Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis, Futures Democracies, á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), sjá nánar á vefnum https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/

Bætum samfélagið með virkri þátttöku við að móta æskilegasta form lýðræðis.

Eftirfarandi er grein sem birtist fyrir stutt sem kynnir viðfangsefnið að hluta.

Er lýðræðið meira berskjaldaðar nú en áður?

Bent hefur verið á að lýðræðið sé eins og hvert annað mannanna verk, þarf endurmat og sífelldrar umræðu, til að það sé skilvirkt og þjóni samfélögum, í takt við væntingar á hverjum tíma. Alþjóðleg ráðstefna Framtíðarseturs Íslands, og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), Futures of Democarcies, dagana 21. til 23. febrúar næstkomandi er ætlað að vera vettvangur slíkra umræðna.

Lýðræðið er ekki sjálfgefið

Sagan segir okkur að lýðræðið eigi oftar en ekki erfitt uppdráttar. Lýðræði getur breyst í einræði, og er þannig ekki sjálfgefið eins og við viljum stundum halda. Í dag eru blikur á lofti um að lýðræðisleg þróun sé stöðnuð og eigi erfitt með að takast á við breyttar framtíðaráskoranir.

Sem dæmi um áskoranir má nefna:

  • Breytt fjölmiðlaumhverfi og skautun í stjórnmálaumræðu
  • Samfélagslega þreytu, þegar fólk upplifir áhrifaleysi
  • Ásælni í auðlindir og misskipting auðs
  • Vanhæfni við að takast á við langtímaþróun svo sem á sviði umhverfismála og grænna umskipta
  • Stigvaxandi tækniþróun, svo sem þróun gervigreindar, erfða- og líftækni
  • Skort á að takast á við ný viðhorf er tengjast siðferði og félagslegum breytingum

Samkvæmt The Global State of Democracy 2023, virðist lýðræði á fallanda fæti í næstum helmingi ríkja heims þó svo mörg landanna eigi langa lýðræðishefð. Í þessu sambandi hefur verið bent þróun stjórnmála í Bandaríkjunum, breyttar áherslur í mörgum Evrópuríkjum þegar kemur að réttingum fjölmiðla og dómstóla og síðan ekki síst nýlega þróun í mörgum Afríkuríkjum.

Lýðræðið er margskonar

Á alfræðivef er lýðræðið skilgreint sem vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá þegnum þess. Lýðræðisleg þátttaka er lagskipt. Rætt er um lýðræði á sveitarstjórnarstigi, og svo lýðræði við kosningar á þjóðþing þjóða. Rætt er um fulltrúalýðræði og svo beint lýðræði. Einnig má nefna ólíka kjördæmaskipun og kosningarfyrirkomulag ásamt lýðréttindi í stjórnaskrám og framkvæmd þeirra, svo dæmi séu tekin.

Þannig eru hugmyndir samfélaga ólíkar, um hvað er átt við þegar rætt er um lýðræði og hlutverk þess. Í mörgum tilvikum er lýðræði sambærilegt í mörgum Evrópuríkjum en ólíkt þegar þau eru borin saman við framkvæmd lýðræðis í Bandaríkjunum. Kína og Rússland, telja sig til lýðræðisríkja, þó svo lýðræðið þar sé ekki eins og mörg okkar myndu sætta sig við.

Hefðir og hagsmunir hindra

Á vettvangi framtíðarfræða hefur umræðan um lýðræðislega þróun orðið umfangsmeiri síðustu misseri. Sama má segja um umræðuna meðal fræðimanna og ýmissa hópa samfélagsins. Það er nokkuð ljóst að augljósir vankantar á lýðræðislegri þróun deyfa áhuga fólks. Einnig er nokkuð ljóst að hægt er að grípa til ákveðinna umbóta til að auka hróður lýðræðis, en þá er oftar en ekki hefðir og hagsmunir í vegi slíkra samfélagsbreytinga.

Þessir liðir og fjölmargir fleiri athygliverðir þættir munu verða ræddir með virku samtali innlendra og erlendra aðila á ráðstefnunni 21.-23. febrúar næstkomandi.  Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er að finna á vefsíðunni www.framtidarsetur.is

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Leiðtoginn og framtíðarvitund hans.

Hvað þarf til að takast á við óvissu og taka ákvarðanir um framtíðarstefnumið í rekstri. Sabrina Sullivan og Meghan Donohoe (sjá Linkedin) mun fjalla um þetta viðfangsefni sem er hluti af viðburðum Dubia Future Society 15 apríl næstkomandi kl 13:00.

Viðburðurinn gæti verið áhugaverður fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á valdeflandi forystu og framtíðarrýni.

Skráið ykkur til þátttöku á eftirfarandi vefslóð; https://us06web.zoom.us/meeting/register/u-ikvrqsRreVyvAuVqIPJQ#/registration

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu

Join the meeting now

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands

Hlekkur á viðburð  

Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.

Transhumanism: Future scenarios, with Max More

Hver er betri til að fjalla um hugsanlegri framtíð transhúmanisma en sá sem almennt er talinn vera upphafsmaður nútíma transhumanisma, Max More?

Max mun á þessari málstofu London Futurist, sem verður á netinu, ræða um þær sviðsmyndir (framtíðir) sem hugsanlega fela í sér transhumanisma, þær líklegustu eða eftirsóknarverðustu. Max gaf þessa skilgreiningu á hugtakinu árið 1990: „Transhumanismi er flokkur lífsspeki sem leitast við að halda áfram og hraða þróun vitsmunalífs umfram núverandi mannlega mynd og mannlegar takmarkanir með vísindum og tækni."

Skráning og nánar upplýsingar eru á eftirfarandi vefslóð: Transhumanism: Future scenarios, with Max More, Sat, Mar 15, 2025, 4:00 PM | Meetup

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Notið eftirfarandi vefslóð: Teams fundarboð

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

 

sli.do Q&A og spurningar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?