Bókasamlagið Skipholt 19, Reykjavík
Framtíðarfræði,
Við byrjum hádegisfundinn með áhugaverðu erindi frá Önnu Sigurborgu Ólafsdóttur, framtíðarfræðingi Framtíðarnefndar Alþingis. Hún er nýkomin frá Finnlandi, þar sem nefndarmenn Framtíðarnefndar voru að kynna sér starf Framtíðarnefndar finnska þingsins sem var sett á laggirnar 1993. Finnar eru mjög framarlega á sviði framtíðarfræða og mun Anna fara yfir það sem er efst á baugi í Finnlandi. Síðar hefjum við aðalfundastörf, en við miðum við að þessi dagskrá rúmist innan klukkustundar.
Boðið verður upp á súpu Bókasamlagsins að Skipholti 19. Mættum sem flest og höfum áhrif á starfsemi faghópsins.