Málfundur á vegum London Futurist
Ráðstefna Dubai Future Forum mun fara fram dagana 11. og 12. október, í skapandi umhverfi Framtíðarsafnsins sem er í hjarta viðskiptahverfis Dubai. Fyrir nokkru var sett inn frétt um þessa ráðstefnu á vef Stjórnvísi. Þann 15 október nk mun David Wood fara yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni. Skráið ykkur inn á viðburðinn í gegnum þessa vefslóð:
https://www.meetup.com/London-Futurists/events/288930299/?response=3&action=rsvp&utm_medium=email&utm_source=braze_canvas&utm_campaign=mmrk_alleng_event_announcement_prod_v7_en&utm_term=promo&utm_content=lp_meetup
Vel yfir 400 af fremstu framtíðarsinnum heims, frá 15 framtíðarsamtökum, þar á meðal Íslandi, eru meðal þátttakenda, en Framtíðarsetur Íslands mun eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Markmiðið er að, skiptast á hugmyndum, deila innsýni, sjá fyrir áskoranir, huga að nýsköpunarlausnum, sem valda eða koma af stað breytingum.