16. október 2020 09:29
Streymi af fundinum er á facebooksíðu Stjórnvísi. Helga Jóhanna Bjarnadóttir umhverfis- og efnaverkfræðingur og sviðsstjóri Samfélagssviðs EFLU flutti í morgun áhugavert erindi á vegum faghópa um framtíðarfræði og loftslagsmál. Í Eflu eru m.a. unnin verkefni á sviði skipulags-, umhverfis- og samgöngumála. Helga hefur um árabil sinnt ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála í fyrirtækjum og sveitarfélögum, vistvænni hönnun og mati á kolefnisspori bæði fyrir vörur og fyrirtæki.
Karl Friðriksson formaður faghóps um framtíðarfræði setti fundinn og kynnti Helgu Jóhönnu. Fjöldi manns mætti á fundinn og hvatti Karl fundargesti til að skrá sig í nýstofnaðan faghóp um loftslagsmál. Helga hóf erindi sitt á að segja frá hvað þurfi að gerast á næsta árum. Mikilvægt er að fara úr línulegu hagkerfi í hringrásarhagkerfi. Í línulega hagkerfinu er vörunni hent í lokin en í hringrásarhagkerfi er það eins og náttúran hefur það og í lokin er ekki hent heldur endurframleitt, deilt og endurunnið. Deilihagkerfið er farið að vera sýnilegt t.d. að deila hjólum sem er orðið sýnilegt. Fljótlega verður farið að deila bílum.
En hvernig eru umhverfismál að hafa áhrif á atvinnulífið. Nú er kallað eftir meira gagnsæi og upplýsingum um eiginleika vöru og þjónustu. Núna er samfélagið að verða tilbúið fyrir græna vöru og þjónustu og fjármagnstofnanir eru byrjaðir að bjóða upp á græn skuldabréf og vistvæna græna valkosti. En hvað er umhverfisvænt? Ísland hefur sett sér markmið að vera kolefnishlutlaust 2040. Fyrirtæki leggja fram samfélagsskýrslur. Við mat á vörum er Svanurinn, vistspor o.fl. Varðandi mat á fyrirtækjum og skilgreiningu á umhverfisáhrifum í rekstri er mest notað Green House Gas Procontrol, Global Reporting Initiative o.fl. Fyrir rekstur er horft á kolefnissport fyrir árið, fyrir einstaka vöru er horft upp og niður virðiskeðjuna.