Click here to join the meeting
Í bókinni sinni fjallar Fríða um mál sem á skírskotun til margra þátta samtímans en þó ekki síst framtíðarþróunar samfélaga.
- Í kynningu á bókinni segir: „Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag.“
Fríða Ísberg, f. 1992, lauk grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu ljóðabók sína, Slitförin, sem hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Smásagnasafnið Kláði var tilnefnt til sömu verðlauna auk Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrsta skáldsagan hennar Merking kom út hjá Forlaginu árið 2021. Fríða er ein af Svikaskáldum sem sent hafa frá sér þrjú ljóðverk og eina skáldsöguna Olía (2021) og staðið fyrir margháttuðum viðburðum tengdum ljóðlist.