Fyrirlesarinn er Dr. Björn Örvar hjá Bioeffect/Orf. Dr. Björn er vel þekktur frumkvöðull og vísindamaður innan sviði líftækninnar.
Hugmyndir manna um að geta framleitt kjöt í verkssmiðjum án þess að slátra þurfi dýrum er ekki ný af nálinni. Þróun slíkrar tækni hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum og nú hillir undir að slíkt „vistkjöt“ verði að veruleika innan 10 ára. Þessi þróun er annars vegar hvött af framförum í stofnfrumurannsóknum, og hins vegar af mikilvægi þessa að draga úr umhverfisáhrifum hefðbundinnar kjötframleiðslu, auk aukinnar meðvitundar um mikilvægi dýravelferðar í landbúnaði. En hvar erum við stödd í dag og hvers má vænta?