Harpa Austurbakki 2, Reykjavík
Framtíðarfræði, Gervigreind,
2 febrúar, Eldborg kl. 8:45 -9:03 Harpa
Einn af aðalfyrirlesurum á UTmessunni er José Cordeiro sem mörg okkar kannast við. Erindið hans nefnist: The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity. Ekki missa af þessum viðburði. José, verður síðan á ráðstefnunni að árrita á nýlega bók sína Death of the Death.
Frekari upplýsingar, skráning og greiðsla ráðstefnugjalds, sjá hér:
https://utmessan.is/heildardagskra/fostudagur.html
Hér er greinarkorn til fróðleiks. Gert af fingrum fram :)
Ástríðan fyrir ódauðleikanum
José Cordeiro, einn af aðalráðumönnum á UTmessunni.
Stutt lýsing – Að fingrum fram
José Cordeiro er vel þekktur og virtur innan senu framtíðarfræða, og þá ekki síst, að vera einn of megintalsmönnum þeirra sem telja að það sé ekki langt í það að maðurinn nái að lækna dauðan, samanber nýjustu bók hans og David Wood, The Death of death. Jose, tilheyrir vaxandi fjölda fræðimanna á þessu sviði, en líklega er Ray Kurzweil, þróunarstjóri Google, þeirra þekktasti. Hann og José hafa starfað að framþróun þessarar hugmyndafræði, sérstaklega innan Singularity háskólans í Silicon Vallay, í Bandaríkjunum.
Innan framtíðarfræða, eins og öðrum greinum, eru ólíkir aðilar með ólíkar áherslur. Á meðan hinn hefðbundni framtíðarfræðingur vinnur að að stoða fyrirtæki og samfélög að greina framtíðaráskoranir þá eru aðrir að vinna af ástríðu og skapa æskilega framtíð, að þeirra mati. José Cordeiro og félagar að lækna dauðann, Elon Musk, að gera Mars að hýbýli manna.
En er hugmyndin að lækna dauðann, hugmyndafræði eða raunverulegur möguleiki? Vísindarannsóknir á þessu sviði fleygir fram. Nokkuð ljóst er að líftími okkar hefur lengst. Einnig hefur verið sýnt fram á að hægt er að draga úr öldrun, plantna og dýra, og að einhverju leiti mannsins. Eldri menn þurfa ekki að vera eins og menn voru vanur að vera! Vegna rannsókna á sviði læknavísinda, þá getur maður verið með ígrædd líffæri af ólíkustu tegundum. Örtæki til að aðstoða grunnatriði lífs, eins og öndun, hjartslátt og notkun lyfja, svo eitthvað sé nefnt. Þessi þróun hefði þótt vísindaskáldskapur fyrir nokkrum áratugum síðan. Að undanförnu hefur orðið veldisvöxtur í tækniframförum á sviði erfða-og líftækni. Sama má seiga um önnur tæknisvið, eins og efna- og nanótækni, eða stafrænar þróunar, eins og á sviði gervigreindar.
Færumst við nær ódauðleikanum? Erum við að nálgast það sem nefnt hefur verið transhúmanisma, þar sem vél og maður sameinast og gerir okkur ódauðleg? Margar vísbendingar er um að slíkt sé í þróun, og þá sérstaklega á sviði erfðarþróunar og þeirra þróunar sem á sér stað á sviði -líftækni og taugalækninga.
Hvaða afleiðingar mun slík þróun hafa? Margir þeir sem vinna að þessari vegferð, hafa ekki áhyggjur af afleiðingum þróunarinnar og benda á að maðurinn hafi hingað til leyst þau viðfangsefni sem fylgja þróun mannsins.
Aðrir gagnrýna þessa viðleitni og benda meðal annars á eftirfarandi:
- Breyting á manninum, erfðafræðilega, eða með öðru inngripi, hafi verulegar siðferðislegar afleiðingar.
- Ódauðleik mannsins, ef slíkt gæti raungerst, yllu verulegum samfélagslegum breytingum, á öllum stigum þjóðlífs.
- Allar líkur eru á að slík þróun myndi skapa óreiðu milli ólíkra þjóðfélagshópa. Ójöfnuð í samfélögum og frekari misskiptingu á auði.
- Það að gera tilraunir í þessa veru séu ekki hluta af mannlegu eðli og gæti alið af sér óskapnað.
Margir hafa gagnrýnt þróunina að ódauðleika. Bent hefur verið á að slík þróun þjóni ríkjandi valdastétt, auðjöfrum sem sækjast eftir ódauðleikanum. Á meðan við getum ekki læknað sjúkdóma eins og krabbamein, þá sé fé varið í slík verkefni, til óþurftar. Slíkri gagnrýni hefur verið svarað meðal annars á þann hátt og ef við læknum dauðan, þá læknum við flesta sjúkdóma, þar sem flestir sjúkdómar komi í kjölfar öldrunar.
Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands