Virði þess að hugsa lengra fram í tímann - Ertu að huga að framtíðinni?

Fyrirlesari: Guy Yeoman

Virði þess að hugsa lengra fram í tímann – Ertu að huga að framtíðinni?

Ensk fyrirsögn á erindinu er:  The value of long-term thinking - are you thinking about the future?

Aðeins um Guy Yeoman

Prior to moving into the futures field Guy spent over a decade working in the emerging online and internet sector across a variety of enterprises, from small scale start-ups, through professional service firms to international investment banks, undertaking roles across production management, global service development and strategy.

Since 2009, Guy has undertaken futures work across a number of sectors including consulting assignments for the European Commission and UK government departments, international conferences, charitable foundations, third sector membership organisations, creativity and innovation companies, humanitarian academic programmes, university departments, design studios and also on behalf of other commercial futures advisory consultancies.

Guy is involved with ongoing futures research projects across a number of specific domains of interest, including the Arctic and disasters and risk and has extensive experience developing and building international partnerships and collaborations around futures projects including working with University institutes and departments, commercial consulting and innovation organisations and a variety of other individual strategic foresight professionals.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

The value of long-term thinking - are you thinking about the future?

Guy Yeoman var fyrirlesari á fundi á vegum framtíðarfræða í KPMG í morgun.  Fyrirlestur Guy var bæði fræðilegur og áhugaverður og er hægt að nálgast hann í streymi á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Guy sagði frá því að fólki líkar svo vel við tölur því það skilur þær.  Við gerum stefnumótun til 5 ára í senn því við viljum öryggi og skilja hvert við erum að fara og geta haldið utan um það.  „Yet change itself is neither static nor neatly parceled in unrelated single-issue packets...“ (Wendy Schultz) er eitt af uppáhaldskvótum Guy.  Vandamálið okkar er að við leitum alltaf í öryggi.  Guy ræddi mikilvægi þess að fara í stefnumótunarvinnu. Mikilvægt er að skilja 1. Hver við erum sem fyrirtæki að fara 2. Hver er tilgangur okkar? Stefnumótunarvinna gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir í dag.  Með því að fara í stefnumótunarvinnu skiljum við betur hvar við erum stödd og það umhverfi sem við erum í.  Við komum auga á tækifæri, áhættur í umhverfinu og að skilja ólíkar framtíðir með því að fá ólíka einstaklinga á öllum stigum með í vinnuna.  Þannig fáum við ólíka og réttari sýn.  

Tengdir viðburðir

Leiðtoginn og framtíðarvitund hans.

Hvað þarf til að takast á við óvissu og taka ákvarðanir um framtíðarstefnumið í rekstri. Sabrina Sullivan og Meghan Donohoe (sjá Linkedin) mun fjalla um þetta viðfangsefni sem er hluti af viðburðum Dubia Future Society 15 apríl næstkomandi kl 13:00.

Viðburðurinn gæti verið áhugaverður fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á valdeflandi forystu og framtíðarrýni.

Skráið ykkur til þátttöku á eftirfarandi vefslóð; https://us06web.zoom.us/meeting/register/u-ikvrqsRreVyvAuVqIPJQ#/registration

Eldri viðburðir

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu

Join the meeting now

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands

Hlekkur á viðburð  

Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.

Transhumanism: Future scenarios, with Max More

Hver er betri til að fjalla um hugsanlegri framtíð transhúmanisma en sá sem almennt er talinn vera upphafsmaður nútíma transhumanisma, Max More?

Max mun á þessari málstofu London Futurist, sem verður á netinu, ræða um þær sviðsmyndir (framtíðir) sem hugsanlega fela í sér transhumanisma, þær líklegustu eða eftirsóknarverðustu. Max gaf þessa skilgreiningu á hugtakinu árið 1990: „Transhumanismi er flokkur lífsspeki sem leitast við að halda áfram og hraða þróun vitsmunalífs umfram núverandi mannlega mynd og mannlegar takmarkanir með vísindum og tækni."

Skráning og nánar upplýsingar eru á eftirfarandi vefslóð: Transhumanism: Future scenarios, with Max More, Sat, Mar 15, 2025, 4:00 PM | Meetup

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Notið eftirfarandi vefslóð: Teams fundarboð

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

 

sli.do Q&A og spurningar

„Þróunargallar“ London Futurist

Ögrandi skoðun á því hvernig leitað er að árangurs til skamms tíma á kostnað langtímalifunar - þróunarkenndur "galli" sem útskýrir allt frá eitruðum vinnustöðum til loftslagsbreytinga.

Þetta gæti verið að hluta til lýsing á bókinni sem fyrirlesarinn, Kristian Rönn hefur nýlega gefið út. Bók hans ber titilinn The Darwinian Trap: The Hidden Evolutionary Forces That Explain Our World (and Threaten Our Future).rwinískir englar.

Sjá nánari upplýsingar. Skráning er nauðsynleg, Engineering Darwinian angels, with Kristian Rönn, Sat, Feb 15, 2025, 4:00 PM | Meetup

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?