Félagar okkar í London Futurist standa fyrir netviðburði laugardaginn 21 desember. Áhugaverð dagsskrá og áhugaverðar umræður um ólíkar framtíðir fyrir samfélög, á alþjóðavísu, fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ef þið hafið áhuga þá farið þið inn á vefslóðina Visions for 2025 and beyond, Sat, Dec 21, 2024, 4:00 PM | Meetup og skráið ykkur til þátttöku. Skráning er nauðsynleg. Frekari upplýsingar eru að finna á framangreindri vefslóð.
Framtíðarfræði
Framtíðarfræði
Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum.
Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.
Viðburðir á næstunni
Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.
Notið eftirfarandi vefslóð:
Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.
Fréttir
Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:
https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc
https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK
Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir
Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina?
Framtíðarfestivalið er haldið í Grófinni 25. janúar 2025.
Hér gefst tækifæri til að losa okkur úr fötrum hversdagsleikans og þróa fjölbreyttar framtíðir:
Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvernig ferðu á milli staða og hvað sérðu umhverfis þig? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðaðir á þessum degi?
Nánari upplýsingar er á vef safnsins Framtíðarfestival | Borgarbókasafnið (borgarbokasafn.is)
Framtíðarhorfur og áskoranir til þjóða heimsins
Komin er út skýrslan The State of the Future 20.0, Framtíðarhorfur 20. útgáfa. Skýrslan er gefin út af samstarfsvettvanginum Millennium Project en Framtíðarsetur Íslands er formlegur samstarfsaðili vettvangsins. Skýrslan er víðtæk og veitir yfirsýn yfir málefni og tækifæri í tengslum við framtíð mannkyns. Hún sýnir það sem við ættum að vita í dag til að við getum forðast það versta og náð því besta fyrir framtíð siðmenningarinnar.
Í skýrslunni eru teknar saman 15 hnattrænar áskoranir um sjálfbæra þróun og loftslagsbreytingar, um vatn, íbúa og auðlindir, lýðræðisvæðingu, framsýni og ákvarðanatöku, upplýsingatækni og gervigreind. Skýrslan fjallar um bil ríkra og fátækra, heilsu og sjúkdóma, menntun og nám, stríð og frið. Einnig er fjallað um breytt hlutverk kvenna, skipulagða glæpastarfsemi, vísindi og tækni, orkumál og alþjóðlega siðfræði. Hvert efni inniheldur stutt yfirlit, lista yfir aðgerðir ásamt svæðisbundnum sjónarmiðum þeirra. Umrædd skýrsla er sú tuttugasta í röð sambærilegra skýrsla, og eru skýrslurnar uppfærðar reglulega. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Millennium Project, https://www.millennium-project.org/the-millennium-project-releases-the-state-of-the-future-20-0/