Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.
Framtíðarfræði
Framtíðarfræði
Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum.
Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.
Viðburðir á næstunni
Fréttir
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Í annarri viku febrúar verður áhugaverð ráðstefna um alþjóðlega þróun gervigreindar, tækifæri og ógnir https://www.elysee.fr/en/sommet-pour-l-action-sur-l-ia Verulegur undirbúningur hefur farið fram þannig að ráðstefnan skil einhverjum áfanga í „vegferð gervigreindarinnar.“
Í gær var gefin út umfangsmikil skýrsla í tengslum við ráðstefnuna The International Scientific Report on the Safety of Advanced AI. Hægt er að nálgast skýrsluna þessari vefslóð:
Um er að ræða 298 blaðsíðna skýrslu, með um 1366 tilvitnum. Höfundarnir, sem eru 96 eru allir sérfræðingar í gervigreind. Teymisstjóri hópsins er Yoshua Bengio.
Hér er stutt kynning á Twitter:
https://x.com/Yoshua_Bengio/status/1884593469265502482
Að lokum þá mun Yoshua Bingio vera með fyrirlestur frá París 9 febrúar. Hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi á vefslóðinni: https://www.youtube.com/live/qBdox9VTRcs
Í mánuðunum var sérstakur fundur hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þróun gervigreindar, ógnir og tækifæri. Umræðan gæti verið áhugaverð fyrir suma og sum erindin einnig. Þróun sem verður í brennidepli næstu árin. Sjá eftirfarandi vefslóð:
Artificial intelligence (AI) - Security Council, 9821st meeting | UN Web TV
Stjórn




