar- og tæknifyrirtæki heims og ljóst er að fyrirtækið, eins og önnur fyrirtæki í kísildalnum, sjá inn í framtíð sem við erum ekki meðvituð um og verðmætt er að fá innsýn í.

Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.

Hér verða tveir spennandi og fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi til margra. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður stjórnar faghóps um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus

09:20 – 09:50  Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna

         Athugið viðburðurinn er 15 februar, kl. 18:30 til 19:30.

Meginmarkmið fundarins er að kynna niðurstöður rannsókna á umræddu sviði (sjá lýsingu hér að neðan)

Skráið þátttöku ykkar á eftirfarandi vefslóð:  https://fastfuture.com/events/

The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings.

Sjá eftirfarandi lýsingu á efnistökum á ensku:

„In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.“

Rafmyntir – Skammvinn bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar? Framtíðir í febrúar.

„Rafmyntir – Skammvinn bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“/Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta einstaklingslífi, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

Erindið er eitt af fjórum erindum sem boðið er upp á í febrúar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is 

Erindin sem eftir eru, eru sem hér segir:

February 17th, 2022 - Exponential Technologies - a Ten Year Perspective

Drawing on a ten year deep dive of over 400 technologies, this session will examine how technologies such as AI, blockchain, computing platforms, and  communications architectures might evolve and the transformational opportunities they could enable.

February 24th, 2022 - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

Sértæk kynning á rannsóknaniðurstöðum um framtíð dulritunarhagkerfisins

February 15th, 2022 - The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings

18.30-19.30 UK / GMT (19.30-23.00 CEST / 13.30-14.30 EST)

 In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.

 

Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir. Framtíðir í febrúar.

„Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“/Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Um er að ræða samstarfsverkefni Faghóps framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarseturs Íslands, Fast Future í Bretlandi og samstarfsvettvang framtíðarfræðinga Milliennium Project. 

Erindið er eitt af fimm erindum sem boðið er upp á í febrúar. Gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is og Sævar Kristinsson, skristinsson@kpmg.is

Hin erindin eru kynnt sérstaklega sem sjálfstæðir viðburðir á vefsvæði Stjórnvísi, en um er að ræða eftirfarandi erindi: 

February 10th, 2022 - Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

This session will introduce the core components of the crypto economy, the core issues and opportunities, and its potential to transform individual lives, business, government, and society.

Rohit’s guest - sharing his perspectives on the topic - will be Kapil Gupta - a technology and crypto analyst, commentator, enthusiast, and investor and the founder of Nibana Life.

February 17th, 2022 - Exponential Technologies - a Ten Year Perspective

Drawing on a ten year deep dive of over 400 technologies, this session will examine how technologies such as AI, blockchain, computing platforms, and  communications architectures might evolve and the transformational opportunities they could enable.

February 24th, 2022 - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

Sértæk kynning á rannsóknaniðurstöðum um framtíð dulritunarhagkerfisins

February 15th, 2022 - The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings

18.30-19.30 UK / GMT (19.30-23.00 CEST / 13.30-14.30 EST)

 In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.

 

 

Bókakynning á aðventu – Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum.

  • Click here to join the meeting

    Í kynningu á bókinni segir: „Í þessari bók fjallar Kaku um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku meðal annars til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins. Hann sýnir hvernig ný tækni hefur breytt hugmyndum okkar um geiminn og gert raunhæft það sem áður þótti óhugsandi.“

Kaku heldur því fram að mannkynið geti þróað sjálfbæra siðmenningu í geimnum. En til að svo megi verða þurfi maðurinn að laga sig að breyttum aðstæðum og eftirláta háþróuðum þjörkum að finna ný heimkynni. Eftir milljarða ára þurfi afkomendur okkar hugsanlega að leita í annan alheim og yngri. Kaku fjallar um ferðalög framtíðarinnar milli stjarnanna og varpar jafnvel fram hugmyndum um ódauðleika mannsins.

Bókinni hefur verið vel tekið og er hún alþjóðleg metsölubók.

Baldur Arnarson mun kynna bókina en hann og dr. Gunnlaugur Björnsson þýddu bókina ásamt Sævari Helga Bragasyni.

Bókakynning á aðventu – Merking eftir Fríðu Ísberg

Click here to join the meeting

Í bókinni sinni fjallar Fríða um mál sem á skírskotun til margra þátta samtímans en þó ekki síst framtíðarþróunar samfélaga.

  • Í kynningu á bókinni segir: „Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag.“

Fríða Ísberg, f. 1992, lauk grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu ljóðabók sína, Slitförin, sem hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Smásagnasafnið Kláði var tilnefnt til sömu verðlauna auk Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrsta skáldsagan hennar Merking kom út hjá Forlaginu árið 2021. Fríða er ein af Svikaskáldum sem sent hafa frá sér þrjú ljóðverk og eina skáldsöguna Olía (2021) og staðið fyrir margháttuðum viðburðum tengdum ljóðlist.

Vinnumarkaður framtíðar. Hvar sem þú vilt, hvenær sem þú vilt og með þeim sem þú vilt!

Click here to join the meeting

Árelía og Herdís munu í erindi sínu fjalla um helstu áskoranir vinnumarkaðarins í framtíðinni. Báðar hafa þær mikla þekkingu  og reynslu á umræddu sviði.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science  árið 1993. Árelía stundaði doktorsnám við University of Essex og Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 2001. Árelía starfar sem dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands en sérsvið hennar er leiðtogafræði. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.

Herdís Pála er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri. Hún er með MBA gráðu, með áherslu á mannauðsstjórnun og alþjóðlega vottun sem markþjálfi. Hún hóf störf hjá Deloitte í nóvember 2019. Herdís Pála hefur um það bil 20 ára reynslu af stjórnun á sviði mannauðsmála, markaðssmála, reksturs, húsnæðismála o.fl.

Heimsmarkmiðin og framtíðin. Réttlát umskipti? - Héðinn Unnsteinsson - Haldinn í Grósku og á vefnum -

Click here to join the meeting
Fundarstaður er í Grósku, (sal sem heitir Fenjamýri) Bjargargötu 1, 102 Reykjavík (sama hús og CCP, Icelandic Startup o.fl.) 

Eitt af þeim atriðum sem litið er til næstu áratugi er hvernig til tekst við að leiða til framkvæmda vilyrði þjóða um innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hverjar verða afleiðingar aðgerðaleysis eða aðgerða vilja fyrir samfélög?

Héðinn Unnsteinsson þekkir vel til þessa sviðs og ætlar að vera með framsögu á fundinum.

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnarinnar um innleiðingu Heimsmarkmiðanna á Íslandi. Verkefnastjórnin hefur jafnframt það hlutverk að greina stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum Heimsmarmiðanna og sinna alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmiðin og hafa umsjón með framkvæmd landsrýni (e. Voluntary National Review) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Héðinn hefur starfað sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og hefur látið geðheilbrigðis málefni til sín taka og er meðal annars höfundur bókarinnar Vertu úlfur.

Pólitíkin og framtíðin – Tímabær umræða viku eftir kosningarúrslit

Pólitíkin og framtíðin – Tímabær umræða viku eftir kosningarúrslit

Laugardags málstofa á netinu á vegum London Futurist, 2. okt.nk. kl. 14:00. Nauðsynlegt er að skrá sig á vefslóðinni  A new future for politics? | Meetup

Málstofustjóri er David Wood.

Stjórnmálamenn þurfa að huga að mörgu. Við lifum á umbrotatímum. Eru stjórnmálamenn nægilega meðvitaðir um mikilvægustu tækifærin og áhætturnar sem framundan eru? Þar að segja, þær róttæku umbreytingar sem núna eiga sér stað á mörgum sviðum mannlífsins, svo sem vegna straumhvarfa við tækniþróun?

EY - Sjálfbærni fyrirtækja

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur úr Sjálfbærniteymi EY, fara stuttlega yfir það hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga varðandi sjálfbærni fyrirtækja og hvaða straumar eru ráðandi er kemur að sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Einnig verður farið yfir við hverju hægt sé að búast í framtíðinni og hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal.

Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10 mínútum í lokin fyrir spurningar, ef svo ber við.

 

Fyrirlesari:

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni í rekstri, stefnumótunar og markmiðasetningar fyrirtækja og stofnana, auk þjálfunar stjórnenda og starfsfólks, í Sjálfbærniteymi EY.

Með leiðarstein í stafni

Í fyrirlestri sínum mun Sara Lind Guðbergsdóttir, óháð framtíðarfræðum, hugleiða hvernig vinnustað við viljum skapa og hvernig við getum farið að móta hann. Hún mun segja frá reynslu sinni í tengslum við endurskipulagningu Ríkiskaupa.

Fyrirlesturinn fer fram á teams. Hér er vefslóðinClick here to join the meeting

 

Einnig má geta þess að Sara þýddi nýverið bókina Styttri (e.Shorter) eftir dr. Alex Soojung Kim Pang, framtíðarfræðing, um styttri vinnuviku. Bókin hefur að geyma lýsingu á því hvernig beita megi hönnunarhugsun við að endurhanna vinnutíma fólks og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og launagreiðenda á sama tíma.

Sara Lind Guðbergsdóttir er starfandi sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum hvar hún hefur leitt, ásamt forstjóra, umbreytingu á þeirri rótgrónu stofnun. Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Sara hefur lengst af unnið sem lögfræðingur kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur verið forstjórum, forstöðumönnum og æðstu stjórnendum stofnana til ráðgjafar í þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumörkun mannauðsmála ríkisins. Þá er Sara fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra í samninganefnd ríkisins við kjarasamningsgerð.

 

Gigg eða gullúr - Hvernig vinnum við í framtíðinni?

Við byrjum hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægir Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn.
 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

Hnattrænn heili – Forsendur og rök – Laugardags fyrirlestur á vegum London Futurist

Á þessum fyrirlestri á vegum London Futurist mun prófessor Schneider deila nokkrum af nýjustu rannsóknum sínum, þar á meðal um mögulega tilkomu „hnattræns heila“. Hún mun einnig svara spurningum þátttakenda um sýn sína á nýstofnaða miðstöð „Center for the Future Mind“, sem hún er frumkvöðull að stofnun miðstöðvarinnar.

Frekari upplýsingar eru á vefslóðinni The Global Brain Argument | Meetup 

Í vetur munum við kynna valda fyrirlestra á vegum London Futurist sem er varpað á vefinn. Fyrirlestrarnir eru oftast á laugardögum, stuttir og hnitmiðaðir. Þau ykkar sem hafið áhuga á að sjá alla fyrirlestra á vegum London Futurist er bent á að gerast áskrifendur á þeirra miðlum. Yfirleitt þarf á skrá sig inn á fyrirlestrana. 

Stjórnarfundur (lokaður fundur) faghóps um framtíðarfræði

Ákveðið hefur verið að boða stjórnarfund 18 ágúst næstkomandi kl 12:00. Fundarstaðurinn er á Vinnustofu Kjarvals https://kjarval.com/ , Austurstræti 10a. Þau ykkar sem ekki hafið komið þar inn þá er þetta mjög skemmtilegt rými, skapandi og rúmgott. Meginatriði fundarins er að ræða dagskrá vetrar.

Vinnustofa Kjarvals er opin félagaðilum og því þarf að slá inn lykilnúmer til að komast inn. Síðan er tekin lyftan upp á fimmtu hæð og þá eruð þið mætt á staðinn. Spyrjið um Kjarvalsstofu ef engin er að taka móti ykkur. Stjórnvísi bíður upp á hádegisveitingar.

Ég vil benda á bílastöðuhúsið við Hafnartorg til að leggja bílnum, þaðan er örstutt á fundarstað. 

Á fundinum gætum við að hafa gott rými á milli okkar. Hlakka til að sjá ykkur, vonandi eftir gott og nærandi sumarfrí.

Hafið samband ef þið viljið koma einhverju á framfæri fyrir fundinn, kær kveðja, Karl Friðriksson, 8940422 eða karlf@framtidarsetur.is

Í tilefni fundarins valdi ég mynd eftir meistara Kjarval sem heitir Áhuginn vildi svo margt :)

Þrjár sviðsmyndir vegna COVID -19 fyrir Bandaríkin - Málstofa

Málstofa verður miðvikudaginn 28 júlí næstkomandi og hefst kl 20:00 á íslenskum tíma.

Sjá kynningartexta frá skipuleggjendum hér:

July 28 at 4 PM New York Time, Ted Gordon, Paul Saffo, and I will give a 1.5 to 2-hour session on how we produced the three Covid Pandemic Scenarios for the USA last year and key insights about both methodologies and content.

The three scenarios described invents with cause and effect links out to January 2022. We will share lessons learned while producing short-term futures research in the middle of an emergency. As you know, futures research/foresight is input to strategy, but in this situation they were developed simultaneously. The process we used and the lessons learned may be useful for you in similar situations. We plan to leave plenty of time for Q&A

The session is free, and we are doing this pro bono. Bill Halal and others will be conducting a separate executive workshop after our session for $195. That is a separate registration, you can attend our session without the requirement of registering for the executive workshop.

To register for this session with Ted, Paul, and myself, go to: https://www.eventbrite.com/e/coping-with-pandemics-conference-tickets-145079204807

You and download the full report at: http://www.millennium-project.org/covid-19/

 

Á rökstólum um langlífi - Viðburður á morgun

Með stuttum fyrirvara viljum við vekja athygli á viðburði sem verður á morgun um langlífi, en innan framtíðarfræða er stórhópur fræðimanna sem leggja stund á rannsóknir á þessu sviði, langlífi mannsins og áhrif þess.

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_6ellS_fERCG2dqIBYoLnDg

Frekari upplýsingar um viðburðinn er á þessari slóð: 

https://www.longevity.international/launch-event

 

 

 

Aðalfundur og erindið "Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana"

Click here to join the meeting
Stjórn faghóps um framtíðarfræði býður upp á áhugavert erindi sem Árelía Eydís Guðmundsdóttir, fyrirlesari og dósent hjá Háskóla Íslands heldur við upphaf aðalfundar fyrir starfsárið 2021-2022. 

Árelía nefnir erindið sitt: Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana.

Peter Drucker einn helsti stjórnenda hugsuður tuttugustu aldar sagði þessi fleygu orð. Hann kom fyrstur fram með hugmyndir um þekkingarstarfsmenn, þekkingarstjórnun jafningjastjórnun og átti drúgan hluta í hugmyndum um leiðtoga og breytingastjórnun. Líf hans einkenndist af stöðugum breytingum og þekkingarleit. Um leið og við tökumst á við óvissa tíma, afleiðingar heimsfaraldurs og breytt landslag í kjölfar hans, eru bæði tækifæri og ógnanir sem blasa við á íslenskum vinnumarkaði. Í þessum örfyrirlestri er fjallað um helstu áskoranir, og tækifæri stjórnenda í dag og hvernig þeir geta skapað breytta framtíð.

Eftir erindinu verða umræður en síðan verður á dagskrá tilnefningar í stjórn faghópsins og tillögur að umbótum.

Vefslóð fundarins er: 

Click here to join the meeting

 

Hver er ég? Með framtíðarfræðingnum Tracey Follows

Hugsanleg skemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur

Að hugleiða framtíðir - Málstofa

Opin og veflæg málstofa fyrir kennara og áhugasama um framtíðina.

Málstofan er haldin í tilefni af útgáfu kennslubókarinnar Að hugleiða framtíðir. Bókin er gefinn út af Framtíðarsetri Íslands í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Framtíðarfræðingurinn Peter Bishop, fjallar um tilurð bókarinnar og mikilvægi þess að skapa ungu fólki tækifæri til að móta sína framtíð. Peter Bishop er einn þekktasti fræðimaður á sínu sviði og er frumkvöðull í menntun ungs fólks á sviði framtíðarfræða.

Jafnframt verður fjallað um á hvern hátt bókin gæti nýst í kennslu á sviði frumkvöðla og nýsköpunarmenntunar.

Föstudagurinn 19 mars kl 15:00 – Sjáumst á Teams. Hér er vefslóðin: 

Click here to join the meeting

 Kynning á bókinni má einnig finna hér

 Frekari upplýsingar má fá á vef Framtíðarseturs Íslands - www.framtidarsetur.is

  

Dagur framtíðarinnar – Alþjóðlegt samtal fyrsta mars

Fyrsta mars á hverju ári ræða ólíkir aðilar um framtíðaráskorandir í opnu samtali í 24 tíma alstaðar að í heiminum. Oft er vísað til dagsins sem afmælisdag kjarnorkuvopnatilraunarinnar í Kyrrahafi og eyðuleggingar hennar. Það er því vel við hæfi að samtal hefjist í Aotearoa-Nýja Sjálandi kl. 12:00 á þeirra tíma. En Nýja Sjáland hefur bannað kjarnorkuvopn og hefur barist fyrir kjarnorkuvopnalausum, friðsamlegum og sjálfbærum heimi. Það er kannski ekki fyrir alla að fylgjast með slíkri umræðu, en nú vitið þið allavega að henni ef áhugi er til staðar :)

Fylgist með og takið þátt, sjá hér

Er framtíðin snjöll fyrir alla?

Click here to join the meeting

Áhugaverður fyrirlestur næstkomandi föstudag

Tæknirisar líkt og Google og Amazon eru þekktir fyrir að nýta sér snjallar lausnir, byggðar á gervigreind og vélnámi. En hvað með fyrirtæki sem eru ekki Google? Hvernig lítur framtíðin út fyrir fyrirtæki hér á landi sem vilja nýta sér snjallvæðingu og gervigreind, og hvar er best að byrja?

Fyrirlesarinn á þessum áhugaverða morgunfundi verður Diljá Rudolfsdóttir.

Diljá lærði gervigreind í Háskólanum í Edinborg og hefur unnið við snjallvæðingu hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum, og vinni nú sem Forstöðumaður snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.

Click here to join the meeting

 

 

Fjármyndun samfélaga og borgarlaun- Framtíðarrýni

London Futurist bjóða upp á zoom streymi frá fundi með Geoff Crocker á morgun kl 16:00. Nauðsynlegt er að skrá sig. Gjaldið á fundinn er tvö og hálft pund!

Enski titill erindisins er Sovereign Money Creation and Basic Incom. Skráning og frekari upplýsingar eru á vefslóðinni, hér.

Geoff Crocker, Radix's newest fellow, technology strategist, author, and advocate for both basic income and sovereign money. He will be sharing insights from his recent book Basic Income and Sovereign Money: the alternative to economic crisis and austerity policy.

Framtíð vinnu eftir Covid

Origo er með áhugavart vefvarp 28 janúar nk kl. 9:00 með framtíðarfræðingnum Graeme Codrington. Sjá hér.

Graeme Codrington er sérfræðingur í þróun vinnuumhverfis og vinnustað framtíðarinnar. Hann hefur einstakan sýn og hæfni til að blanda saman framúrstefnulegum rannsóknum og húmor sem hann kemur frá sér á nýstárlegum og hvetjandi vinnustofum.

Graeme er meðstofnandi á TomorrowToday, alþjóðlegs fyrirtækis sem sérhæfir sig í greiningu framtíðar- og viðskiptastefna. Hann er einnig gestakennari við fjóra virta viðskiptaskóla, þar á meðal London Business School. Hann er meðlimur í World Future Society, The Institute of Directors, International Association for the Study of Youth Ministry, SA Market Research Association, Global Federation of Professional Speakers og MENSA.

Skráningin á viðburðinn er á origo.is á https://www.origo.is/vidburdir/framtid-vinnu-eftir-covid

 

 

Úrgangsmál og hringrásarhagkerfið

Click here to join the meeting
Í baráttunni gegn loftlagsvánni er þörf á að leggja áherslu á hringrásarhagkerfið í auknum mæli þar sem við komum í veg fyrir að ónýttar auðlindir verði að úrgangi ásamt því að viðhalda verðmætum eins lengi og mögulegt er. Á fundinum verður hringrásarhagkerfið skoðað út frá sjónarhóli endurvinnslu og fráveitu. 

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingur fráveitu Veitna í nýsköpun og tækniþróun, kynnir stefnuáherslur fráveitunnar í heildarstefnu Veitna og hugsanlegar leiðir til að hrinda í framkvæmd áherslum um bætta nýtingu orku- og auðlindastrauma.

Við rekstur fráveitna vegast á sjónarmið um metnað í umhverfismálum annars vegar og hagsýni hins vegar. Fráveitan tekur við verðmætum afurðum frá viðskiptavinum sínum, þar með talið orkuríkum lífrænum efnum og áburðarefnum sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á á heimsvísu í fyrirsjáanlegri framtíð. Endurheimt þeirra úr skólpinu er hins vegar ekki einfalt verk. Í stefnu Veitna kemur meðal annars fram að fullnýta skuli möguleika fráveitunnar til orku- og verðmætasköpunar. Hvað þýða þessar áherslur í íslensku samhengi? 

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra mun ræða um tækifærin sem fólgin eru í hringrásarhagkerfinu þegar kemur að flokkun endurvinnsluefna og úrgangsmál fyrirtækja. Terra hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg.

UNESCO ráðstefna um framtíðarlæsi

Þessa dagana er haldin ráðstefna á vegum UNESCO um framtíðarlæsi. Ráðstefnan hófst í gær og stendur til og með laugardeginum 12. des. Um er að ræða netráðstefnu sem er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku. Vefslóðin er:

https://events.unesco.org/event?id=255234025&lang=1033

Auk ráðstefnunnar þá er hægt að skoða sýningarbása (Boots) margra félaga, frá ýmsum löndum á sviði framtíðarfræða. Það eitt gæti verið áhugavert. 

Ný viðmið í opinberi þjónustu - Straumhvörf í stafrænni þróun

Join Microsoft Teams Meeting
Fjóla María Ágústdóttir, hjá Samband íslenskra sveitarfélaga, áður hjá verkefninu Stafrænt Íslands, fjallar um þróun nýrra viðmiða í opinberum rekstri á sviði stafrænar þróunar og breytingar framundan.

Erum við ófær að takast á við alþjóðlegar áskorandir?

Áhugaverður viðbuður á vegum London Futurists

Þrátt fyrir alla þekkinguna og tækniþróunina þá virðist vera ófært að vinna bug á alþjóðlegu áskorunum sem blasir við okkur í dag: loftslagsbreytingar, fólksflutningar, heimsfaraldrar, öfgar, þrælahald, stríð, eiturlyfjasmygl , fátækt og ójöfnuður? Simon Anholt, þekktur ráðgjafi og höfundur bókarinnar The Good Country Equation: How We can Repair the World in One Generation“, mun velta þessum staðreyndum upp í fyrirlestri sínum.

Farið inn á eftirfarandi vefslóð til að bóka ykkur á viðburðinn, sem er gjaldfrjáls:

https://www.meetup.com/London-Futurists

 

Hlutverk og markmið framtíðarnefndar VR

Join Microsoft Teams Meeting
Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, sem starfar við starfsmenntamál hjá VR, fjallar um framtíðarnefnd VR, hlutverk og markmið og helstu áskoranir í starfi.

Sviðsmyndir um starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 28. október frá kl. 9:00-10:30 halda KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála, rafrænan kynningarfund á sviðsmyndum um starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu á komandi misserum. Sviðsmyndirnar voru gerðar með aðkomu aðila með sérþekkingu á starfsumhverfi greinarinnar.

Markmið þessarar vinnu er að draga fram þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þannig að hægt sé að meta, og forgangsraða viðeigandi aðgerðum svo samræmi sé milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs um þær.

Dagskrá:

Opnun og kynning
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri

Erindi ráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra

Kynning KPMG á sviðsmyndunum
Sævar Kristinsson og Steinþór Pálsson, sérfræðingar KPMG

Pallborð
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Fundinum verður streymt á Youtube hlekk sem sendur verður til skráðra þátttakenda á þriðjudag. Hér má skrá sig á fundinn 

 

https://kpmg.wufoo.com/forms/kynningarfundur-a-sviasmyndum-asl-feraaajanustu/

KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála 

Nýjar áskoranir fyrir verslun og þjónustu - Að lifa í nýjum veruleika

Join Microsoft Teams Meeting

Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko og Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG, fjalla um framtíðaráskoranir í verslun og þjónustu. Hver er hinn nýi veruleikinn í kauphegðun neytandans. 

Viðburður á vegum London Futurists - Að lifa tíma straumhvarfa!

Enska heiti viðburðarins er: Living in the age of the jerk. Tchnology Innovation, Pendemics and our Future. Viðburðurinn verður á fimmtudeginum 22 okt. kl. 18:00. Gæti verið áhugavert að fylgjast með undir lok þessa vinnudags?

Nauðsynlegt er að skrá sig á eftirfarandi vefslóð, en þar er einnig frekari upplýsingar: 

https://www.meetup.com/London-Futurists/events/273922052/?rv=ea1_v2&_xtd=gatlbWFpbF9jbGlja9oAJDY0MzUwMTJiLTAyZjEtNGNhYS05MjliLTdiZTFlYmQ0NmY3Mg&utm_campaign=event-announce&utm_medium=email&utm_source=promo

Fyrirlesarinn er Michael Baxter, en David Wood, sem mörg okkar kannast við heldur utan um viðburðinn.

Aukin áhrif umhverfismála á atvinnulífið - Að lifa í nýjum veruleika

Join Microsoft Teams Meeting

Helga Jóhanna Bjarnadóttir er umhverfis- og efnaverkfræðingur og sviðsstjóri Samfélagssviðs EFLU þar sem m.a. eru unnin verkefni á sviði skipulags-, umhverfis- og samgöngumála.

Helga hefur um árabil sinnt ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála í fyrirtækjum og sveitarfélögum, vistvænni hönnun og mati á  kolefnisspori bæði fyrir vörur og fyrirtæki.

Covid og hvað svo? Stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar heimsfaraldurs

Netráðstefnu á vegum Framtíðarseturs Íslands og Háskólana á Bifröst,
Hér er linkur til að skrá sig á ráðstefnuna

18. september, 2020, kl. 09:00 til 10:30

Dagskrá:
Ávarp
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
 
Sviðsmyndir – Eitt besta hjálpartæki stjórnenda í óstöðugu umhverfi
Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG
 
Fjármál í sveiflutengdu hagkerfi
Guðmundur Kristinn Birgisson hjá Íslandbanka
 
Stafræn framþróun í kjölfar Covid
Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 
Getur tónlist sagt fyrir um framtíðina?
Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst
 
Framtíðarlæsi – Nýsköpun á óvissutímum
Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn inn á þessari vefslóð:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeIjDx9yOcgHf7gAk1yBwjhrQuXFMCIkWSMNDj6hQUdbHT-sg/viewform
 

Invitation to an online seminar on COVID-19, AI, and the future of wor

“COVID-19, Artificial Intelligence, and the Future of Work. A Swedish and Icelandic dialogue”

 You are invited to an online seminar aiming to initiate a Nordic discussion regarding the future of work, organized by the Swedish Institute for Futures Studies, the Icelandic Centre for Innovation, the Icelandic Centre for Future Studies, and the Swedish Embassy in Iceland.

 Date and time: Friday, 12th of June at 13.00-14.30 (Swedish time) / 11.00-12.30 (Icelandic time)

Place: IFFS Virtual Meeting Room. Join by going to https://my.meetings.vc/meet/90516535

 Description:

 Even before the COVID-19 pandemic struck the world, several trends indicated that we are on the threshold to a new world of work. Rapid technological change such as the increasing powers of artificial intelligence and automation, are likely to transform and replace both blue- and white-collar jobs. The new technology also enables a fast-growing gig-economy and a radically different relationship between employer and employees. These trends have been catalyzed by the pandemic. Working from home is the new norm for many and it is uncertain what the physical workplace will look like after the pandemic.

 What are the potentials and risks when technology transforms work? What kinds of work do we want to promote in the post-pandemic world? How will the workplace and the relation between employers and employees change? Please join us and representatives from civil society, government, business, and research, in discussing some of these issues.

 The seminar will begin with introductions from Swedish and Icelandic experts on these issues. After the introductions, all participants are welcome to join the discussion, which will be moderated by the CEO of the Swedish Institute for Futures Studies, Gustaf Arrhenius. Our  hope is that the seminar will mark the start of a new Nordic dialogue, and enable mutual exchange of ideas and knowledge.

 Introductory speakers:

Moa Bursell is a sociologist at the Swedish Institute for Futures Studies and Stockholm University. Her current research studies implicit prejudice, ethnic inclusion, exclusion and boundary making in the labor market and in welfare services. She will talk about the effects of businesses implementing artificial intelligence in their recruitment process.

 Tryggvi Brian Thayer works as a researcher in the School of Education at the University of Iceland. He will talk about his area of expertise, concerning the challenges for education raised by technological and social change, in connection to different megatrends.

 Karim Jebari is a philosopher at the Swedish Institute for Futures Studies. He specializes in how we should relate to the risks and opportunities of technological innovation. He will talk about the current hype around artificial intelligence, and the way it hides that many problems the technology is supposed to solve are not problems at all.

 Sævar Kristinsson is a managing consultant at KPMG, and works with the Icelandic Centre for Futures Studies. He will talk about how COVID-19 and future trends impact the strategies of companies and organizations.

 

 

 

 

 

 

Future – Spaces live 2020

Hér er áhugaverður viðburður á netinu 3 júní nk., frá Finnlandi, sjá vefslóð. Ef þið hafið áhuga þá þurfið þið að skrá ykkur á viðburðinn sem fyrst. Karl Friðriksson

Athugið að greiða þarf þátttökugjald.

https://futurespaces.fi/

 

Aðalfundur faghóps um framtíðarfræði

Ath: Breyttur fundarstaður vegna góðrar þátttöku

Stjórn faghóps um framtíðarfræði heldur aðalfund til að skipuleggja áframhaldandi starf. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag, 25 maí kl. 12:00 í Fjósinu - félagsheimili Vals við hlið Friðrikskapellu að Hlíðarenda.  Veitingar:  Mexikósk kjúklingasúpa og kaffi í boði Stjórnvísi. Rúm gott fundarrými og næg bílastæði.

Dagskrá fundar:

  1. Stutt innlegg frá Sævar Kristinssyni, KPMG, sem hann nefnir: Tækifæri í nýju starfsumhverfi.
  2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  3. Hugsanlegir viðburði á næsta starfsári.
  4. Skipun stjórnar.

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins.

Að raska dauðanum – Ólíklegar eða líklegar framtíðir? Netstreymi þann 15 apríl nk.

Það eru nokkuð stórhópur fræðimanna sem vinna að því að framlengja líf manna, ekki um nokkra áratugi heldur til eilífðar. Þau ykkar sem hafi gaman að, og áhuga á þessum þætti þróunar mannsins, getið tekið þátt í vefstreymi 15 apríl nk. Farið inn á vefslóðina og tilkynnið þátttöku ykkar. Með Páskakveðju, Karl Friðriksson

https://dice.fm/event/drw9g-disrupting-death-technology-the-future-of-dying-dismantled-15th-apr-online-event-livestream-london-tickets

 

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Test viðburður

 

 

 

  • Taka fram ef viðburði er streymt
  • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn og fyrir hverja (taka fram hvaða veitingar eru í boði ef um það er að ræða)
  • Nafn/nöfn fyrirlesara 
  • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á) 
  • Staður  
  • Dagsetning.

Viðburði aflýst: Hugmyndatorg Vörustjórnunarhóps Stjórnvísi

Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:00 til 10:45 mun Vörustjórnunarhópur (innkaup og birgðastýring) Stjórnvísi standa fyrir Hugmyndatorgi (e. Marketplace) í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík. Það munu fjórir aðilar segja frá hugmyndum, vandamálum eða einhverju sem þeir vilja leysa á betri hátt. Kynningin mun fela í sér fjóra eftirfarandi þætti og er hugmyndin að þarna sé vettvangur til að skapa umræður og fá endurgjöf frá öðrum meðlimum Stjórnvísi. 

  1. Kynningu á vandamáli.
  2. Hvað hefur verið gert.
  3. Hver var útkoman.
  4. Hugmyndir að öðrum lausnum.


Fyrirkomulagið:

- Þegar fólk mætir verða borðin merkt með viðfangsefni. Fólk velur sér borð en það verða einungis 6-8 pláss á hverju borði og ef borðið er fullt þarf að velja sér annað borð / viðfangsefni þ.e. fyrstir koma fyrstir fá reglan.

- Markmiðið er að meðlimir hópsins geti mætt, tekið þátt í umræðum, deilt hugmyndum og reynslu og lært af öðrum. Stjórnarmenn vörustjórnunarhópsins verða borðstjórar og stýra umræðum og vinnunni í hópunum. 


Dagskrá:

Kl. 09:00 - Tómas Sigurbjörnsson vinnustofustjóri mun bjóða fólk velkomið og kynna reglurnar. Fyrirlesarar fá um 5 mín hver til að kynna sitt viðfangsefni.

Kl. 09:30 - Vinna í hópum. Rýna vandamál og koma með hugmyndir. Áætlaður tími 30 mín.  

Kl. 10:00 - Kynning frá þeim sem kom með vandamálið á topp 2-3 lausnum eða einu atriði sem viðkomandi lærði af þessari vinnu og gæti gagnast. Hver kynning ætti ekki að vera meira en 5 mín.

 Kl. 10:30 - Farið yfir helstu niðurstöður og rætt um fyrirkomulag vinnustofunnar.

 

Viðfangsefni og fyrirlesarar:


Viðfangsefni 1: Hverjar eru helstu áskoranir í uppsetningu vöruhúsa?

Björgvin Hansson vöruhúsastjóra Innnes sem vinnur núna að því að opna fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi. Starfaði áður hjá Ölgerðinni sem vöruhúsastjóri og stýrði flutningum hjá þeim í eitt hús. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi í ferlum og uppsetningum vöruhúsakerfa hjá Nobex í 5 ár.


Viðfangsefni 2: Hvernig mun aukin umhverfisvitund hafa áhrif á innkaup framtíðarinnar?

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir sviðsstjóri Markaðsþróunar hjá EFLU verkfræðistofu og stjórnarmaður í Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi. Hún hefur starfað hjá EFLU frá árinu 2012 en áður starfaði hún sem vörustjóri hjá Landsbankanum og hjá Kreditkorti. Jónína er með MSc í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.


Viðfangsefni 3: Hversu oft á að leita tilboða, skanna markað og leita tilboða fyrir regluleg innkaup?

Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri Gasfélagsins ehf.  Starfaði áður hjá Rio Tinto Alcan, bæði á Íslandi og Frakklandi.  Hann er með Græna Beltið í Lean Six Sigma og unnið samkvæmt þeirri aðferðafræði í mörg ár. Í dag sér hann um stærstan hluta innkaupa fyrir Gasfélagið á bæði hrávörum og rekstrarvörum.


Viðfangsefni 4: Hvaða ABC greining hentar best fyrir regluleg innkaup?

Daði Rúnar Jónsson ráðgjafi hjá AGR Dynamics. Starfaði áður við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku. Hann er með MSc í Logistics og SCM frá Aarhus University og hefur haldið námskeið í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar í Opna háskólanum (HR) síðust ár.

 

Vinnustofan er í samstarfi við Lean- og Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi.  

Hámarks fjöldi þátttakanda á Hugmyndatorginu er 30 manns.

Móttaka og aðlögun erlendra starfsmanna

Erlendu starfsfólki fjölgar hratt á Íslandi. Hvernig geta vinnuveitendur brugðist við ? Hvernig er best að hátta móttöku erlendra starfsmanna? 

Fáum reynslusögu frá fyrirtæki sem hefur tekið á móti fjölmörgum erlendum starfsmönnum.

Rut Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á mannauðs- og gæðasviði Strætó bs tekur á móti okkur á höfuðstöðvum Strætó og segir okkur frá reynslu þeirra. 

Framtíðarstraumar í matvælum - Fundinum hefur verið aflýst.

Fundinum hefur verið aflýst.

Framtíðarstraumar í matvælum

Starfsmenn Future Food Institute verða með kynningarfund næstkomandi föstudag kl 14:00 hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8. Stofnunin er samstarfsaðili FAO og UNID. Fjallað verður um nýja strauma og munstur á sviði matvæla á alþjóðavísu. Einnig munu sprotaverkefnin Atmonia og Optitog kynna verkefni sín. Magnús Guðmundsson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Ísland mun jafnframt kynna áhugavert verkefni á sviði matvæla.

Tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni 5. september

Njótið góðs efnis á netinu. Skráið ykkur sem þátttakendur til að fá vefslóð senda. 

Málstofa sem fer fram samtímis með sömu dagskrá á sex stöðum á landinu en jafnframt verður hún send út á netinu. Hægt verður að taka þátt með því að mæta á einhvern þessara 6 staða sem eru Borgarnes, Ísafjörður, Sauðárkrókur, væntanlega Akureyri, Reyðarfjörður og Selfoss eða tengjast netinu.

Hvaða tækifæri eru í sjónmáli

Að hugsa til framtíðar gefur tækifæri til að takast á við breytingar, dagurinn í dag er forgengilegur. Þéttbýlisstaðir og borgir víðsvegar á heimsvísu, eru upptekin á að þróa það sem nefnt er snjallar lausnir, oftast í tengslum við stafræna þróun. Oft er um að ræða að auka sjálfvirkni og innleiða nýjungar sem eru skilvirkari í tengslum við atvinnuþróun, menntun, heilbrigðismál eða við heimilisstörf. En tækifærin eru ekki síður við að þróun dreifðra byggða.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:

Kl. 09:00 Setning ráðherra.
Kl. 09:10 Fundarstjóri tekur við.
Kl. 09:15 Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda - og tækniráðs 
Kl. 09:35 David Wood, framtíðarfræðingur fá Bretlandi
Kl. 09:55 Stafænt Ísland. Berglind Ragnarsdóttir
Kl. 10:15 Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum. Eva Pandóra Baldursdóttir
Kl. 10:30 Stutt kaffi hlé
Kl. 10:40 Austurland. Magnús Ásmundsson
Kl. 10:50 Norðurland eystra. Tilkynnt síðar
Kl. 11:00 Norðurland vestra. Ingvi Hrannar Ómarsson
Kl. 11:10 Suðurland. Eva Björk Harðardóttir
Kl. 11:20 Vestfirðir. Arnar Sigurðsson.
Kl. 11:30 Vesturland. Sævar Freyr Þráinsson.
Kl. 11:40 Kaffi og vinnustofur
Kl. 12:30 Súpa og brauð
Kl. 13:00 - Fyrirspurnir og umræður
Kl. 13:30 - Ráðstefnulok

Frekari upplýsinga er hægt að nálgast á www.nmi.is

Samfélagið og stjórnun. Er öldrun tækifæri eða kvöð? Sviðsmyndir öldrunar 2020 -2040

Samfélagið og stjórnun. Er öldrun tækifæri eða kvöð?

Sviðsmyndir öldrunar 2020 -2040

  • Hvaða forsendur liggja á bak við „jákvæða eða neikvæða þróun“ öldrunar? Verður þróunin út frá raunveruleikanum í dag, eða mun „öldrun verður stöðvuð?“
  • Tækifæri fyrir atvinnulífið og áhrif öldrunar á fyrirtæki og stofnanir.
  • Atriði sem hafa áhrif á líkindi ólíkra sviðsmynda – framtíða.
  • Hagrænar rökfærslur: Þrep sem unnið er að – Langlífi/ávinningur.
  • Samfélagslegar rökfærslur: Líf án öldrunar.
  • Hvernig er hægt að takast á við umbreytingar sem eru handan morgundagsins?

Fyrirlesari David Wood, framtíðarfræðingur, London Futurists

David Wood, D.Sc., was one of the pioneers of the smartphone industry, and is now a renowned futurist commentator.

David spent 25 years envisioning, architecting, designing, implementing, and avidly using smart mobile devices. He co-founded Symbian, the creator of the world’s first successful smartphone operating system, and served on the leadership teams of Psion Software and Symbian from 1996-2009. At different times, his executive responsibilities included software development, technical consulting, developer evangelism, partnering and ecosystem management, and research and innovation. His software for UI frameworks and application architecture has been included on 500 million smartphones from companies such as Nokia, Motorola, Sony Ericsson, Sharp, Fujitsu, and Samsung.

From 2010 to 2013, David was Technology Planning Lead (CTO) of Accenture Mobility. He also co-led Accenture’s “Mobility Health” business initiative. He now acts as independent futurist, consultant, and writer, at Delta Wisdom.

As chair of London Futurists, David has organized regular meetings in London since March 2008 on futurist and technoprogressive topics. Membership of London Futurists now exceeds 3,800.

David was lead editor of the volume “Anticipating 2025: A guide to the radical changes that may lie ahead, whether or not we’re ready”, published in June 2014. His own book “Smartphones and beyond: lessons from the remarkable rise and fall of Symbian” was published in September 2014, and has been described as “One of the most candid and revealing books a technology executive has ever written”. His most recent book is “Envisioning Politics 2.0: How AIs, cyborgs, and transhumanism can enhance democracy and improve society”.

David has a triple first class mathematics degree from Cambridge, and undertook doctoral research in the Philosophy of Science. In 2009 he was included in T3’s list of “100 most influential people in technology”. He has been a Fellow of the Royal Society of Arts (FRSA) in London since 2005, and a Fellow of the IEET (Institute for Ethics and Emerging Technologies) since January 2015.

Aðalfundur faghóps um framtíðarfræði

Ákveðið hefur verið að halda aðalfund faghóps um framtíðarfræði í beinu framhaldi af viðburði hópsins þann 3 maí nk. kl. 08:45 til 10:00 hjá Microsoft á Íslandi í Borgartún 25.  Áhugasamir í stjórn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.

Aðalfundurinn á ekki að taka langan tíma, en hér að neðan eru verklagsreglur Stjórnvísi um framkvæmd fundarins og viðmið.               

Starf faghópa – Viðmið Stjórnvísi

Ábyrgð og hlutverk stjórnar faghópa

Stjórn faghóps ber ábyrgð á að aðalfundur sé haldinn og að á aðalfundi sé kosin stjórn faghóps og ber ásamt framkvæmdastjóra Stjórnvísi ábyrgð á að verklagsreglu þessari um stjórnun viðburða sé fylgt.

  •      Stjórn faghóps útbýr dagskrá fyrir komandi starfsár faghópsins. Mikilvægt er að setja fundi sem fyrst inn á dagatal
  •      Stjórnarmeðlimir faghóps séu  virkir í starfi Stjórnvísi, þ.e. Innan faghóps, við undirbúning og framkvæmd viðburða
  •      Í faghópasamfélagi/samstarfi við aðra faghópa Innan Stjórnvísi, s.s. vegna skipulagsfunda, þjálfunar og öðru á vegum Stjórnvísi.
  •      Upplýsa aðila faghópsins um áhugaverða viðburði innanlands sem utan

Ábyrgð og hlutverk formanna faghópa

Formaður faghóps boðar til aðalfundar faghóps. Aðalfundur skal haldinn á tímabilinu mars-apríl ár hvert. Á aðalfundi sé a.m.k. eftirfarandi tekið fyrir:

  •      Kosning stjórnar
  •      Viðmiðunarfjöldi í stjórn, þ.e. í stjórn faghóps geta verið allt frá 4-10 manns
  •      Samsetning í stjórn, þannig að í henni séu aðilar frá ólíkum fyrirtækjum/stofnunum/háskólasamfélaginu
  •      Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  •      Formaður faghóps í samstarfi við stjórn faghóps, annast upplýsingastreymi til stjórnar og skrifstofu Stjórnvísi.

 

Fullbókað: Stefnumótun og framtíðir: Áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft

Faghópar Stjórnvísi um framtíðarfræði og stefnumótun sameinast um kynningarfund með Microsoft á Íslandi, þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heimir Fannar Gunnlaugsson og fleiri fara annars vegar yfir aukin áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.

STEFNUMÓT VIÐ FRAMTÍÐINA - Stefnumótunarferli Listaháskóla Íslands: aðferðir og áskornir.

Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og verkefnastjóri stefnumótunarinnar og Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri í myndlist, segja frá nýlega afstöðnu stefnumótunarferli Listaháskólans. Fjallað verður um val á aðferðum, þær leiðir sem farnar voru til að auka á samráð og þátttöku í ferlinu, og um þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í þátttöku alls starfsfólks. 

Framtíðarfræði - hvað er það?

Það færist í vöxt að rætt sé um breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og að breytingarnar séu það umfangsmiklar að þær ógni núverandi skipan atvinnugreina og vinnumarkaðar. Áhrifin geta líka verið mikil á þjónustu fyrirtækja og hjá hinu opinbera. Með ofangreint sem útgangspunkt er í fyrirlestrinum fjallað um framtíðarfræði. Farið verður í framlag greinarinnar við varðandi það að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar, eða framtíðir. Farið verður yfir helstu aðferðir framtíðarfræða sem gera mögulegt að lágmarka áhættu við stefnumótun og nýsköpun.

Fyrirlesari verður Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um framtíðarfræði sem fag og tengingu þess við stefnumótun og nýsköpun.

Hvað framtíðarfræði er hafur verið rætt í hópnum um framtíðarfræði. Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hjá Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu um efnið og eru félaga í Stjórnvísi velkomnir.

Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur hefur sett saman Framtíðarhóp, til að meta og huga að framtíðaráskorunum fyrirtækisins. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem stígið hafa þetta skref hérlendis og því áhugavert að heyra í starfsmönnum og forsvarsmönnum hópsins um markmið og skipulags hópsins og hvernig hópurinn muni starfa. 

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!-Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!  - Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk.
Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.
Háskólinn í Reykjavík,  Stofa M104.

Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið býður upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna.

Í fyrirlestrinum mun Pauline fjalla um nauðsyn þess að endurskilgreina karlmennskuna til að stuðla að friðsælli og framsæknari heimi. Segir hún að margt megi betur fara í stjórnunarháttum samtímans og að eitt af helstu vandamálunum sé skökk sýn á karlmennskuna og kynhlutverkin eins og þau hafa verið skilgreind af menningu og trúarbrögðum. Það sé kominn tími fyrir mannkynið að leita að öðrum leiðum til forystu sem ekki byggja á slíkum hugmyndum eða á aðferðum feðraveldisins. Stjórnun og forysta sem byggi á viðteknum karlmennskuhugmyndum grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Eina leiðin til að koma á réttlæti og sjálfbærri þróun byggi á algjörri endurskilgreiningu á karlmennsku á öllum sviðum lífsins.

Pauline er stofnandi Future African Leaders Project og er félagi í Center for Health and Social Policy. Hún starfaði sem ráðgjafi fyrir UNAIDS um árabil og sinnir stjórnar- og ráðgjafastörfum, þar á meðal hjá Foundation for Sustainable Development og The Circle of Concerned African Woman Theologians. Pauline rekur fyrirtækið African Women & Youth sem er skapandi hönnunarfyrirtæki sem handgerir vandaðar handsmíðaðir afríkuvörur fyrir heimsmarkaðinn. Árið 2011 hlaut Pauline The United Methodist Church Global Leadership Award og Huffington Post hefur tilnefnt Pauline sem eina af 50 mikilvægustu trúarleiðtogum heims. Hún hefur meistarapróf frá Yale University Divinity School og doktorsgráðu frá Union Theological Seminary í New York. Pauline er stundarkennari í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð.

Fullbókað: Sviðsmyndir og gerð fjárhagsáætlana. Að rýna í framtíðir til að meta forsendur við áætlanagerð.

Birgir B. Sigurjónsson, fjármálstjóri Reykjavíkur, hefur að undanförnu nýtt sviðsmyndagerð (e.scanario planning) við gerð fjárhagsáætlana. Það verður áhugavert að heyra frá reynslu Birgis við að nýta sér þessa nýbreytni við gerð áætlana. Áhugavert innlegg fyrir stjórnendur sem væntanlega eru á fullu við að fullgera áætlanir sínar fyrir næsta/u ár.

Sviðsmyndagerð er ein útbreiddasta aðferð framtíðfræða. Aðferðin er aðallega þekkt sem aðferð við stefnumótun og við hvers kyns nýsköpun.

Við munum hittast í herbergi Borgarráðs á annarri hæð í Ráðhúsinu 14. Nóvember nk. kl 8:30. Takmarkaður fjöldi kemst á fundinn eða 20 þátttakendur.

Virði þess að hugsa lengra fram í tímann - Ertu að huga að framtíðinni?

Fyrirlesari: Guy Yeoman

Virði þess að hugsa lengra fram í tímann – Ertu að huga að framtíðinni?

Ensk fyrirsögn á erindinu er:  The value of long-term thinking - are you thinking about the future?

Aðeins um Guy Yeoman

Prior to moving into the futures field Guy spent over a decade working in the emerging online and internet sector across a variety of enterprises, from small scale start-ups, through professional service firms to international investment banks, undertaking roles across production management, global service development and strategy.

Since 2009, Guy has undertaken futures work across a number of sectors including consulting assignments for the European Commission and UK government departments, international conferences, charitable foundations, third sector membership organisations, creativity and innovation companies, humanitarian academic programmes, university departments, design studios and also on behalf of other commercial futures advisory consultancies.

Guy is involved with ongoing futures research projects across a number of specific domains of interest, including the Arctic and disasters and risk and has extensive experience developing and building international partnerships and collaborations around futures projects including working with University institutes and departments, commercial consulting and innovation organisations and a variety of other individual strategic foresight professionals.

Við ystu sjónarrönd, sóknarfæri eins langt sem auga eygir.../ Hagnýtt verkfæri til nýsköpunar og stefnumótunar

Fyrsti fagfundur faghóps um framtíðarfræði á vegum Stjórnvísi

Þann 14. júní kl. 8:30 til 9:30 efnir faghópur um framtíðarfræði til fundar með Andrew Curry. Hann mun á fundinum fjalla um aðferðina til framtíðarrýnis sem nefnist Three Horizon, sem hægt er að skýra Við ystu sjónarrönd.

Aðferðin fjallar um daginn í dag og hvað er við ystu sjónarrönd og hvernig hægt sé að greina sóknarfæri til skamms og lengri tíma.

Verkfræðistofan EFLA hf. ætlar að hýsa fundinn (sjá meðfylgjandi kort). Allir félaga í Stjórnvísi eru velkomnir.

Aðeins um Andrew Curry á ensku:

Andrew Curry is a Director of Kantar Futures in the London office, where he leads the company’s futures and scenarios work. He combines expertise in this with a strong knowledge of media, technology, and sustainable development.

 

He has directed a wide range of futures and scenarios projects for both private and public sector clients. These include, for the UK Government Foresight program, Intelligent Infrastructure Systems scenarios (looking at sustainability in the UK transport sector), scenarios for the Sustainable Energy Management and the Built Environment program, for a global client an analysis of the future of resources, as well as a wide range of other commercial sector futures projects, from the future of work to the future of golf.

 

He also supervises the company’s thought-leadership program, Future Perspectives, and has written or co-written a number of recent titles in this series, including Unlocking New Sources of Growth, The World in 2020, The Future of the Eurozone, and Technology 2020.

 

Andrew has published a number of articles on futures techniques and issues (for example in the Journal of Futures Studies and Foresight). His co-written paper for Foresight on post-crisis economic scenarios and their implications for aid and development was rated as an “Outstanding Paper” for 2012. Andrew received the top WPP Atticus Grand Prix award for the for his 2012 submission, Unlocking New Sources of Growth: How to find new value in new places.  He is a Board member of the Association of Professional Futurists, and has recently edited for them an ebook on The Future of Futures.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?