Click here to join the meeting
Á þessum viðburði faghóps um breytingastjórnun fáum við innsýn í einn af risunum í Kísildalnum þar sem sjónum verður beint að tækni, gervigreind, verðmæti gagna, fjórðu iðnbyltingunni, framtíðinni sem við þurfum að búa okkur undir og auðvitað breytingum.
Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus, segir frá áskorunum við innleiðingar gagnadrifinnar menningar og hvernig aldur vinnustaða hefur sterk áhrif á aðlögunarhæfni í átt að slíkum breytingum. Þannig mun hann velta upp hvernig rótgrónar starfsaðferðir standa gjarnan í vegi fyrir mikilvægum umbótum og hvernig nauðsynlegt er fyrir vinnustaði að taka skref í átt að fjórðu iðnbyltingunni
Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA, mun ræða um framtíðarsýn fyrirtækisins og sér í lagi þær breytingar sem hann hefur innleitt með starfsmönnum nýverið. Breytingarnar hafa verið til að undirbúa fyrirtækið fyrir byltingu á vinnumarkaði þar sem gervigreind og vélmenni koma m.a. við sögu. NVIDIA er eitt verðmætasta gervigreindar- og tæknifyrirtæki heims og ljóst er að fyrirtækið, eins og önnur fyrirtæki í kísildalnum, sjá inn í framtíð sem við erum ekki meðvituð um og verðmætt er að fá innsýn í.
Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.
Hér verða tveir spennandi og fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi til margra. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00
Dagskrá:
09:00 – 09:05 Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður stjórnar faghóps um Breytingarstjórnun
09:05 – 09:20 Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus
09:20 – 09:50 Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA
09:50 – 10:00 Umræður og spurningar