Microsoft á Íslandi Borgartún, Reykjavík
Góðir stjórnarhættir , Framtíðarfræði,
Ákveðið hefur verið að halda aðalfund faghóps um framtíðarfræði í beinu framhaldi af viðburði hópsins þann 3 maí nk. kl. 08:45 til 10:00 hjá Microsoft á Íslandi í Borgartún 25. Áhugasamir í stjórn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.
Aðalfundurinn á ekki að taka langan tíma, en hér að neðan eru verklagsreglur Stjórnvísi um framkvæmd fundarins og viðmið.
Starf faghópa – Viðmið Stjórnvísi
Ábyrgð og hlutverk stjórnar faghópa
Stjórn faghóps ber ábyrgð á að aðalfundur sé haldinn og að á aðalfundi sé kosin stjórn faghóps og ber ásamt framkvæmdastjóra Stjórnvísi ábyrgð á að verklagsreglu þessari um stjórnun viðburða sé fylgt.
- Stjórn faghóps útbýr dagskrá fyrir komandi starfsár faghópsins. Mikilvægt er að setja fundi sem fyrst inn á dagatal
- Stjórnarmeðlimir faghóps séu virkir í starfi Stjórnvísi, þ.e. Innan faghóps, við undirbúning og framkvæmd viðburða
- Í faghópasamfélagi/samstarfi við aðra faghópa Innan Stjórnvísi, s.s. vegna skipulagsfunda, þjálfunar og öðru á vegum Stjórnvísi.
- Upplýsa aðila faghópsins um áhugaverða viðburði innanlands sem utan
Ábyrgð og hlutverk formanna faghópa
Formaður faghóps boðar til aðalfundar faghóps. Aðalfundur skal haldinn á tímabilinu mars-apríl ár hvert. Á aðalfundi sé a.m.k. eftirfarandi tekið fyrir:
- Kosning stjórnar
- Viðmiðunarfjöldi í stjórn, þ.e. í stjórn faghóps geta verið allt frá 4-10 manns
- Samsetning í stjórn, þannig að í henni séu aðilar frá ólíkum fyrirtækjum/stofnunum/háskólasamfélaginu
- Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
- Formaður faghóps í samstarfi við stjórn faghóps, annast upplýsingastreymi til stjórnar og skrifstofu Stjórnvísi.