Teams
Framtíðarfræði, Loftslags- og umhverfismál,
Click here to join the meeting
Í baráttunni gegn loftlagsvánni er þörf á að leggja áherslu á hringrásarhagkerfið í auknum mæli þar sem við komum í veg fyrir að ónýttar auðlindir verði að úrgangi ásamt því að viðhalda verðmætum eins lengi og mögulegt er. Á fundinum verður hringrásarhagkerfið skoðað út frá sjónarhóli endurvinnslu og fráveitu.
Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingur fráveitu Veitna í nýsköpun og tækniþróun, kynnir stefnuáherslur fráveitunnar í heildarstefnu Veitna og hugsanlegar leiðir til að hrinda í framkvæmd áherslum um bætta nýtingu orku- og auðlindastrauma.
Við rekstur fráveitna vegast á sjónarmið um metnað í umhverfismálum annars vegar og hagsýni hins vegar. Fráveitan tekur við verðmætum afurðum frá viðskiptavinum sínum, þar með talið orkuríkum lífrænum efnum og áburðarefnum sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á á heimsvísu í fyrirsjáanlegri framtíð. Endurheimt þeirra úr skólpinu er hins vegar ekki einfalt verk. Í stefnu Veitna kemur meðal annars fram að fullnýta skuli möguleika fráveitunnar til orku- og verðmætasköpunar. Hvað þýða þessar áherslur í íslensku samhengi?
Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra mun ræða um tækifærin sem fólgin eru í hringrásarhagkerfinu þegar kemur að flokkun endurvinnsluefna og úrgangsmál fyrirtækja. Terra hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg.