Click here to join the meeting
Stjórn faghóps um framtíðarfræði býður upp á áhugavert erindi sem Árelía Eydís Guðmundsdóttir, fyrirlesari og dósent hjá Háskóla Íslands heldur við upphaf aðalfundar fyrir starfsárið 2021-2022.
Árelía nefnir erindið sitt: Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana.
Peter Drucker einn helsti stjórnenda hugsuður tuttugustu aldar sagði þessi fleygu orð. Hann kom fyrstur fram með hugmyndir um þekkingarstarfsmenn, þekkingarstjórnun jafningjastjórnun og átti drúgan hluta í hugmyndum um leiðtoga og breytingastjórnun. Líf hans einkenndist af stöðugum breytingum og þekkingarleit. Um leið og við tökumst á við óvissa tíma, afleiðingar heimsfaraldurs og breytt landslag í kjölfar hans, eru bæði tækifæri og ógnanir sem blasa við á íslenskum vinnumarkaði. Í þessum örfyrirlestri er fjallað um helstu áskoranir, og tækifæri stjórnenda í dag og hvernig þeir geta skapað breytta framtíð.
Eftir erindinu verða umræður en síðan verður á dagskrá tilnefningar í stjórn faghópsins og tillögur að umbótum.
Vefslóð fundarins er:
Click here to join the meeting